Ég fór jólafrí í gær!

jól3Klukkan fjögur núll núll í gær komst ég í jólafrí eftir ansi strembna en frábæra viku í kirkjunni. Við erum búin að taka á móti 500 börnum og starfsfólki þessa vikuna, hafa helgistund og gefa öllum piparkökur og kakó Wizard!

Ég var einmitt að hugsa það í gær á leiðinni heim hvað ég hef verið heppin að fá að vinna þessa vinnu með börnunum í kirkjunni. Það að horfa á þessi kríli labba inn í kirkjuna, með hátíðlegan svip og finna um leið að þau upplifa þessa heimsókn sem merkilegan hlut. Það komu 9 leikskólar til okkar, einn grunnskóli (hinir eftir að koma), eitt frístundaheimili og svo okkar hefðbundna barnastarf sem er að skóla loknum í kirkjunni í hverri viku. Allt starfsfólk kirkjunnar tók þátt í þessu og lögðust allir á eitt að gera þetta sem best úr garði enda gekk þetta allt upp eins og í sögu án þess að eitthvað út af brigði.

Allt þetta fólk tók þá ákvörðun að koma í kirkjuna og þiggja þessa þjónustu sem að er í boði fyrir hver jól og allir fóru glaðir og ánægðir heim! það er sannarlega gott veganesti að sjá og heyra að fólk var sátt við kirkjuna sína og það sem að hún hefur upp á að bjóða Halo!

Á Þriðjudagskvöldið fórum við svo með unglinga í Mæðrasyrksnefnd þar sem að við vorum í tvo tíma að flokka mat í poka eftir stærð fjölskyldu. Þarna inni átti ég frekar erfitt og það að fá neyðina svona blákalt framan í sig var erfitt og ég er ákveðin í að kaupa gjöf og setja undir tréð í kringlunni og ég vona að það gleðji eitthvert barn sem á lítið. Það á enginn að þurfa að fara í röð og bíða eftir að vera úthlutað mat. Það á enginn að þurfa að horfa á stoltið og sjálfmynd sína fjara svona út og þurfa í hverri viku að stíga þessi þungu skref og fá úthlutað mat í poka. Ég var gráti nærri þarna inni en um leið vissi ég að við sem þarna vorum, vorum líka að gera góða hluti og unglingarnir sem voru með okkur voru svo dugleg og þau vissu að þau voru að leggja góðu málefni lið. Ég er svo heppin að fá að kynnast og vinna með jafn fábæru ungu fólki og þau sem að sækja æskulýðsfélagið í Nes- og Dómkirkju. Maður komst ekki hjá því að fyllast von innan um allt vonleysið sem að blasti við mér þarna, svo undarlegt sem að það kann nú að hljóma.

Svo ég tali nú áfram í austur og vestur að þegar ég var komin í jólafrí í gær, þá fórum við fjölskyldan niður á Landakotstún og keyptum jólatré og fórum síðan og fengum okkur súpu saman að loknum kaupunum. Núna er ég lafhrædd um að það fjúki og stari á það út um gluggann. Ef að það hefur sig á loft þá mun ég taka á stökk og reyna að grípa það Whistling! Síðan eftir að við komum heim, fór ég að pakka inn jólagjöfum og manninn mín að skrifa jólakort og allt varð svo ægilega jólalegt eitthvað InLove.

Núna var planað að fara í bónus og kaupa í baksturinn ógurlega en veðrið er eitthvað gremjulegt þannig að ég fer ekki fet fyrr en lægir! Ég get svo sem þrifið á meðan Sick!

Nú læt ég þetta nægja að sinni og bið ykkur að fara varlega í óveðrinu, þegar Icelandair frestar flugi vegna veðurs þá er best að vera bara heima við á síns eigins heimili og fara ekki fet. Þeir þarna sem stjórna fluginu vita sko hvað klukkan slær í þessum efnum, fyrst að Boeing fer ekki í loftið, þá fer ég ekki í Bónus W00t!

Píslofendtenderness!

péess...veit einhver hvar ég fæ pressuger í bænum annars LoL!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með jólafríið.  Taktu jólatréð inn og skreyttu það bara, áður en það fýkur. 

Hvað er pressuger?  Blautger?  Það færðu í bakaríinu.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: halkatla

frábær pistill

halkatla, 14.12.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband