14.12.2007 | 19:40
Að halda sig við það sem að maður gerir vel :-)!
Í dag er dagur eitt í fríi og ég ætlaði að vera ofur dugleg, sumt gerði ég annað ekki. Til dæmis tók ég til í fataskáp stelpnanna , talaði í símann, þvoði þvott og las blogg!
Hér á bær var heldur tómlegt í búi og varð ég að fara í búð, ef að ég hefði gert eins og ég sagði í fyrri færslu og beðið eftir Boeing í Kef þá væri ég enn ekki farin og allir svangir. Þannig að ég og Mattan mín brutum odd af oflæti okkar og fukum í Bónus og aftur heim. Ferðin gekk stórslysalaust og ískápurinn fylltist og það sem ekki var verra húsmóðirin keypti í bakstur ! Ég hafði lofað stelpunum að baka í dag, alltaf að taka allt með stæl á fyrsta degi ! Þegar ég var í Bónus sáum við Matta piparkökuhús sem að hægt er bara að setja saman, allt tilbúið. Þetta fannst okkur alveg stórsniðugt og var jú alveg viss um að þetta myndi ég gera án þess að blása úr nös!
Við gengum í verkið þegar við komum heim og árangurinn er eftir atvikum góður ! Maður er svo heppin að fá margt gott í vöggugjöf, sumt fær maður ekki og bara sættir sig við. Þolinmæðisverk eru ekki mér í blóð borin og lítið af listrænum genum eru í mér. Ég er frekar mikil subba og hef aldrei getað dundað mér við hárfín nákvæmnisverk, það er bara ekki ég að listrænast eitthvað mikið.
Ég hef því sætt mig við að vera bara ekki með þetta í mér að gera flott piparkökuhús og mun halda mig við það sem að ég geri vel í framtíðinni. Ekki vera að sprengja öryggiskúluna með of háum hvelli !
Hér eru svo myndir af afrakstrinum, ekki gera of mikið grín af þessu ef mögulega verður hjá því komist !
Bless í bili og góða nótt!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vantar nú bara Hans og Grétu þarna .. váts hvað þetta er flott!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.12.2007 kl. 00:25
Ég óska þér til hamingju með piparkökuhúsið. Þú þorir þó að reyna, það er meira en ég!
Sigríður Gunnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 10:41
Æi þú ert alveg kostuleg...reyndi einu sinni en held ég láti það vera í ár...knús í tilefni dagsins
Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 10:48
Hef aldrei kunnað að gera svona hús, en dóttir mín gerði svona þegar hún var 17 ára, það var mjög flott.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 20:46
Já oft hef ég hugsað ... en aldrei framkvæmt! Til lukku með húsið það er glæsilegt.
Edda Agnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:51
Ég og dæturnar keyptum líka svona tilbúið kökuhús og vorum að þreyta frumraun okkar á þessu sviði..............................ehemm þitt er flottara
Huld S. Ringsted, 15.12.2007 kl. 23:54
Sko - þetta piparkökuhús geislar af hamingju og skapandi krafti, það eitt dugar til að gera það fallegt. Til hamingju með ykkur!
Ég er ömurleg þegar kemur að bakstri, ekki það að ég kunni það ekki, ég bara nenni því ekki en Betty Crocker bjargar mér í dag með afmæliskaffið fyrir þá yngri. Hún er þessar mínúturnar að skafa innan kremskálina með skúffukökukreminu a la mamma, restin er frá Bettý
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 15:46
Hmm áður en ég gerðist manískur bakari, í hitteðfyrra nánar tiltekið, klúðraði ég Bettý Crocker, ég gleymdi vatninu
Þetta hús er fallegt og krúsulegt og til hamingju með það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 17:10
Takk allar ....gaman að fá svona góðar kveðjur, ég hef verið í hálfgerðum mínus yfir þessu !
Sunna Dóra Möller, 16.12.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.