Að búa í fjölbýlishúsi...

reiðÉg bý í fjölbýlishúsi og við hjónin höfum gert það síðan að við byrjuðum að búa saman. Það er bara allt gott um það að segja og mér finnst það að ákveðnu leyti bara fínt. Það er til dæmis gott að vita af fólki í kringum sig og sérstaklega ef að það er aðsteðjandi hætta eins og ef að brjálaður axarmorðingi er að ráðast á okkur, þá get ég gólað af öllum lífs og sálarkröftum á hjálp og hún vonandi berst sem fyrst, alla vega ef að ég á góða granna Heart! Nú í morgun var ég vöknuð bræt and örlý til að fara að baka, alveg kominn í gírinn að baka skinkuhorn og hlusta á jólalög. Ég ákvað að vera enn duglegri og setja í þvottavél, þar sem bunkarnir frá liðinni viku bara stækka vegna þess að ég hef ekki haft mikinn tíma til að þvo.

Allt í einu er hringt á dyrabjölluna og ég fer fram og opna. Þar stendur ungur maður, sem er nýfluttur inn. Hann kynnir sig og segir mér í framhaldi að það sé mikill hávaði í þvottavélinni minn og truflandi. Ég sem er nú ekki stanslaust að þvo, geri það í svokölluðum skorpum eins og svo margir, verð alveg yfir mig hissa og missi andlitið niður í forstofugólf Pinch! Hann heldur áfram og spyr hvort að ég geti eitthvað gert í þessu. Ég sem var í svona ljómandi jólaskapi að baka og allt, verð svona snögg pirruð og skelli framan í drenginn að ég geti nú ekki hætt að þvo DevilW00t! Ég held áfram á sömu braut og segi að þetta sé nú bara svona í fjölbýlishúsum að það heyrist oft á milli hæða, ég til dæmis heyri þegar konan fyrir ofan mig er að þvo og kippi mér ekki mikið upp við það enda er ég dagfarsprúð og seinþreytt til vandræða (innskot frá moi) Whistling! Svo er ég nú ekki að þvo á nóttinni, yfirleitt fyrri part dags og eiginlega aldrei á kvöldin þannig að ég segi bara fruss og svei....það væri nú annað ef að ég væri að bora lon og don eins og svo margir hafa gert hér undanfarin ár í þessum stigagangi Devil!

Drengurinn verður vandræðalegur, en að lokum segi ég að ég skuli sjá hvað ég geti gert (bíst samt við að halda bara áfram ótrauð að þvo, því ekki getum við verið í skítugum fötum, það er svo vandræðalegt út á við) Wizard!

Þegar þessu var lokið, gekk ég fram hjá speglinum í forstofunni og mér varð litið á myndina sem að þar blasti við: Þar stóð kona með svartan klút í hárinu (til að hár fari ekki í baksturinn sko), í svörtum íþróttabuxum og toppi...öll í hveiti frá toppi til táar og síðast en ekki síst með hveiti í andlitinu. Mér varð þá hugsi....Hver tekur mark á pirraðri konu með hveiti út um allt hahahaha....og ég sem var svo ákveðin og ánægð með að ég ætlaði sko ekki að láta vaða yfir mig....ó nei, mína þvotta átti að verja með ráðum og dáð.............næst reyni ég að vera í sparidressinu þegar einhver kemur og kvartar yfir mér......það er svona smartara út á við Halo!

Svona er lífið í fjölbýlishúsum í uppsveitum Reykjavíkur í dag....kostir og gallar...en oftar samt kostir Wizard!

Gleðileg jól Heart!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha, það er jafn mikið mark á þér takandi með hveitið út um allt eins og mér þegar ég ábúðarfull var að leggja húsbandi lifsreglurnar með sultuklessu á kinninni.  Ég dey, eða bloggararnir með jólasveinahúfurnar alveg bálillir í kommentakerfinu, arg.

Annars er það félagslega þroskandi að búa í sambýli.  Og hana nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Ester Júlía

Hahahaha... ég gafst sjálf  upp á fjölbýlislífinu fyrir nokkrum árum  . Ætli það sé ekki vegna þess að enginn tók mark á mér ...

Ester Júlía, 17.12.2007 kl. 16:23

3 identicon

Múúúúhahahahaha ég sé alveg unga manninn fyrir mér -hann hefur verið logandi hræddur við þig svona út lítandi og arga í þokka bót.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jenný: Það er sannarlega þroskandi að búa í fjölbýli....maður lærir ansi margt í mannlegum samskiptum !

Ester: Ég spurði mig einmitt að því sama í morgun...hvort að nokkuð mark væri á mér takandi hahahaha.....spurning um að fara að leita að einbýli !

Hildur: Hann messar þá ekkert við mig meir...hahahahha....!

Sunna Dóra Möller, 17.12.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: krossgata

Ég bý líka í fjölbýli og finnst það ágætt.  Það er samt allta öðru hverju að einhver býr þar líka sem þarf sérmeðferð og þarf að fá hina íbúana til að fjarlægja baunina undan 1000 dýnunum sínum.    Ég hef ekkert umburðarlyndi milli 8 að morgni og 8 að kveldi í miðri viku og milli 11 að morgni og 12 að kveldi um helgar.  Þ.e.a.s. ef fólk er að kvarta undan hljóðum í heimilistækjum, hljóðfærum barnanna eða svona yfir höfuð er að kvarta yfir því að aðrir búi í húsinu.  Ég upplýsi viðkomandi kvartara um þetta með mínu blíðasta. 

Ég er að sama skapi einstaklega liðleg ef svo ólíklega vill til að fólk verði vart við að ég sé á lífi á kvöldin eða næturnar.  Verst að þessu sama fólki og kvartar sem mest er nákvæmlega sama ef það er með ónæði og finnst það bara sjálfsagt.

krossgata, 17.12.2007 kl. 17:00

6 Smámynd: halkatla

þú hefur ábyggilega verið flott, rosalega varð ég pirruð á þessum náunga bara við að lesa þessa færslu, ég meina, svona bara gerir maður ekki! Ég hefði sennilega orðið megabitch á staðnum ef einhver segði svona við mig, ok ég er rosalega tillitssöm en ef ég er beðin um eitthvað fáránlegt þá ræð ég ekki við mig og tíkin brýst fram, hjúkk að ég bý næstum því ein í paradís axarmorðingjans, hehe. Knús og hafðu það rosagott (ég hvet þig hérmeð til þess að þvo sem mest )

halkatla, 17.12.2007 kl. 17:33

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö..  hefði viljað sjá mynd af þér !!!  ég bjó í fjölbýli í mörg ár á síðustu öld en gafst upp á því 1997 flutti í tvíbýi og ekki fannst mér það neitt mikið betra. Fór svo í einbýli ´6 ár og það var fínt. Nú er ég búin að vera í blokk aftur í rúmt ár og líkar bara vel. Hér er sérinngangur fyrir alla og ég held að það muni miklu.  Ég heyri í folki en yfirleitt ekkert sem pirrar. Ég skil þig vel að finnast í meira lagi skrítið að það sé fundið að hávaða í þvottavél  á venjulegum dagtíma, hvaða tegund ertu annars með

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 18:42

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahahaha ég sé þig fyrir mér, strákgreyinu hefur ekkert litist á þessa konu en kommon hvað er hann að kvarta yfir þessu! ég hefði skilið það ef þú værir dýrvitlaus í þvottum á næturnar

Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 19:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott á hann að fá til dyranna svona norn hehehehe... En ég gæti ekki búið í fjölbýli, svona erum við misjöfn.  En áfram með jólaskapið Sunna Dóra mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 20:40

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Krossgáta: nákvæmlega, það er eðlilegt að það heyrist hljóð í fjölbýlishúsum yfir daginn , það væri annað mál ef að maður væri á þessu róli á nóttinni, þá mætti alveg láta í sér heyra !

Anna: Ég er að þvo og þvo hahahaha....engin miskunn hér!! Hafðu gott sömuleiðis !

Ásdís: Ég er með AEG !

Huld: Ég varð líka ekkert smá hissa....svipurinn á mér hefurn örugglega verið alveg óborganlegur vegna þess að andlitið bókstaflega datt af mér !

Ásthildur: Jólaskapið er komið aftur á sinn stað .... og nú er bara að bíða eftir snjónum, þá er allt fullkomið hahahaha....nóg komið af rigningum !

Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 08:50

11 Smámynd: Ólafur fannberg

hahahahaha

Ólafur fannberg, 18.12.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband