18.12.2007 | 22:01
Hux
Ætli þetta sé ekki bara huxblogg, ég er eitthvað svo yfirveguð og róleg núna, aldrei þessu vant að ég nenni eiginlega ekki neinu. Ég er búin að vera líka að gera helling síðan í morgun. Beið tvisvar í röð til dæmis á pósthúsi, það var gefandi ! Síðan skellti ég mér aðeins í Kringluna með mömmunni minni og kláraði nánast að kaupa jólagjafir, bara smátterí eftir!
----
Ég var með Möttuna mína í talþjálfun í morgun, þar var meiri bið en venjulega og ég sat á biðstofunni með nefið ofan í Séð og heyrt, á kafi í menningunni eins og venjulega . Með mér á biðstofunni voru tvær konur og umræða hófst um samningsleysið milli talþjálfa og Tryggingastofnunar. Núna er komin einhver ný reglugerð frá heilbrigðisráðherra en hún er svo flókin að enginn skilur hana, ekki einu sinni starfsfólk Trygg.st. Ein konan sem að sat þarna sagðist vera einstæð og ekki ráða við að borga mikið lengur 4530 krónur fyrir skiptið. En hvað er annað hægt þegar velferð barnsins er í húfi. Áður en að samningar slitnuðu vorum við að borga 783 fyrir tímann, þannig að þetta er ansi mikil hækkun. Ég hugsa að á tveimur mánuðum séum við búin að borga hátt í 50.000 fyrir þessa þjónustu sem að átti í upphafi að vera niðurgreidd að mestu leyti.
Önnur kona sat á biðstofunni og hún sagði okkur það að hún og maður hennar með fjögur börn fluttu heim til Íslands eftir dvöl í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Nú í dag er hún ekki enn komin með heimilislækni og börnin hennar eru ekki inni í eftirlitskerfinu sem snýr að barnavernd eins og varðandi sprautur ofl. Hún er á biðlista en ekkert gerist og á meðan þarf hún að sjá til þess að börnin hennar fái þessa grundvallarþjónustu sem snýr að ungbarnaeftirliti þar sem að þau eru ekki til í kerfinu.
Mér finnst þetta svo skrýtið, eins og með þessa þjónustu sem að snýr að talþjálfun barna. Maður á jú ekki annarra kosta völ en að fara með barnið í þjálfun. Framtíð Möttunnar minnar veltur á því að hún nái því upp sem að hana vantar. Námserfiðleikar ofl tengist málþroskavandamálum þannig að það er nauðsynlegt að byrgja brunninn strax. Svona þjónusta við börn á ekki að vera í ólestri og ekki þannig að foreldrar hafi ekki efni á að sjá til þess að börnin þeirra njóti þeirra úrræða sem eru í boði.
Mér finnst einhvern veginn eins og alls staðar sé verið að skera niður í þeim málaflokkum sem að snúa að heilbriðisþjónustu. Það er skorið niður á spítölum, hjá SÁÁ, í heilsugæslunni og um daginn heyrði ég að það ætti að loka einni deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun til skammar.
Talþjálfinn hennar Möttu sagði að ég gæti reynt að fara með allar nóturnar niður á Trygg.st. og látið reyna á endurgreiðslu. Við höfum gert það áður en þá gekk það ekki eftir. Ég er viss um að þau finna eitthvert form á þessari nýju reglugerð sem að verður til þess að við fáum ekki endurgreitt. Reglugerðin hljómar held ég upp á helmingsstyrk á móti fullri greiðslu, þannig að við myndum borga um 2500...það munar þó um það.
Æi...ég er eitthvað þreytt á þessu kerfi, en nú ætla ég að hugsa um eitthvað annað, alla vega fram yfir jól. Ég alla vega hætti ekki að fara með barnið mitt í þessa þjálfun vegna þess að ég vil henni allt það besta en það svíður að heyra sögu einstæðs foreldris sem er ekki að ráða við þetta en vill allt gera til að geta sinnt barninu sínu. Stundum er kerfið svo óréttlátt og ómanneskjulegt.
----
Þetta er nú innsýn á lífið á biðstofum í Reykjavík í dag!
Nú ætla ég að horfa á Kompás og mega kenningar um musterisriddara og Ísland !
Góða nótt mín kæru og látið ekki svefnpöddurnar bíta ykkur í rassinn !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu með okkur, greinilega hlutir sem þarf að taka ærlega á. Ég er núna að horfa á Kompás, spennó.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:28
Þessir hlutir versna bara og versna, á sama tíma geta þeir styrkt erlend ríki um fleiri hundruð milljónir, væri ekki nær að byrja heima! Ég nenni ekki að horfa á Kompás í kvöld.
Huld S. Ringsted, 18.12.2007 kl. 22:42
Takk fyrir góðan pistil. ég held hreinlega að það þurfi að stikka allt þetta kerfi upp. Það er heldur ekki eðlilegt að þurfa að borga mörg hundruð þúsund fyrir tannréttingar barnanna sinna. Það hefur margoft verið bent á að ef tennur eru ekki réttar bitnar það á fólki seinna, þetta er sem sagt ekki einhver fegrunaraðgerð. Þessi dæmi sem þú nefnir eru enn eitt dæmið um fáránleikann í kerfinu. fussum svei. Annars er ég bara góð og þú vonandi líka
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:11
Þetta er skelfilegt en því miður þá er stöðugt vegið að félags-, menntunar- og heilbrigðisþjónustu í þessu landi allsnægtanna. En við hverju er að búast eftir 16 ára hægri stjórn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 01:20
Sjitt langaði svo að sjá þennan þátt. Viltu blogga um hann svo að ég viti eitthvað um þetta. Er að farast úr forvitni.
Helga Dóra, 19.12.2007 kl. 01:26
p.s. Gæti skrifað heilmikið um mína reynslu af heilbrigðiskerfinu. Tek kannski gott blogg um það fljótlega. Knús.
Helga Dóra, 19.12.2007 kl. 01:28
Hæ Sunna beib, var að koma heim frá Útlandinu og er að fara bloggrúnt.. skemmtilegt að lesa um biðstofureynsluna en samt grátlegt .. kerfið getur bitið mann meira í rassinn en svefnpöddurnar! ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.12.2007 kl. 10:08
Þetta er ótrúlegt að heyra. Að það taki svona langan tíma að komast inn í kerfið hér í okkar ríka landi. Og þetta er ekkert annað en ósvífni að allir skuli ekki sitja við sama borð á vegum hins opinbera. Vonandi rætist úr. Eitt barnabarnið mitt þarf svona talþjálfun. Móðirin fékk allskonar skilaboð, í eitt skiptið átti hún að láta barnið rúlla rúsínum í munninum, þar var eitt ráðið. Rúsínum, auðvitað gleypti barnið bara rúsínurnar. Hvað eru þessir sérfræðingar að hugsa ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:35
Takk fyrir skrifin allar !
Þessi rúsínuhugmynd er eitthvað það fáránlegasta sem ég hef heyrt....segi eins og þú Ásthildur: Hvað eru þessir sérfræðingar að hugsa! Mín myndi nú bara gleypa rúsínurnar enda þær uppáhald hjá henni !
Sunna Dóra Möller, 20.12.2007 kl. 08:54
ég veit ekkert um kerfið nema að það er ósanngjarnt og þarfnast endurbóta, lifðu heil Sunna Dóra - og allir þínir kommentarar, hér er alltaf svo gott fólk
halkatla, 20.12.2007 kl. 15:20
og takk fyrir að minnast á þennan kompásþátt, ég verð að horfa á hann í vinnunni því tölvan heima meikar ekki visistv, en það á samt alltaf að vera mute á bókasafninu!! ég er svo vond, brýt allar reglur
halkatla, 20.12.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.