Hæ!

Ég er búin að öllu, ég er ekki að ljúga Wizard! Ég er búin að pakka inn gjöfum og koma þeim út, ég er búin að skúra og þrífa, ég er búin að setja upp jólatré, búin að taka Rjúpurnar út úr frystinum, búin að versla í matinn...það tók á að hugsa viku fram í tímann í þeim efnum og mér finnst eitthvað svo hversdagslegt að hugsa um matinn næstu tvo dagana að ég gat ekki séð það fyrir mér, þannig að hér verður ekki borðaður kvöldmatur fyrr en á mánudag! Ég er nefnilega í hátíðarskapi og get ekki hugsað á hversdagslegum nótum aftur fyrr en í fyrsta lagi 6. janúar Halo!

Annars er ég bara góð og mér líður vel og veðrið er gott og sól fer brátt hækkandi á himni og það er hlaupár framundan þannig að það er ekki hægt að vera annað en bjartsýn. Það hefur sko ekki komið 29. febrúar í fjögur ár.....hvað er það skemmtilegt mín kæru Wizard!

Ég vona að þið eigið gott kvöld og hagið ykkur vel því að Gáttaþefur er á faraldsfæti og maður veit aldrei hverju hann tekur upp á!

Segið bara síííííís...og brosið...þið vitið aldrei nema það sé verið að taka af ykkur mynd Sideways!

Góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Elf   ég er sko hress, eða reyni allavegana. Þú ert svaka dugleg stelpa.   Shower 2   bara sturtan eftir hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góða rótt og sofðu rótt

Ólafur fannberg, 21.12.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dugnaðarkona!! Það eru svo róleg jól framundan hjá mér að ég veit varla hvað ég á að gera af mér næstu daga, dætur farnar og við bara tvö ein (og hundar)

Gleðileg jól, hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar

Huld S. Ringsted, 21.12.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér Sunna Dóra mín, þá er bara að njóta þess að vera til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:16

5 identicon

Duglegust.Ég á eftir að skúra og kaupa grænmeti.Er að fara í Smárann og endurheimta debetkortið mitt sem hraðbankinn át í gær í miðjum innkaupaleiðangri.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:38

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hahahaha....það liggur við að það sé bara sturtan eftir.....spurning um að flýta jólunum bara !

Birna: ég vona að kortið sé komið í þínar hendur aftur.....gremjulegt að lenda í svona í miðjum innkaupaleiðangri, það er nú ekki svona gaman að fara í Smáralindina korteri fyrir jól !

Huld: Njóttu jólanna eins vel og þú getur, ég skil þig svo vel, ég verð hálf handa- og fótalaus þegar krakkarnir mínir eru ekki heima....svo ég tali nú ekki um jólin! Hafðu það sem allra best

Ásthildur: Já, nú er bara að njóta og slaka á !

Hafið það gott um helgina allar !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband