Það verður hóstað út öll jólin....

Jams...hér hafa verið sannkölluð flensujól! Mattan mín veiktist á laugardaginn var (22. des) og í dag er fyrsti dagurinn síðan þá, sem að hún mælist hitalaus að morgni! Sigrún Hrönn lagðist svo á jóladag og ég sjálf er búin að vera stútfull af kvefi! Af þessum sökum hafa þetta verið örlítið undarleg jól, samt ekkert verri en önnur þar sem að við höfum haft það hreint ágætt hér innandyra, eðlilega ekki farið mikið út úr húsi. Vonandi er þetta nú í rénun og við verðum í betra formi um áramót!

Ég set hér inn nokkrar jólamyndir og óska ykkur um leið góðra og slysalausra áramóta og farið ekki í fýlu yfir auglýsingahléinu í skaupinu, gott að nota til að skjótast á klósettið eða til að fylla á glas sem er orðið tómt til dæmis Wizard...þetta er bara spurning um björtu hliðarnar! Sjáumst í betra bloggformi á nýju ári og takk fyrir liðin blogg Heart!

Jól4 009Jól4 019Jól4 066

Jól4 026Jól4 072

blessíbili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Voðalegt er að heyra af heilsuleysi ykkar! Ég hef séð um þá hlið á mínu heimili. Annars gleðilegt árið Sunna mín til þín og fjölskyldunnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku dúllan, hvers lags heilsuleysi er þetta?  Mikið rosalega eru þær fínar dúllurnar og þið sæt við rjúpna ég meina jólaborðið.  Svo fín öll.  Láttu þér batna og takk fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar á blogginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona er lífið, flensan kemur bara þegar hún kemur, hafið það gott um áramótin mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk allar ! Flensan er vonandi á undanhaldi....nema að restin að fjölskyldunni leggist og það væri nú hressandi !

Eigiði góð og gleðileg áramót !

Sunna Dóra Möller, 29.12.2007 kl. 14:57

5 identicon

Takk fyrir fallegar og skemmtilegar myndir. Mér sýnist á bloggum sem ég hef lesið að þetta hafi verið veikindajól hjá nokkuð mörgum. Ekki skemmtilegt að lenda í svoleiðis nokkru. Vonandi jafna þessar elskur sig fljótt - knús á þig mín kæra 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband