29.12.2007 | 15:23
Það eru áramót!!
Eins og marfalt hefur komið fram að þá elska ég jólin út af lífinu og allt sem þeim fylgir! Mér finnst tíminn milli jóla og nýárs líka fínn, svona eiginlega biðtími eftir næstu stórskotahríð sem eru blessuð áramótin! Ég hef svona blendnar tilfinningar í garð þeirrar hátíðar og hef haft lengi! Mamma eldar besta mat í heimi á þeim degi, sem erKalkúnn með bestu fyllingu sem að er búin til á Íslandi í dag og ég er ekki að grínast !
Við erum sem sagt hjá foreldrum mínum um áramótin, pabbi kaupir sprengjur og krakkarnir taka þátt í því með honum og finnst það ekki leiðinlegt ! Þegar áramótin sjálf bresta á, þá sit ég yfirleitt fyrir framan RUV og horfi á árið hverfa og nýtt birtast. Þá verð ég oft svo undarlega döpur. Mér finnst einhvern veginn sorglegt að horfa á tímann hverfa svona og nýjan koma fram. Nýtt ár er svo óráðið og óskrifað og mér finnst alltaf pínu erfitt að vita ekki endinn, enda les ég alltaf endann á bókum fyrst og hef gert það síðan að ég varð læs !
Nýársdagur er í mínum huga líka oft eitthvað svo grár og ég hef einu sinni farið í messu á þeim degi hjá Bolla og þá var spilað á selló alveg undurfögur tónlist og maður sá tár á mörgum hvörmum í messunni þann dag. Kannski erum við öll að einhverju leyti hugsi á þessum degi! Höfum átt gott eða slæmt liðið ár og við kvíðum að einhverju leyti því ókomna! Alla vega í þessari messu komst ég að því að ég var ekki ein um að vera viðkvæm á þessum degi og það var bara góð tilfinning.
Mér finnst árið sem að er að bresta á einhvern veginn meira óráðið en oft áður og ég veit stundum ekkert hvað gerist eða hvernig það fer. Ég þarf að gefa í með ritgerðina mína, vegna þess að ég þarf jú að útskrifast ! Síðan veit ég ekkert hvað tekur við eftir það. Mig langar að læra meira og fara í framhaldsnám, en það er líka álag á stórri sjölskyldu að vera alltaf að læra. Mér finnst einnig gaman að starfinu mínu í Neskirkju og mér gengur sífellt betur að fóta mig í barna og æskulýðsstarfinu og fæ sífellt meiri reynslu þar, þannig að mig langar líka til að drífa mig og klára starfsþjálfunina og fá embættisgengi en svo finnst mér ég líka langt i frá tilbúin til þess . Svona ruglingslegar hugsanir sækja á um áramót og það er kannski bara eðlilegt þegar ákveðin tímamót eru framundan á svo margan hátt á þessum bæ. Það þarf bara að pússla rétt saman, þá næst yfirleitt ásættanleg niðurstaða.
Ég vona að árið verði farsælt á svo margan hátt, það er aldrei hægt að komast í gegnum heilt ár án þess að verða fyrir einhverjum vonbrigðum, upplifa líka gleði og hamingju og allar þær tilfinningar sem að fylgja því að vera til og lifa og elska.
Ég alla vega ætla að gera mitt besta á þessu ári, ef að mér mistekst eða ég hrasa, þá stend ég bara upp aftur og held áfram. Restina læt ég í hendur Guðs og ég veit að trúin mín kemur mér langt, hún hefur gert það hingað til. Trúin er það sem ég á þegar á móti blæs og hún er það sem ég þegar mér líður vel, því þá þakka ég fyrir það sem að ég á og það sem að mér hefur verið gefið. Það er ekki lítið að eiga falleg og heilbrigð börn, eiginmann sem að er það besta í heiminum og stóra fjölskyldu sem að er alltaf til staðar!
Ég er því þakklát við þessi áramót og reyni að horfa hugdjörf fram á veginn, hlutirnir hafa jú oft tilhneigingu til að fara á þann veg sem að þeim er ætlað og mín von er sú að svo verði áfram!
Blessíbilinu !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um áramót er alltaf gott að staldra við og hugsa um fortíð og huga að framtíð. Ekki samt festast í neinu, þetta er allt í höndum HANS sem okkur leiðir. Ég horfi alltaf á RUV um miðnætti og sé gamla árið fara og hitt koma, það er ómissani í mínum huga. Hafðu það gott elskan mín og njóttu áramótanna með þínu fólki. Kær kveja
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 15:52
Löngu hætt að horfa á ártölin, dríf mig út að kveikja í rakettum og bæti við leikhljóðum ef þær eru ekki nógu háværar. Miklu skemmtilegra að vera úti með krökkunum mínum og eiginmanninum, sem er líka það besta í heiminum, og kyssa þau á miðnætti undir berum himni. Mæli með að þú prófir það!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.12.2007 kl. 17:14
Ég hef kallað þetta áramótaþunglyndi, eini árstíminn sem ég verð döpur yfir engu; upplifi að vera eitt lífðarsmáblóm og allt það en fyrst og fremst að hafa enga stjórn á einu eða neinu, nýir dagar koma og ný ár og við vitum ekkert hvað þeir bera í skauti sér. En það eru spennandi tímar framundan hjá þér, útskrift og starfsþjálfun sem er mjög skemmtilegur tími. Svo verður þú bara leidd áfram þangað sem Guð ætlar þér að fara. Ég er alveg viss um það, þannig virkar þetta. Við verðum að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, Morgundagurinn hefur sínar áhyggjur. Gleðilegt ár og takk fyrir öll þín skemmtilegu bloggskrif á þessu ári.
Sigríður Gunnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 10:24
Ji stelpur, nú byrja ég líka að grenja. Ég sem var svo hress . Var einmitt að hugsa um það hvað ég er þakklát fyrir að ég er sannfærð um að næsta ár verði gott. Stórgott. Vill taka undir með tveimur skynsömum konum sem hér hafa tjáð sig: a) það Á að kyssast undir berum himni á miðnætti, b) þú verður leidd áfram Sunna mín, héreftir sem hingað til. "Let go and let God" segja spekingarnir. Góðar óskir og kærar kveðjur.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:16
Ég er nú ekkert ósvipuð og þú gagnvart áramótum, það er líka alltaf eins og það komi pínu beigur í mig gagnvart nýju ári. En núna er ég ákveðin í að horfa á nýtt ár með bjartsýni og ákveðin í því að það verði betra en það sem er að klárast.
Eigðu yndisleg áramót með fólkinu þínu
P.S. Værirðu til í að lauma heimsins bestu kalkúnafyllingaruppskrift í eina sem er að þreyta kalkúna frumraun sína á morgun?
Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 16:14
Takk allar, ég varð hálf viðkvæm að lesa þessar góðu kveðjur, enda á því stigi núna hahahaha !
Eigiði allar góð áramót og hafið það gott !
Ég er alltaf fljót að ná mér upp úr þessum nýársbeig....miðjan mín á afmæli annan jan og þá er eins og gott að vera sama glaða ég á ný !
Sunna Dóra Möller, 30.12.2007 kl. 18:39
Gleðilegt ár kæra Sunna !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 00:39
Gleðilegt ár Sunna, - megi nýja árið verða þér og þínum farsælt ár!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2007 kl. 13:36
Gæfuríkt ár Sunna Dóra, vonandi sjáumst við á næsta hitting!
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.