4.1.2008 | 20:54
Langar að blogga en hef svo afskaplega lítið að segja :-)!
Það er ansi hreint mikið álag að langa til að blogga en hafa lítið að segja, það er alveg bara óþolandi og ég bara skil ekki þetta vesen hjá mér .
En ég get sagt frá því að eiginmaðurinn er að fara til Kenía eftir 10 daga. Hann er að fara með hópi presta og er ætlunin að skoða Pokot og að fara inn í Úganda líka. Hann flýgur til Nairobi og ég vona að mönnum takist að stilla til friðar áður en að þeir fara, því það yrði bæði gremjulegt að þurfa að fresta þessari ferð því að hún hefur verið í undirbúningi í á annað ár og líka erfitt að þurfa að fara út í einhverja óvissu og hættuástand. Þá yrði ég alla vega ekki róleg. En hann verður 17 daga í burtu og ef að allt fer vel þá verður þetta án efa ótrúlega spennandi og áhugaverð ferð.
---
Í augnablikinu stendur yfir afmæli fermingarbarnsins og er hann með fimm stráka hjá sér í Pizzu og DVD. Af hamaganginum að ráða gæti maður haldið að hér væru 6 fílar á ferð... en þetta fylgir bara afmælum og ég er bara róleg eins og alltaf og brosi gegnum tárin !
Annars er ég nú bara að blogga svona til að sýna lífsmark...stefni á tímamótablogg sem mun komast í heitar umræður (án efa...hver vill ekki komast í heitar umræður...duhh...) innan tíðar........þannig bíðið spennt en ekki of spennt því þá verður biðin svo löng !
Ég sendi ykkur síðan mínar bestu kveðjur um góða helgi og passið ykkur á því að fjúka ekki í rokinu !
Sunnatunna!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Sunna Dóra... Ekki örvænta að umræðuefnin verði ekki nægileg hérna á blogginu...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 21:35
Hallgerður: Maður verður jú að lofa einhverju spennandi...nú er bara álagið að standa við stóru orðin !
Guðrún: Það er víst alveg rétt að hér á blogginu er aldrei skortur á umræðuefnum !
Sunna Dóra Möller, 4.1.2008 kl. 21:42
Það er svo merkilegt að þegar maður byrjar að skrifa og heldur að það sé ekkert í kollinum á manni þá leka alveg út málefnin. Hafðu það gott vina mín. Sé að þér leiðist ekki. Vona að allt gangi upp í ferð bóndans.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 23:24
Ertu með eitthvað skúbb ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2008 kl. 23:35
Hæ krútt, eflaust kemur að því að þú skrifir eitthvað sem mun öllu um koll keyra og við bíðum spennt. En minn tilgangur er annar en sá að pæla í framtíðar skrifum þínum. Ég vildi óska þér og þínum yndislegt og gæfuríkt nýtt ár og ég bið að Guð blessi ferð prestanna til Kenýa því þeirra þörf er þar. Knús vina.
Linda, 5.1.2008 kl. 02:48
Þú ert alltaf mjög skemmtileg í bloggunum þínum sem eru ekki blogg.
Til hamingju með stráksa.
Þið verðir að tékka ástand í Kenía áður en maðurinn anar af stað. Við skulum svo halda þér uppi í fjöri á meðan hann er í burtu.
Knús á línuna
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 10:35
Sunna mín það eru bara flugvélar og stórir bílar sm fjúka í rokinu! Við erum svo jarðtengd bókstaflega, en hva allt getur gerst svosem eins og í Hnífsdalnum en það er líka undantekning frá reglunni. Var að kveðja elsta barnabarn mitt sem á að fermast í vor, hún býr í Vejle, það var yndislegt að hitta hana. Það er skrýtið hvernig hægt er að lenda í því að hafa ekkert að blogga um - en svo kemur allt mögulegt upp þegar manni finnst eitthvert lost í gangi!
Vaá Kenía, það er spennandi en samt dálítið ógnandi þessa stundina, þetta er langur tími og þú verður að blogga eins og vitleysingur á meðan hann er í burtu til að komast í heitu umræðurnar!
Edda Agnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 12:19
Innlitskvitt Þú ert ekki ein um að vera með bloggstíflu. Mín er reyndar ekki hvað síst vegna þess hvað mikið er að gera í vinnunni, bloggið kemst ekki að. EN að því sögðu: 'eg skil þig vel að vera óróleg með þessa ferð mannsins þíns til Kenýa, en við skulum bara trúa því að þetta verði jákvæð og spennandi ferð þegar upp verður staðið.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:12
Til hamingju með "guttann".Spennandi ferð sem húsbandið þitt er að fara í.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:19
Ásdís: Mér leiðist nú sjaldan......sem betur fer eiginlega hahahahaha...mér leiðist nebblega mest þegar mér leiðist . Hafðu það líka sem allra best !
Jóhanna: neibb ekkerst skúbb.....alla ekkert sem að þolir dagsbirtuna strax...muhahahahahah !
Linda: Gleðilegt ár til þín líka og ég vona að árið verði þér gott !
Jenný: Ég treysti á góðar og skemmtilegar bloggfærslur þegar grasekkjutíminn gengur í garð ! Kannski hefur maður mest að segja þegar ekkert er í hausnum !
Edda: Það er erfitt að kveðja fólkið sitt, mér finnast kveðjustundir alveg skelfilegar, græt eins og ég eigi lífið að leysa en svo er stutt á milli fólks í dag, netið er ótrúleg uppfinning! Ég mun bara blogga og blogga....hahaha...!
Anna: Ég efast ekki um að þetta verði merkileg ferð og hálf öfunda hann af henni, fólk kemur held ég ekki samt heim eftir að fara til Afriku. Ég vona bara að allt fari vel !
Birna: Takk ! Þetta er svo spennandi og þeir eru að fara að skoða ótrúlega merkilega hluti þarna úti sem að tengist kristniboðinu og fleiru.
Takk allar fyrir að vera frábærar og komennta svona skemmtilega og uppörvandi hjá mér !
Sunna Dóra Möller, 6.1.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.