Jól: In memoriam!

kertiÉg hef hér kerti til að minnast jólanna sem nú eru liðin og eru gengin til liðs við minningar liðinna jóla. Spurning um að hafa kertafleytingar á Rauðavatninu í kvöld og jafnvel að safna saman öllum trjánum sem nú ligga þvers og kruss um Árbæinn og bíða þess að verða safnað saman af borgarstarsmönnum í komandi viku Pinch.

Ég er búin að taka jólatréð mitt og henda því, það var smá sorglegt....líka smá gleðilegt vegna þess að því leið ekki vel eftir 14 dagana hér inni á heimilinu og var orðið þurrt og farið að hengja greinar. Ég varð smá döpur en mun bera mig vel þegar frá líður og fara að huga að hversdagslegri málum skammdegisins CryingWizard.

Ég er líka búin að taka niður seríur og jólaskraut.....Georg Jensen er enn hangandi en hann mun fara í kassa líka og bíða þolinmóður eftir næstu jólum þegar hann fær að skína á ný öllum til ánægju og yndisauka.

gleðiHvað boðar nýárs blessuð sól......í augnablikunu veit ég það ekki og er stundum að hugsa of mikið um það og stundum ekki neitt. En það er allt í lagi að vita ekki hvað nýtt ár felur í sér, það að vita of mikið getur bara verið kvíðavaldandi og aukið álagið svo um munar W00t. Þannig að í dag er ég bara nokkuð sæl og ánægð. Bolli veit enn ekki hvernig staðan er með Kenýu ferðina og kemur það í ljós á næstu dögum, á meðan bíðum við bara róleg og vonum að fólki þar úti takist að leysa málin á farsælan hátt án þess að saklaust fólk þurfi að þjást.

Bestu kveðjur og óskir um góða viku framundan Heart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að pakka mínu skrauti niður.Kertafleyting er góð hugmynd.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Æi já það er sérstök tilfinning að pakka jólunum niður. Mér finnst samt að það megi alveg leyfa útijólaljósunum að lifa lengur og lýsa þar með skammdegið upp - jafnvel fram í febrúar.

Kær kveðja, 

Björg K. Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

mæli með kertafleytingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Á mínu heimili er áralöng hefð fyrir því að finna eitthvað jólaskraut á Góu sem gleymdist að taka niður og pakka. Afar dularfullt því það svo lítið af því.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Útiljósin fá að vera áfram - jólatréð mitt fína flotta fékk að fjúka í gær ... er enn með söknuð í hjarta, eða þannig! inn í Nýja Árið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kertafleyting er örugglega skemmtileg. Ég hef Ölfusána en á henni yrði þetta kerta þeytingur.  Ljós til þín í janúar rökkrinu.  Vona að Bolli þinni komist út.  Kær kveðja.  Candle 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér líst vel á kertafleytingu til að kveðja jólin. Annars eru jólin ennþá hjá mér, nenni örugglega ekki strax að fara í að taka þau niður, ég veit ekkert leiðinlegra

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband