8.1.2008 | 13:01
Hux
Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi aðeins, hef ekki stundað þá iðju mikið yfir jólin enda verið með bækur og sjónvarp til að hugsa fyrir mig yfir hátíðina !
Hversdagurinn krefst þess að maður taki upp þá iðju að hugsa á ný og nú er ekki umflúið og ég er byrjuð að þjálfa heilann !
Ég og Bolli vorum í morgun á fundi með talþjálfanum hennar Möttu. Hún er komin upp í eðlilegt meðaltal miðað við sinn aldur og hefur í raun náð þeim árangri á nokkrum mánuðum. Við foreldrarnir erum að sjálfsögðu himinlifandi og hún þarf ekki meiri talþjálfun í bili og verður endurmetin í vor. Nú þurfum við hér á heimilinu að halda þessum árangri og þjálfa hana áfram. Talþjálfinn sagði okkur að Tryggingastofnun hefði einhliða sagt upp öllum beiðnum hjá þeim sem að þurfa á þessari þjálfun að halda og þessi uppsögn hefði ekki verið tilkynnt neinum, hvorki talþjálfum né foreldrum með bréfi. Heldur hefur fólk verið að komast að þessu smátt og smátt þegar sækja á um endurgreiðslu á gjaldi. Þá er ekki heldur endurgreitt vegna þess að beiðnirnar eru ekki í gildi og sækja þarf um nýjar en þær gilda heldur ekki til endurgreiðslu. Þannig að það sem að kom fram í nýrri reglugerð heilbr.ráðherra að endurgreiða ætti eitthvað aftur í tímann stendur ekki vegna þessarar aðgerðar trygg.stofnunar að segja upp öllum beiðnum. Stofnunin ber fyrir sig samningsleysi milli talþjálfa og trygg.stofnunar. Alveg ótrúlegt mál og ég heiðarlega botna ekki í þessu frá upphafi til enda. Þessi reglugerð heilbrigðisráðherra er því meira í orði en borði þar sem enginn fær endurgreitt....ætli þetta hafi ekki bara átt að róa fólk með loforði um endurgreiðslu og svo er beitt einhverjum neðanmálsgreinum til að snúa út úr eins og alltaf !
------
Annað sem að ég hef verið að velta fyrir þessa dagana er sú undarlega tilhneiging hjá fólki til að flokka sig og aðra í ákveðin box. Hér á blogginu eru nokkur svona flokkunarbox en það eru til dæmis þau sem eru flokkuð "kristin", "feministarnir" og "trúleysingjar" svo að eitthvað sé nefnt. Ætli það láti mann líða betur ef að maður fellur í einhvern flokk, að geta skilgreint sig í einhverju boxi og þá í samfélagi með fólki af sömu tegund. Ég skilgreini mig kristna þó að margir hafi reynt að koma með mótbárur og sagt að svo sé ekki. Ég tel mig líka vera feminista og svo er ég móðir og eiginkona osfrv. Í hvaða boxi á ég að vera, skv. einhverjum kemst ég ekki í kristna boxið og ekki í trúleysis boxið . Ekki er ég stjórnmálamaður eða virk í þannig umræðu af því að mér leiðast stjórnmál....sorrí það er bara þannig . Er til dæmis hægt að vera kristin án þess að vera bundin dogmatík og reglugerðum sem að fylgja trúarkerfum. Þarf ég að vera bókstafstrúar til að flokkast sem kristin, sitja þannig á kantinum í stjörfum ótta við komandi heimsendi og þora þannig ekki að víkja í einu eða neinu frá bókstaf lögmálsins. Er ég kristin ef að ég fylgi ekki lögmálsstafnum en kýs að taka mér stöðu með fólki sama hvaðan það kemur og vinna að réttindum þeirra, jafnvel þó að ég viti að sumt af því sem að ég geri samræmist þannig ekki bókstaf heilagrar ritningar. Á ég þá von á að brenna í víti vegna þess að ég hef leyft mér að víkja frá bókstafnum, gerir það mig minna kristna? Í mínum huga er það að vera kristin að fara í götu krossins og fylgja Jesú Kristi. Ég viðurkenni að ég hef ekki gaman að mörgu sem að Páll segir og hef lítið lagt mig fram við að fara eftir því sem að hann segir. Í mínum huga er hann maður, hann hitti aldrei Jesú sjálfan og var í trúboði sínu að skálda upp leikreglur fyrir söfnuði sína jafnóðum og hann stofnaði þá. Hann á marga góða punkta og marga skelfilega. Gerir það mig minna kristna að segja þetta og hugsa svona.....ég veit það ekki og eflaust er einhver til í að skjóta mig í kaf fyrir að segja þetta. Mér finnst það bara ekki alveg klippt og skorið, hvað það er að vera kristinn. Í mínum huga er veröldin ekki alveg svart-hvít, heldur full af gráum svæðum. Mér finnst líka þessi tilhneiging til að flokka fólk og setja það í ákveðin box gremjuleg og vil alls ekki sett í eitthvað box sjálf!
Nóg af hugsi í bili...þetta er nú alveg feikinóg til að byrja með !
tjussss.....ekki hugsa of mikið !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég í hvaða box ég færi.Skrítna boxið kannski? Þetta er allt of mikið hux svona í byrjun nýs árs
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:46
Iss, maður getur flokkað sig í alla flokka. Nema veðurfræðiblogg. Hehe, Ég blogga um allt sem mér dettur í hug, þó sumt sé mér hjartfólgnara en annað. Þú ert fín eins og þú ert SD og vertu ekkert að pæla í þessu.
Ömurlegt með TR. Til hamingju með framför dótturinnar.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 13:54
Birna: Skrýtna boxið er líka bara ágætt...ég gæti vel hugsað mér að vera þar ef að ég á að fara í box !
Jenný: Ég gæti vel átt í heima í veðurfræðiboxi.....systir mín gaf mér í fyrra veðurfræðibókina í jólagjöf því að ég hef óbilandi áhuga á veðri, roki og stormum hahahaha.....en það er rétt best að vera bara með tærnar í öllum flokkum....ég get vel sætt mig við það !
Það er best að vera bara mar sjálfur og láta suma hluti ekkert pirra sig !
Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 15:14
Vá þú allavega bræddir úr heilanum á mér núna
Helvítis TR...
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 17:50
Gleðilegt ár Sunna mín og bestu þakkir fyrir gamla árið og frábæra bloggvináttu
TR er bara frumskógur og Tarzan er löngu dauður
Varðandi boxin, þá finnst mér best að vera ekki í neinu boxi og kæri mig ekkert um að fólk sé að flokka mig í box Það fólk sem vill vera í ákveðnum boxum er bara að setja sér skorður.
Annars er ég með flensu en er bara svona aðeins að kíkja og sjá hvað er í gangi hérna. Knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:55
Ég ætla rétt að vona að einhverjir fari ekki að flokka mig í neitt box, ég er bara bloggari og skrifa um það sem mér dettur í hug!
Varðandi TR að þá er þetta batterí orðið eins og einhver einkastofnun sem gerir sína hluti eftir eigin geðþótta, ömurlegt batterí. Frábært með góðan árangur hjá stelpunni
Huld S. Ringsted, 8.1.2008 kl. 20:41
Þegar ég las þetta um boxin mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði hlustað á þar sem sálfræðingur var að lýsa öllum hlutverkunum sem hver og ein manneskja gegndi í lífinu á hverjum degi. Þegar ég vakna á morgnana byrja ég á mömmuhlutverkinu, þegar ég er orðin ein og drekk morgunkaffið þá er ég komin í annað hlutverk, svo fer ég í vinnuna og þá er ég komin í enn annað hlutverk o.s.fr.vo.s.frv. Líklega gildir það sama með það að setja fólk í box, þú kannski tyllir þér í eitt box, síðan gerist eitthvað sem breytir viðhorfum og þá ert komin á annan stað og svona gengur þetta áfram. Mér fannst gaman að lesa pistilinn þinn - Takk mín kæra. Hvernig gengur annars með skrifin???? (bara að halda þér við efnið )
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:46
Það er aldeilis að þú veður á súðum! Þetta er hressandi og kippir í.
Þetta er skrýtin framkoma hjá TR en það eru fleiri sem eru skrýtnir á bótum fyrir börn og það eru sveitarfélögin sem upplýsa ekki sína þegna um réttindi bóta því það er of dýrt fyrir sveitarfélögin. Stanslaus eftirfylgni og leiðindin sem oftast fylgja því er það eina sem foreldrar þurfa/verða að gera.
Boxið sem ég vil vera í á blogginu er lokaða boxið - og svo vil ég opna þegar ég vil.
Takk fyrir góðan pistil - draumur í dósum.
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:32
Góður pistill Sunna mín, gott að geta hugsað upphátt og fengið útrás. Þessi TR er ekki að standa sig. Ég kæmist aldrei fyrir í neinu boxi er alltof stór Gaman að heyra af framförum stelpunnar, vonandi náið þið að halda því við. Kær kveðja út í nóttina.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:53
Sunna ertu ekki búin að fá póstinn/mail frá mér?
Edda Agnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:07
Er ekki til lag einhvers staðar sem heitir ,,Living in a box" ? .. Ef við erum í kassa sem okkur líður illa í þá stígum við út úr honum því að kassinn yfirgefur okkur ekki sjálfur! Lærði þetta á ,,skilnaðarnámskeiði" hehe... Jamm, tjamm.. Við erum nú stundum að flokka okkur sjálf með að segja ,,ég er feministi" ,,ég er kristin" o.s.frv.. kannski mar ætti að fara að íhuga þetta ? .. Skemmtilegar pælingar og þarfnast íhugunar .. ég hugsa þegar of mikið svo sýður á mér eins og Jónu hér að ofan! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.1.2008 kl. 16:20
Jóna: Hux....
Margrét: Gleðilegt ár og vonandi batnar +er sem fyrst !
Huld: Takk fyrir +að, ég hefði aldrei getað trúað að TR v'ri svona flókið batterí !
Anna: Skrifin eru í bakkgír og ekkert að gerast !
Edda: Mér lýst vel á lokaða boxið...+á er maður sjálfur við stjórn !
Erlingur: Takk!
Ásdís: Takk !
Edda: Fékk meil og búin að svara!
Jóhanna: Ég man eftir living in a box...hahahah...snilld! +að er ansi mikið til í +essu sem að +ú l´rðir á +essu námskeiði!
Takk allar
Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.