9.1.2008 | 22:06
Merkilegt gremjublogg!
Mér finnst það merkilegt hvað það eru margir sjálfskipaðir guðfræðingar til á blogginu án þess að hafa lært staf í guðfræði og eru einnig um leið vel að sér í túlkunarfræði Nt og Gt! Það er bara eins og ég myndi fara að útlista hér læknisfræði og greina sjúkdóma bara af því sem að ég hef lesið á netinu! Það virðist bara vera þannig að þegar trúmál sem tengjast vandamálum í sambandi við ritninguna ber á góma að þá verða allir guðfræðingar...það er svo skemmtilegt eitthvað.....ég veit ekki hvort að það er gengistfelling á náminu sem slíku (kúrsarnir í Nt fræðum eru einhverjir þeir þyngstu sem finnast í akademísku námi ), en ég bíð mig ekki fram til að leggja pípulagnir í hús.....þó að ég gæti lesið mér til um það!!
En höldum áfram að þrátta.....það er svo gaman...og aftur og aftur um sömu hlutina! Þá fæst líklega örugglega niðurstaða....hin trúlausu taka trú og hin trúuðu missa hana...eða eitthvað!
Lengi lfi tímalaust trúarkarp!!
Góða nótt!
Þettaerhrokafullagremjubloggdagsins!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jesú frelsari mannanna.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 22:23
Er þetta ekki bara barnalandsmenning? Bara læknar þar.
Takk fyrir innlitið hjá mér. Búin að svara
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:25
Ásdís: Nákvæmlega !
Ólöf: jú ætli það ekki hahahahaha, mér finnst það bara svo stókostlegt að sjá sumar færslur um trúmál og það eru 100-200 ath.semdir og enginn að tala saman...allir læknar, með sína eigin sjúkdómsgreiningu hahaha.....!
Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 22:34
Trúmálaumræða á blogginu getur fengið mig til að henda mér fyrir björg! Og ég meina það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 22:37
það held ég að fólk megi nú alveg hafa álit á bæði trúarlegum efnum og læknisfræðilegum burtséð frá menntun og bakgrunni.
Páll Geir Bjarnason, 9.1.2008 kl. 22:44
Jenný: Nákvæmlega, ég er svo sammála þér....enda skrolla ég svo oft hratt í gegnum athugasemdirnar og er löngu hætt að taka þátt....nema ég nauðsynlega sjái ástæðu til og það er ekki oft þessa dagana !
Páll: Lastu smá letrið
Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 22:54
sá'ða vel
Páll Geir Bjarnason, 9.1.2008 kl. 23:20
ha ha mikið til í þessu. Ættum að vera með verkalýðsfélag og lögverndað starfsheiti
Jakob (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:24
aaaah, þetta er gremjublogg, fólk verður að fá að hafa skoðanir, en okkur ber ekki að líka við þær, ég held líka að það sé láng best að gera ekki of lítið úr skoðunum leikmanna, ég veit vel að nám þitt er þungt enda er ég tengd Guðfræðinni persónulegum böndum og hef því reynslu af slíku hugarangri. Engin getur haf einkaleyfi á pælingu um ritningarnar.
Það er hægt að vera með BA í Guðfræði eins og hún er gefin út hér á Íslandi í Háskóla íslands, svo er hægt að vera með BA í Guðfræði þar sem áherslan er lögð á það sem tengist Judeo/christian theology, hvort um sig er erfitt nám, engu að síður verða báðir aðilar Guðfræðingar, hver hefur rétt fyrir sér?
Þú ættir einmitt að koma með þitt sjónarhorn og nota þitt nám til þess að koma á framfæri þinni skoðun. Netið er talið öflugra en bókasöfn, ekki draga í efa það sem þar er að finna varðandi málefni, enda býst ég við því að þú vitir það manna best sjálf. Við sem trúum verðum að muna eitt, fræðimenn geta malað þar til sólin hættir skína, en trú þín er það sem skiptir máli ekki þeirra mas og þras.
Knús og ég vona að gremjan heyri sögunni til fyrir svefninn.
Linda, 9.1.2008 kl. 23:46
Við erum nú aðeins að gefa sannleikanum séns á að sanna sig Linda mín.
Jakob (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:03
Mikið rétt Jakob, en, eins mans sannleikur er annars mans hugarangur. Því getur sannleikurinn verið bæði beittur og mjúkur, hvort um sé að ræða leikamenn eða fræðimenn þá ber okkur öllum að leita af honum eftir bestu getu. Hinsvegar er ég ekki óssamála henni Sunnu - sumar þessar umræður eru gjörsamlega steiktar hehe og oftast gefst ég upp á að lesa þær enda hefur þras aldrei verið mér að skapi.
Knús.
Linda, 10.1.2008 kl. 01:06
Guðfræði og biblíuskólar eru ekki það sama Sagnfræði og guðfræði er heldur ekki það sama Trú er ekki víma, víma er fíkn og flótti Ef Guð er æðri og alvitur, þá er hann/hún skynsamur/skynsöm, það er bókstafstrúin ekki, segi ég trúarspekúlantinn
Æ, er bara að með eitthvað hitasóttarbull Sunna mín
Er kannski eitthvað til í þessu hjá mér? Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.1.2008 kl. 02:55
Jakob: hahhaha...það væri kannski eitthvað til í því !
Linda: Ég myndi aldrei gera lítið úr skoðun leikmanna...það er bara ekki minn stíll og hef gaman að ræða við leikmenn um trúmál. Það er sannarlega rétt að fræðimenn mala og mala og svo er mýta sem að segir að það tala engir meira en guðfræðingar og það þarf náttúruhamfarir til að stoppa þá hahahahha.....en ég held að rökræður í hófi, sannleika og virðingu fyrir náunganum séu farsælastar....mér leiðast rökræður sem að eru ómálefnalegar dylgjur um persónu fólks og leið og guðfræðin eða trúin eru rædd. Ég hef séð prestum líkt við barnaníðinga hér á blogginu vegna umræðu kirkju og skóla og þá viðurkenni ég að mér var misboðið.....það er kannski vegna eðli umræðunnar sem að ég bara nenni ekki og get ekki tekið þátt í henni, þó að ég vilji og geti námsins vegna gert það.... alltaf spurning um val ! Gremjan er að fara og og er fokin með rokinu í morgun út í veður vind !
Margrét: Það er heilmargt til í þessu og ekkert hitasóttarbull á ferð hér! Láttu þér batna sem allra fyrst, það er gremjulegt að vera með flensu !
Takk öll fyrir góða og málefnalega umræðu....
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 08:32
Bara til að auka á gremjuna. Þá er það mín skoðun að eftir þriggja ára nám sé enginn "fræðingur". Fyrst guðfræðinám var nefnt, þá er enginn guðfræðingur eftir þriggja ára gunnnám -heldur með BA. próf í guðfræði. Staðlar háskóla eru að einungis eftir grunnnám og framhaldsnám hefur einhver rétt til að titla sig fræðing í þeirri grein sem hann nemur -það á líka við guðfræði.
Þakka góða aðstöðu til að losa gremju dagsins.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:29
Er það þá Samtíðarsaga og inngangsfræði Nýja testamentisins sem er svona erfið?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:02
Nei reyndar ekki, þá eru það 4 og 5 eininga kúrsar í ritskýringu guðspjalla og bréfa hjá Jóni Ma. Ásgeirssyni sem að eru með þyngri kúrsum sem að þú tekur! Samtíðarsagan er nokkuð þægileg...fer þó eftir því hver kennir hana hverju sinni!
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 13:06
Eru Clarance og Jón Ma. ekki jafn stífir?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:14
Þeir eru ólíkir kennarar....mín reynsla er sú að vinnan er mun meiri hjá Jóni, meira lesefni (fleiri bækur, stærri ritgerð og þyngir gríska)!
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 13:17
Þyngir = þyngri!
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 13:18
Mér fannst Jón bara svo skemmtilegur kennari, húmorískur. Reyndar sjokkeraði hann guðfræðinemana stundum vel og vandlega með yfirlýsingum eins og að líklega (mig minnir að þetta hafi verið orðið sem hann valdi) hafi Jóhannes skírari ekki verið til. Hann sjokkeraði mig ekki fyrren hann sagði að hugsanlega hafi Páll postuli ekki hafi verið til.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:22
Trúarkarp er opið fyrir alla ólíkt læknisfræði sem er alvöru vísindi, það er ekki til guðfræðingur, starfsheitið er einfaldlega rangt.. við gætum talað um biblíusögufræðing
Sem sagt epli og appelsínur
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:27
Jón er einhver besti kennari sem að ég hef haft, enda var það hann sem að vakti áhuga minn á að læra meira í Nt fræðum, enda valdi ég að skrifa kand.teol ritgerðina mína hjá honum, 10 e. Ég hef heyrt þetta hjá honum með Jóhannes skírara, enda segir hann að mig minnir að efnið um hann tiheyrir Q2 sem er aðal endurskoðun ræðuheimildarinnar. Mig minnir líka að hann tali um sagnaminni í tengslum við Jóhannes. Ég hef þó ekki heyrt hann segja þetta um Pál.....en Jón sjokkerar marga og það er áskorunin að sitja hjá honum í tímum....hann lætur mann takast á við efnið og taka afstöðu!!
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 13:31
Hvernig er hægt að taka afstöðu nema á móti trú þegar ekkert styður við dæmið?
Jón... hefur aldrei virkað sannfærandi á mig, ég bið hann að sanna dæmið og hann tala bara um hugleiðingar einhverra heimspekinga um málið... hugleiðingar eru ekki sannanir og hafa aldrei verið
Ef Edison hefði bara hugleitt að búa til ljósaperu og svo hefði einhver annar hafa fundið hana upp... kæmi þá Edison: Hey ég hugleiddi þetta og því er þetta mín uppfinning, hvar eru sannanir þínar Mr Edison... well uuuu eeeehhh ehhrrmm
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:53
Ég skil þig og er þér ekki óssammála, persónunið er aldrei leið til að rökræða, en vonandi lærir fólk af mistökum og gerir betur næst. Maður verðu hafa von :) Jón hefur valdi mörgum nema skelfilegum höfuðverkum.
Linda, 10.1.2008 kl. 14:59
Sæl Margrét mín, ég geri mér vel grein fyrir muninum á Biblíu skóla og BA námi í Háskóla, í því tilfelli sem ég tala um er verið að ræða BA gráður.
Linda, 10.1.2008 kl. 15:02
DrE er hér á undan farinn að rugla saman Jóni Ma. Ásgeirssyni (sem aðrir voru að ræða hér og Linda ræðir enn kl. 14:59) og mér, þ.e.a.s. hann er að vísa til umræðu á næstsíðustu (og bezt sóttu) vefsíðu Guðsteins Hauks, þar sem ég þýfgaði hann (DrE) um það, hvort hann hefði lesið eitthvað af sönnunum heimspekinga á tilvist Guðs. Ekkert jákvætt svar fekk ég hjá þeim aðspurða um það!
Merkilegt þykir mér, að prófessorinn í Nýjatestamentisfræðum við Guðfræðideild Háskóla Íslands, Jón Ma. Ásgeirsson, sé þar með með yfirlýsingar um, að líklega hafi Jóhannes skírari ekki verið til og að hugsanlega hafi Páll postuli ekki verið til (að sögn Óla Gneista Vantrúarmanns og það fyrra staðfest af Sunnu Dóru, hér ofar). Ekki það, að ég hafi haft svo hátt álit á nafna mínum fyrir ...
Jón Valur Jensson, 10.1.2008 kl. 16:15
Jesú frelsari mannanna.
En það er furðulegt hvað trú þeirra sem trúa á Jesú Krist fer fyrir brjóstið á sumu fólki.Það má varla sjá orðin,Jesús,Guð eða kristinn án þess að fara alveg yfir um af vandlætingu vegna þess að það eru ekki allir eins og þau.Og þá er ég bara að meina þá sem tala mest um hversu umburðalyndir þeir eru.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:42
Ég vona að ég sé ekki þessi "sjálfskipaði guðfræðingur" sem þú talar um! Það var nú engan veginn ætlan mín að minnsta kosti. Eina sem ég gerði var að lýsa minni skoðun, enda er ég sammála þér í samlíkingu þinni með lækninn og píparann. Kannski er ég svona paranojaður ... vona það að minnsta kosti.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.1.2008 kl. 17:01
DrE:það eru jú til vísindi sem að við köllum biblíuvísindi og er það tvö stóru fræðasviðin, Gt-fræði og Nt-fræði. Það eru vísindalegum aðferðum beitt á texta Biblíunnar.
DrE: Ég held að þú sért að rugla þarna tveimur Jónum saman !
Linda: Það er rétt að hann hefur valdið höfuðverk en hann er frábær kennari og ég hef sjaldan lært jafn mikið og hjá honum! Það er gott að kljást við fræðin í Guðfræðinni, þau eiga að vekja upp spurningar og sumum verður aldrei svarað...sumum getum við svarað. En ég hef ekkert nema jákvæða og góða reynslu af Jóni !
Jón Valur: Ég bið þig um að hafa álit þitt á fólki fyrir þig, ekki vil ég yfirlísingar um annað fólk hér hjá mér, enda er þetta það sem að ég á við í trúarumræðu, þegar ekki er hægt að halda persónuníðinu frá umræðunni!
Birna: Trúarumræða er flókin og góð að mörgu leyti, umræðan á það gjarnan til að fara út í öfgar á báða bóga og það er miður.
Guðsteinn: Ég held að þetta sé paranoja Guðsteinn...vertu alveg rólegur...!
Sunna Dóra Möller, 10.1.2008 kl. 18:04
*phew* mikið er ég feginn ! .... en ég mátti til að spyrja ....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.1.2008 kl. 18:23
Ég held að ég sé með Jón Ma á komandi önn. Clarence er mjög góður kennari. Upplýsingaflæðið alveg á milljón, alveg eins og ég vill hafa það. Ég missi einbeitingu þegar er farið hægt yfir efni
Jakob (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:10
Vá... soldið dilemma hjá mér að hugsa allaf um Jón Val þegar talað er um Jón út í bæ.... sorry hinn Jón
Ég las það í blaði það sagði mér það maður og því er það sannað
Tata
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:40
DoctorE er ekki til og þess vegna tilgangslaust að karpa við hann eða um hann.
Theódór Norðkvist, 10.1.2008 kl. 23:00
DoctorE með Freudískt slip ? ....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2008 kl. 23:54
Það þarf ekki mikið til að vera sagður vera með "persónuníð" hér á þessum bæ.
Jón Valur Jensson, 11.1.2008 kl. 00:59
Það eru nú fleiri Jónar og meðaljónar hér. Vona að frauðinniskórnir (ferudean slipper) hafi ekki verið eignaðir mér. Sjálfskipaður guðfræðingur er ég eins og allir, sem velta fyrir sér ritningunum. Margir eru hástökkvararnir utan félaga og allir stökkva þeir mishátt. Varla er guðfræðin bundin við stofnanir frekar en að bænahald er bundið við kirkjur.
JV: Ekki veit ég hvort nafni þinn hefur eitthvað fyrir sér um tilvist Páls en eitt vitum við að ekki sá hann Krist nema í hyllingu og fylgisveinn hans Lúkas ekki heldur. Samt er látið með guðspjöll hans eins og skýrslu sjónarvottar og bréf Páls eins og orð Guðs. Finnst þér það ekki einkennilegt?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 06:35
Sunna Dóra - ertu að starta hér einhverju báli ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.1.2008 kl. 08:49
ég ætlaði bara að heilsa uppá þig en verð að taka fram að mér finnst þetta snilld - ég vona að nýja árið leggist vel í þig, enda ertu uppáhaldsguðfræðingurinn minn
kveðja Halkatla (með 20 alvöru einingar í guðfræði búnar )
p.s mér finnst reyndar að leikmenn geti alveg orðið fræðingar einsog aðrir ef þeir bara fræðast nóg, en einkenni á mörgum sjálfsskipuðum guðfræðingum bloggheima er að þeir virðast ekki hafa kynnt sér stafkrók í því sem þeir tjá sig einna mest um
halkatla, 11.1.2008 kl. 09:03
hahahahahaha...já Jóhanna ég er aldeilis að kveikja eld...!
Anna: Gaman að sjá þig aftur og gleðilegt ár ! Ég held einmitt að kúnstin sé að hætta þegar manni brestur þekking. Maður veit ekki allt, jafnvel ekki eftir 5 ára nám í hverju sem er. Fullt af fólki sem að les mikið um guðfræði án þess að stíga inn í háskóla og veit eflaust miklu meira en ég og aðrir guðfræðingar um einhver svið guðfræðinnar. En þegar maður veit ekki eitthvað....þá er best að þegja...alla vega reyni ég að gera það...eða fletta því upp áður en maður bullar hahahahah....! Til lukku með 20 alvöru einingarnar...!
Annars vil ég minna fólk á sem að heldur að þetta sé alvarleg færsla að lesa smáa letrið !
Takk öll fyrir innlegg annars
Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 09:09
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 10:05
Ég verð að taka undir með Sunnu Dóru. Wikipediuguðfræðin hrekkur líklega skammt miðað við alvöru guðfræði.
Sjálfskipuðu guðfræðingarnir eru margir, ætli undirritaður hafi ekki verið að smeygja sér í þeirra hóp. Það er kannski vísbending um að réttskipuðu guðfræðingarnir eru ekki nógu duglegir að hrinda árásum trúleysingjaliðsins, sem hikar ekki við að koma með guðfræðilegar fullyrðingar, eftir að hafa horft á eitt myndband með Richard Dawkins.
Theódór Norðkvist, 11.1.2008 kl. 11:22
gremjan er guðdómleg
Brjánn Guðjónsson, 11.1.2008 kl. 13:27
Sunna ég er fáfróð um þessa orðræðu sem trúmál eru en langar að vita hvað er Gt og Nt?
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:36
Theodór: Kannski þurfa guðfræðingar að vera duglegri að blanda sér í umræður! Það er mikið til í því hjá þér!
Brjánn: !
Edda: Nt: er Nýja testamentið og Gt er það gamla !
Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 14:43
Guðfræðimenntaðir einstaklingar mega gjarnan koma inn í umræður um trúmál, án þess að þeir þurfi að eltast við hvert einasta blogg.
Þegar hávær hópur trúleysingja eru farnir að segja menntamálaráðherra fyrir verkum við gerð grunnskólalaga, bendir það sterklega til að fræðingarnir hafi sofið á verðinum.
Trúleysingjar hafa nefnilega verið mjög iðnir við að dreifa sínum áróðri á netinu og eru oft mættir 4-5 úr þeirra hópi í trúarumræður á mörgum bloggsíðum.
Þá hefur sárvantað einhverja grundvallaða í Biblíunni, helst með gráðu.
Theódór Norðkvist, 11.1.2008 kl. 17:48
Að rökræða um trúmál á bloggsíðum er oftast eins og að rökræða við vegg.
Eini munurinn er að það er auðveldara að tala vegginn á það að skipta um lit en að fá bloggarann til að skipta um skoðun.
Einar Jón, 11.1.2008 kl. 18:50
Theodór: Ég verð að viðurkenna að öfgarnar í umræðunni um kirkju og skóla eru fælandi frá því að taka þátt! Eins og þú segir um leið og maður bloggar trúmál og það mæta 4-5 til að skjóta mann í kaf...það er ekki áhugavert svona fyrir andlega heilsu að blanda sér í það..hahaha...en auðvitað mætti heyrast miklu meira í guðfræðingum í þeirri umræðu, það heyrist allt of lítið í þeim í henni !
Einar: ...það skapar manni öryggi að standa fast á sínu hahahaha.... kannski falskt öryggi en öryggi samt!!
Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 20:21
Talandi um sjálfskapaða guðfræðinga og merkilegheit..
Þá er það merkilegt að svo virðist sem hægt sé að verða háskólamenntaður "guðfræðingur" án þess að að læra mikið um önnur og eldri trúarbrögð en kristni, og þá sérstaklega þá staðreynd að söguna um Jesú og lærisveinana 12 má finna í öðrum og eldri trúarbrögðum, svo sem í Egyptalandi til forna og Indlandi. Það sama má segja um hinar biblíusögunar, svo sem söguna um Nóa og örkina sem má finna m.a. í sögubókum hinnar fyrstu menningar sem vitað er um, sem var í Súmer þar sem Írak er nú í dag.
Það mætti kannski stundum rifja upp upphaf kirkjunnar í Niceu, eftir að Konstantín keisari hafði ákveðið að það þyrfti að sameina trúarbrögðin sem fyrir voru í eina ríkis-kirkju. Með það í huga þarf ekki að koma á óvart að sannleikurinn í biblíunni er byggður á grunni trúarbragða sem í dag eru kölluð heiðni af kirkjunnar mönnum.
Það gleymist oft að boðskap Jesú má finna án þess að tilheyra kirkjunni, og svo hitt að það er ekki nóg að tilheyra samtökum sem telja sig guðleg til þess að fara eftir þessum boðskap.
Það er ekki sami hluturinn að trúa kirkjunni og svo það að trúa á Guð eða Jesú.
Kannski væri bara best að koma aftur á fyrirkomulagi því sem kirkjan hafði hér í den, þegar biblían var aðeins til á erlendu tungumáli sem fáir skyldu nema prestarnir og fólk var því algjörlega háð kirkjunni um boðskapinn? Þá kannski væri ekki eins mikið um "leikmenn" að rífa kjaft á netinu..........
Símon (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:47
dísess
Erna, 11.1.2008 kl. 23:54
Símon: Það er rétt að meiri áherslu mætti leggja á samtíðarsögu trúarbragða bæði áður en að kristni kemur fram og svo alveg fram að því að kristni verður ríkistrú í Rómarveldi. Mér finnst þó það vera að aukast, og við erum látin lesa ansi mikið um umhverfið og önnur trúarbrögð innan Nt fræðanna í deildinni í dag. Finnast mér þar launhelgarnar fornu áhugaverðastar.
Annars er ég sammála þér að það er ekiki það sama að trúa kirkjunni og trúa á Guð og Jesú!
Erna:
Sunna Dóra Möller, 12.1.2008 kl. 12:02
Kannski að leikmaður velti vöngum yfir sjálfsánægjunni sem námið virðist veita, fæ það á tilfinninguna að einungis þeir séu kallaðir sem hafa lokið námi. Margir voru þeir fræðimennirnir og farísearnir sem aldrei sáu Guðsríkið... kannski af því að þeir voru of uppteknir að horfa á gráðurnar og misstu af Kristi. En svo ég segir nú samt "við" um kristið fólk þá finnst mér DocE oft veita okkur í hinni kristnu umræðu ágætt aðhald. Og oft eru kommentin sem hann uppsker okkur til lítils hróss. Og endurspegla ekki þann Krist í okkur sem við vildum svo gjarnan hafa innbyrt eftir öll fræðin. Bara leikmaður að rífa kjaft...
Ragnar Kristján Gestsson, 13.1.2008 kl. 22:03
Viljirðu fá að vera í friði fyrir leikmönnum í fræðigrein, skaltu alls ekki leggja stund á:
Guðfræði, heimsspeki, sögu, stjórnmálafræði, læknisfræði eða uppeldis og kennslufræði því að þetta eru fög sem allir hafa einhvers staðar á tilfinningunni og vita jafnvel og aðrir. Fög sem þú færð að eiga sérfræðiþekkinguna í friði fyrir öðrum eru:
Eldflaugavísindi og hagfræði.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.