Afrek!

konanÉg tók fram skólabók í morgun, nánar klukkan 10.20 að staðartíma. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég lít þessar bækur augum í heilan mánuð og ég las nákvæmlega í 25 mínútur eða til 10.50 þegar hungrið bar mig ofurliði og ég skrönglaðist inni í eldhús til að fá mér flatköku. Eftir það var kominn tími á sturtu og vinnu þannig að ekki vannst meiri tími til að lesa, en það var lesið Wizard! Það er afrek dagsins í dag og ég mátti til með að deila því með ykkur!

Annars er ég nokkuð góð, er grasekkja. Bolli fór reyndar ekki til Kenýja í morgun eins og ætlað var, þar er víst ekki gott að vera þessa dagana og ég er afar fegin. Hann lagði hins vegar á fjallið í morgun (Hellisheiðina) og keyrði sem leið lá í Skálholt (Mattan mín sem er fimm ára, kallaði það Kattholt áðan. Sagði að pabbi sinn væri í Kattholti LoL). Bolli er sem sagt á endurmenntunar námskeiði presta og  þangað er kominn úglendingur að nafni Gordin Lathrop til að fræða menn og konur um predikunarfræði. Bolli verður þarna fram á föstudag!

Þannig að hér sit ég, í blárri allt of stórri flíspeysu með alla glugga lokaða og að kafna úr hita og er virkilega að hugsa um að fara bara að lesa.....eða sofa....eða lesa blogg...sé til. Það er alla vega tómlegt þegar vantar hinn helminginn InLove!

Læt þetta duga af fréttum hér af kærleiksheimilunu og bíð lesendum til sjávar og sveita góða nótt SleepingHeart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gangi þér vel í grasekkjulífinu og gangi manninum þínum vel í Kattholti

Ég var líka að fá mér flatköku!  Er í bláum alltof stórum bol .  Kveðjur og knús. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.1.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Kolgrima

Sniðug stelpa, Matta þín Predikunarfræði? 

Gott að þú ert komin í gang, til hamingju með það. Getur verið erfitt að koma sér af stað. Góða nótt. 

Kolgrima, 14.1.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Margrét: Flatkökur eru góðar ! Bestu kveðjur til þín og vonandi er flensan búin að hypja sig !

Kolgríma: Það er alveg heilt fræðasvið sem snýr að predikuninni, predikaranum og prestinum. Við tökum kúrs á lokaári í guðfræðinni (framsetning kristins boðskapar) þar sem að okkur er kennt að setja upp predikanir og flytjum æfinga- og lokapredikanir. Það er ótrúlegt hvað fræðin sem að snúa að predikuninni hafa breyst bara á síðustu öld ! Bestu kveðjur til þín og góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er bara sjómannskonulíf hjá þér núna, þekki það...............tómlegt! en það er líka svo gaman þegar þeir koma heim aftur

Hafðu það gott og gangi þér vel í skólabókunum

Huld S. Ringsted, 14.1.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Helga Dóra

Til lukku með lesturinn. Rútínan er alltaf smá tíma að koma eftir jólin. Knús.

Helga Dóra, 14.1.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Dísa Dóra

Er ekki sagt að hálfnað verk þá hafið er

Dísa Dóra, 15.1.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æ vonandi hefurðu notið kvöldsins og svo óska ég þér huggulegs og uppfræðandi dags með nefið á kaf ofaní námsbókum.

Knús og klem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 10:51

8 identicon

Hahahahaha.Katthottl snilld.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband