25.1.2008 | 21:56
Til hamingju Ísland....:-)
Með nýja borgarstjórn Reykvíkinga....!
nei djók!
Ég hef nú formlega lokið við að skrifa 46 síður í lokaritgerðinni minni og er því ca. búin með 1/3 ! Er ekki talað um sígandi lukku....
Ég vildi bara tjá þessa gleði opinberlega, svo ég sitji ekki ein að fagninu, það er svo leim eitthvað!
Annars er bóndadagur í dag, bóndinn á þessu heimili fékk bók og geisladisk ásamt nýrri sviðasultu og rófustöppu ! Við unga fólkið borðuðum pizzu enda eiginmaðurinn alinn upp í sveit en ég er stórborgarkona ! Er ekki einhvers staðar sagt að andstæður laðist að hvort öðru .....en bóndinn er sæll og glaður og á það alveg skilið vegna þess að hann er ljósið í lífinu mínu !
Góða nótt og sofið rótt !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér var það grjónagrautur að ósk húsbóndans og svo andlit ( svið) með rófustöppu handa mér. Til lukku með framganginn í ritgerðinni.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:38
Til hamingju með áfangann. 1/3 ER 1/3 Það er búið sem búið er.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:29
Fjörtíuogsex síður í kandídatsritgerð ... mín varð heilar áttatíu síður, á sínum tíma. Mig minnir að Adolf von Harnack hafi skrifað akkúrrat um fjörtíu síður ... doktorsritgerð.
Hvað um það, það er frábær tilfinning að vera kominn áleiðis. Til hamingju með það.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:01
Þú ert bara duglegust!! Til hamingju, sígandi lukka ER best.
Þú góð við manninn, hefði þegið smá rófustöppu og sviðakjammar eru ekki á mínum bannlista.
Er bóndadagurinn búinn og liðinn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 08:49
Til hamingju með ganginn í ritgerðarsmíðunum! .. Obb, obb, obb, bóndadagur "passed me by" eins og þar stendur. Vörðum gærdeginum í ferðalag - lögðum af stað klukkan 9:00 um morgun frá Ítalíu - Austurríki - Þýskaland - Danmörk og komum í hús á Íslandi klukkan 4:00 í nótt .. mikið Jet-Lag hér á bæ. Verð góð við bóndann í dag í staðinn, sko er að leyfa honum að sofa út til dæmis!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.1.2008 kl. 10:31
það er nú heilmikið að vera komin með 1/3 af ritgerðinni
Hér á bæ var það aldeilis ekki Þorralegur matseðill í tilefni bóndadags heldur skíthoppari og meðlæti
Dísa Dóra, 26.1.2008 kl. 13:33
ÉG vona bara að mínum hafi verið boðið í mat, annars bjarga þeir sér sjálfir strákarnir mínir tveir stubburinn og afinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 12:11
Til hamingju með áfangann í ritgerðinni. Ég verð nú að segja að mér finnst þú aldeilis dugleg við þetta og fylgin þér. Njóttua dagsins sem eftir er - hér er vont veður og kannski í Rvk líka og ég er að fara kveikja á kertum og baka einhverja lufsu.
Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:57
SUNNA ERTU DOTTIN OFAN Í RITGERÐINA ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2008 kl. 12:19
frábært að heyra að allt gengur svona vel og þú mátt svo sannarlega klappa þér á bakið, úff heilar 46 bls og hellingur eftir, það er rosalega töff
halkatla, 29.1.2008 kl. 13:06
Nei Jóhanna ég vildi að svo væri hahahaha.....það eru veikindi á heimilinu og þá gerist lítið í tímamótaskrifum !
Bestu kveðjur til ykkar allra sem hafið skrifað, ég er eitthvað svo tóm í hausnum þessa dagana að ég varla kíki í tölvuna heldur forðast hana eins og heitan eldinn.....!
Sunna Dóra Möller, 30.1.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.