Hux!

Það er svo sérstakt þegar verið að skrifa ritgerð og svo er komist á smá flug og allir glaðir. Síðan þegar búið er að skrifa, þá er allt í einu allt ömurlegt. Ekkert passar og hugmyndin sem að var svo góð þegar verið var að skrifa er allt í einu ekki að virka og löngunin er helst í þá átt að stroka allt út og byrja upp á nýtt.

Síðan hellist yfir ótti við að skila drögum og að leiðbeinanda finnist allt vera jafn ömurlegt og hendi drögum til baka og með fylgi athugasemdir um að skrifa det hele igen Pinch!

Þarflaus ótti eða bara eðlilegt þegar kemur að því að láta annan meta verkið sem að er að verða ansi stór hluti af manni Cool!

Viðvörun: Allar færslur verða næstu vikurnar um ritgerðaskrifin nema eitthvað stórkostlegt gerist sem að ég verð tilneydd til að deila með lýðnum W00tWhistling!

Góða nótt Heart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt ! .. og sæta drauma.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þetta er ofurhugsunar verk - kannski Tár, bros og takkaskór!

Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Kolgrima

Það ganga allir í gegnum þetta! Man eftir ritgerðum sem mér fannst ömurlegar á sínum tíma en reyndust glettilega góðar mörgum árum seinna þegar þær fundust í einhverjum kössum!

Þetta er bara merki um sjálfsgagnrýni, metnað og þekkingu á viðfangsefninu Gangi þér vel

Kolgrima, 5.2.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Aðeins að kíkja á þig og sjá hvernig skriftirnar ganga  Þú klárar þetta, engin hætta á öðru. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: halkatla

ég sendi þér andlegan stuðning, þetta ferli er ekkert auðvelt og eðlilegt að efast, sérstaklega ef engin ástæða er til, hehe

halkatla, 5.2.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur þetta léttilega.   Pen 2  Pen 2 Pen 2 notaðu þessa penni ef þú ert srand.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: Take a chill pill, þetta gengur eins og í sögu

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:10

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:34

9 identicon

Voðalega skil ég þig eitthvað vel. Kannast vel við allt þetta hjá kennaranemunum sem ég leiðbeini með lokaritgerðir. Algeng spurning er: Er þetta tóm steypa hjá mér? Er eitthvað vit í þessu? Auðvitað er það aldrei svoleiðis, heldur sumt gott og annað sem má bæta. Kúnstin okkar megin er að leiðbeina þannig að krítíkin lami ekki sköpunargleðina heldur gefi gott búst. Know what I mean?

Knús - hugsa hlýtt til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband