Öskudagur!

MAMMA VEISTU HVAÐA DAGUR ER Í DAG...........ÞAÐ ER ÖSKUDAGUR!!!! Þetta vaknaði ég við klukkan 7 morgun þegar fimm ára dóttir mín sem er búin að bíða eftir þessum degi síðan fyrir jól hrópaði upp yfir sig af tómri gleði og ég held að hún hafi í raun og veru verið spenntari fyrir þessum degi en aðfangadegi Cool!

Hér var síðan byrjað að spreyja og mála og gera stelpurnar tilbúnar með tilheyrandi yfirspenningi og gleði. Möttulíusinn minn fór í leikskólann en þar var öskudagsball en ég fór á rúntinn með Sigrúnu og vinkonu hennar. Þar breyttist ég í brjálaða öskudagsmömmu og fylltist sælgætismetnaði fyrir hönd dóttur minnar og við brunuðum búð úr búð, fyrirtæki úr fyrirtæki þar til pokar og pinklar voru fullir af sælgæti. Þetta var reyndar alveg hrikalega gaman og ég átti svo erfitt með að fela hláturinn stundum því að þessar tvær vinkonur voru alveg óborganlega fyndnar og kotrosknar yfir þessu öllu saman, enda í fyrsta sinn sem að þær syngja fyrir nammi Wizard!

Ég man það sjálf þegar ég söng í fyrsta skipti fyrir nammi (hér kemur reynslusaga LoL) en þá var ég tólf ára. Við vinkonurnar bjuggum til okkar eigin búninga í handavinnu í skólanum, saumuðum öskupoka á okkur og vorum ekkert smá flottar. Síðan fórum við upp í iðnaðarhverfi í Árbænum og enduðum á stöð 2 um kvöldið en þá var Vala Matt og Helgi Pé með svona, Ísland í dag þátt og við fengum að koma og syngja lagið okkar og spjalla um öskudag! Okkur fannst þetta ekkert smá skemmtilegt, við bjuggum meira að segja til okkar eigin texta við lagið Fyrr var oft í koti kátt, sem að hljómaði svona: Einu sinni á öskudag, krakkar fór´í bæinn. Til að syngja lítið lag fyrir poka af nammi. Margt eitt kvöld og margan dag, átum við í næði: Kóka Kóla, marabú, kan kan, kúlu og æðiWizard! Já...það er greinilegt að í mér leynist snillingur, það er alveg ljóst af þessari litlu reynslusögu um mínar fimm mínútur af frægð árið 1987 LoLTounge!

Annars er herra letipúki búinn að banka upp á hjá mér í dag og hvísla að mér að ég þurfi ekkert að gera neitt (Gestgjafinn var að koma í hús og ég ógó upptekin við að lesa Whistling).....ég er samt að reyna að snúa hann niður enda liggur fyrir að búa til ratleik fyrir 10-12 ára börn í Melaskóla sem að verður á föstudaginn á Vetrarhátíð í Reykjavík og er þemað nærumhverfi barnanna. Jams....mér fellur aldrei verk úr hendi Whistling!

Veriði góð og ekki með neitt vesen....LoLHeart!

Myndir af kynjaverum: öskudagur 020öskudagur 014

öskudagur 015öskudagur 017öskudagur 005

öskudagur 021

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þetta er svo ótrúlega gaman.  FLottur textinn hjá ykkur !!  Eigðu góðan dag, vona að þú ratir í rúmið til að hvíla þig líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegar myndir! .. Ég lofa EKKI að vera ekki með vesen hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hahaha....já ég vona það líka, það væri verra ef að það kæmi í fréttum í fyrramálið: Smáborgaraleg úthverfahúsmóðir fannst á ráfi í Árbænum syngjandi "Fyrr var oft í koti kátt"......sagt er að hún hafi ekki ratað í rúmið !

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er eins gott Jóhanna !

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Helga Dóra

Dóttir mín er einmitt kúrekastelpa í dag eins og önnur þín og fór í Smáralindina með pabbanum og stjúpsystir að syngja. Ég söng aldrei fyrir nammi. Hélt að þetta hefði ekki verið komið í okkar ungdómi???

Helga Dóra, 6.2.2008 kl. 17:19

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég get ekki lofað neinu með vesenið, mér skilst á stjörnuspánni minni að ég sé komin með nýtt áhugamál-að valda usla!!

Flottar myndir af furðuverum  

Huld S. Ringsted, 6.2.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Linda litla

Æðislegar myndir hja þer.... eg klikkaði alveg a myndavelinni i dag. Skil ekki hvaða klaufaskapur það var, strakurinn minn var töframaður.

Mer finnst þetta æðislegur dagur, allir i svo flottum buningum og glaðir.

Linda litla, 6.2.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg upprifjun smástelpan þín, bara barn 1987,æi þú ert yngri en elsta dóttir mín, svo þér er eins gott að hlýða!!

Yndislegar myndir.

Knús fyrir nóttina

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frábærar myndir. Nammidæmið var sko ekki komið í mínu ungdæmi. Þá saumaði maður öskupoka

Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 01:13

10 identicon

Flottar furðuverur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:26

11 identicon

Ooooooooooo ég man hvað þetta var gaman. Ég var alvarlega að spá í það að fara í bankann hér á Fráskrúðsfirði í kraftgalla með skóflu (sem starfsmaður bæjarins í snjómokstri) og syngja af því stelpurnar í bankanum hefðu haft húmör fyrir því. Ég hætti við en fór þó í bankann og þar kom grunnskólinn eins og hann lagði sig til að syngja -mikið svakalega var það gaman.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flottar myndir hjá þér. Ég á engar minningar um svonalagað þ.e.a.s. nammi og söng, en pokarnir og spjöldin sem skrifað var eitthvað á, það var sko í mínu ungdæmi.

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Minn var heppinn fór með vini sínum og ömmu hans á nammi rúntinn. Skemmtileg frásögn hjá þér eins og alltaf reyndar, takk fyrir mig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 00:33

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér reiknast til að þú sért álíka gömul og ég unglingurinn þinn! Ég man samt aldrei eftir að hafa sungið fyrir nammi. Við fórum alltaf bara og löfðum í miðbænum yfir hinu og þessu.

...æðislegar myndir!  

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:32

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég gerði þetta bara einu sinni og þá með þessum líka fína árangri, það er ekki hægt að toppa þetta þannig að ég sat heima árin á eftir, enda komin þá í unglingadeild og ekki smart að fara í búning og syngja fyrir nammi hahahahahha.....

Takk allar fyrir skemmtileg koment

Sunna Dóra Möller, 13.2.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband