Hux

öskudagur 010Við Matta erum heima í dag, fengum tölvupóst í gær að það væri streptókokkafaraldur á leikskólanum og hann væri einkennalaus. Þannig að það var brunað á læknavaktina og tekið strok og kom í ljós að hún er með streptókokka og Guð einn veit hvað hún hefur haft þetta lengi vegna þess að hún hefur ekki fundið til í hálsinum og verið hin hressasta. Nú er hún hins vegar komin á lyf en má ekki fara á leikskólann fyrr en á morgun, þá er hún víst hætt að smita.

Þannig að við mæðgur erum bara í rólegheitum og höfum það barasta ágætt! Ég hef verið að lesa smá, halda mér í ritgerðarformi LoL og læt hér fylgja með ljóð sem ég fann í bók sem heitir "But She Said. Feminist Practices Of Biblical Interpretation" eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu, hún er pínu uppáhald þessa dagana Wink!

Contact Lenses.

Lacking what they want to see

makes my eyes hungry

and eyes can feel

only pain

Once I lived behind thick walls

of glass

and my eyes belonged to a different ethic

timidly rubbing the edges

of whatever turned them on.

Seeing usually

was a matter of what was

in front of my eyes

matching what was

behind my brain.

Now my eyes have become

a part of me exposed

quick risky and open

to all the same dangers.

I see much

better now

and my eyes hurt.

Audre Lorde, the black unicorn: Poems.

Eigði góðan dag Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hún er heppin að vera einkennalaus og að þetta hafi fattast!! hafið það sem allra best mæðgur

halkatla, 19.2.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Anna...sömuleiðis

Sunna Dóra Möller, 19.2.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Kolgrima

Það er alveg eins gott að þetta uppgötvaðist - hafið það gott saman í dag mæðgur.

Kolgrima, 19.2.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Streptókokkavesen er þetta hér á Íslandi, ætli við eigum að hætta að drekka mjólk ??  ... Stjúpdóttirin var á heilsukynningu í skólanum í dag og þar var hún heilaþvegin af hráfæðiskonu sem sagði að á mjólk væri beinlínis hættuleg og væri orsök pesta í börnum m.a..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.2.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að batinn komi fljótt.  Kær kveðja til ykkar beggja.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ skottið! vonandi batnar henni fljótlega.

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hún er fjallhress í dag ..... en mamman fékk kvíðakast yfir að hún væri líka með einkennalausa streptókokka og lét taka strok í dag.....betra að vera viss hahahahhaha.....kemur í ljós

bestu kveðjur

Sunna Dóra Möller, 20.2.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband