20.2.2008 | 19:45
Raus!
Ég er svolítið þreytt þessa dagana, veit ekki hvað veldur??? Hugsanlega hef ég um of mikið að hugsa og það að hugsa of mikið og framkvæma minna af því sem að hugsað er um er álag ofan á allt annað !
Kannski er þetta dæmigert febrúar framkvæmdaleysi en ég er orðin svolítið þreytt á þessum vetri og er orðin langeyg eftir vori, vorið er minn besti tími og ég elska upprisustefin sem að blasa við manni út um allt þegar vorar og grænkar. Mig langar í svona tíma núna en ég veit að mér verður ekki alveg að ósk minni ... það er víst ekki hægt að fá allt sem maður vill, á sumum bæjum væru of miklar kröfur, kallaðar hreinræktuð íslensk frekja .
Annars held ég að þreytan mín stafi af því að ég er alltaf að hugsa um og reyna að stjórna hlutum sem að ég hef enga stjórn á. Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég áhyggjukast yfir því að loftsteinn myndi lenda á jörðinni og ég man ég svaf ekki af áhyggjum....! Ég hef fengið sams konar áhyggjur af fuglaflensunni sem að hefur verið viðloðandi fréttir frá því 2004 og ég man að ég var líka farin að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun og fannst það hróplegt óréttlæti að þetta myndi skella á heimsbyggðina á mínu æviskeiði . Ennþá hef ég ekki hafið matarsöfnun en verð samt áhyggjufull öðru hvoru, án þess að geta nokkuð gert eða stjórnað þessu .
Núna hef ég áhyggjur af fjármálamarkaði og íslensku bönkunum.......vegna stöðugra frétta af versnandi ástandi og jafnvel gjaldþroti segja einhverjir erlendir spekingar ..... en ég sem hef aldrei haft áhuga á markaði, er farin að fylgjast með kauphöllinni og lesa viðskipta fréttir alveg markvisst og af miklum áhuga. Þetta er alveg nýtt í mínu lífi og gæti einmitt talist til þessara áhyggja sem að ég bý mér til en hef enga möguleika á að breyta eða bæta því ástandi sem að haft er áhyggjur af .
Gæti verið að ég búi mér til áhyggjur af einhverju sem er svo fjarlægt að ég get engan veginn haft áhrif á þær og um leið tekst mér að bægja huganum frá því sem að raunverulega er innan seilingar og ég get breytt. Eins og til dæmis að klára ritgerðina mína, fara til tannlæknis, fara með Möttuna mína minnstu í kirtlatöku sem að mér hefur tekist fram að þessu að bægja frá mér en á nú að skella á með fullum þunga og mér finnst það óþægilegt. Af því að mér finnst þetta allt óþægilegt þá hef ég frekar feitar áhyggjur að loftsteinum, fuglaflensu og fjármálamarkaði af því að það er utan seilingar og enginn raunhæfur möguleiki á því að ég muni leika stórt hlutverk þegar kemur að þessu þáttum.
Það er alltaf sagt að það eigi að byrja í túninu heima og ég sat í bænastund í Digraneskirkju í gær með unglingum og þá allt í einu uppgötvaði ég hvað er að stoppa mig í að geta hugsað fram á við og það var merkileg lífsreynsla að fá það allt í einu upp í hugann hvað amar að en um leið óþægilegt líka .
Nú þarf ég að spýta í lófana, ég hef sagt það oft áður en núna verð ég. Það eru alla vega ákveðnir hlutir sem að ég get haft áhrif á og þeir eru allir innan seilingar. Málið er bara að byrja og hætta að hugsa fram í tímann statt og stöðugt og einbeita sér að deginum í dag.
Ég þurfti aðeins að rausa í dag, sumir dagar og vikur eru þannig að ég er alveg eins og haugur og þessi er einmitt þannig. Ég er viss um að brátt kemur betri tíð með blóm í haga, málið er bara að hugsa ekki lengra en nefið á sér nær. Ég bíst við að það sé vænlegra til árangurs en að vera alltaf að hugsa langt út í geim og alla leið til baka.......það er ansi þreytandi til lengdar að fara alltaf í það langa ferðalag!
Góða nótt og ekki hugsa of mikið !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 21.2.2008 kl. 08:39 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko hér kemur Jóga gegn kvíða hehehehe.. ... Sko .. þegar börnin eru sofnuð og anda vært, leggstu upp í rúm og andaðu djúpt, anda inn, anda út, anda inn, o.s.frv. .. Þú sekkur ofan í dýnuna eins og steinn, dýpra og dýpra. Slakar á í öllum líkamanum - byrjar á tásunum og hægt og rólega upp í höfuð... Þegar komin þangað lætur þú ljós sem þú finnur fara í gegnum líkamann frá hvirfli ofan í tær zzzzzz ... Framhald síðar.. zzzzzzzz.....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2008 kl. 20:45
Jóga gegn kvíða......nú fór ég að skellihlægja.....Takk Jóhanna, þú ert frábær !
Sunna Dóra Möller, 20.2.2008 kl. 20:51
Er þetta ekki bara dæmi um að þú sért bara ósköp eðlileg, hafir stundum áhyggjur af sumu og stundum ekki, birtan á misgreiða leið inn í hugarfylgsnin. Best er bara að viðurkenna ófullkomleikann og jafnvel reyna að njóta óvissunnar. Gangi þér vel með skrifin - as usual - mín kæra
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:40
Það birtir með hverjum deginum Gangi þér vel með skrifin og öll þín verkefni, það er heilmikið mál að reka fjölskyldu og vera í námi.
Kolgrima, 21.2.2008 kl. 00:14
Góðan dag, mér var sparkað út úr rúminu í morgun af fimmáringi (stjúpsyni) .. klukkan 6! .... Nú er gærdagurinn liðinn og bara dagurinn í dag kominn! .. er svo bullandi spræk annars í sykurleysinu (dagur 10 - örugglega óþolandi)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.2.2008 kl. 08:22
Góðan daginn ...takk fyrir hlý orð allar saman !
Mér var sparkað fram úr af vekjaraklukku.....allir á þessu heimili til í að kúra lengur ! Ég þarf greinilega að prófa sykurleysi ....það virðist vera hafa góð áhrif, annars borða ég ekki mikinn sykur...eiginlega bara lítinn og öðru hvoru !
Eigði góðan dag
Sunna Dóra Möller, 21.2.2008 kl. 08:34
Elsku Sunna Dóra mín, ertu er til vill í meyjarmerkinu ? Við erum svona viðurkenndir áhyggjupúkar, en þreytan getur verið vegna þess að nákvæmlega núna er farið að gæta í kroppnum á okkur sólarleysið, þú ættir því ef til vill að ná þér í vítamín, gospillur eru góðar, C og D vítamín ættu að gera trikkið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:25
Æ hvað þetta er sætur en sannur pistill hjá þér. Þetta er soldið sonna lífíð í hnotskurn og alltaf eflist maður við hverja reyunslu hvort sem hún er lítil eða smá. Gangi þér vel Sunna Dóra í hverju sem þú ákveður næst að taka þér fyrir hendur.
Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 23:36
vona að þú sért hress í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:59
Gangi þér vel Sunna Dóra. Galdurinn er greinilega að hugsa ekki svona mikið Spurning að hafa hugsanaföstu einu sinni í viku.
krossgata, 24.2.2008 kl. 13:35
Þekki allar þessar áhyggjur og fleiri til. En við höfum bara daginn í dag, til að byggja nýja fortíð og leggja grunninn að fallegri framtíð. Saknaði þín og þakka kveðjurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:09
Of mikið HUX er ekki gott.Nema það sé jákvætt HUX
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:32
Sæl Sunna, ég hef hef ekki verið góð bloggvinkona, er sjálf búin að vera í miklum innvíðispælingum og hef bara heimsótt einn og einn af og til, og ég vildi bæta úr því með því að heimsækja þig hér í dag. Eftir að ég las þetta "hux" þitt þá fékk ég hugskot sem tengist ritningunni þó ekki nein sérstök ritningargrein frekar svona bland í poka. það er á þessa leið.
"það er sama hvað gengur á þessum heimi okkar, við sem trúum eigum örugg skjól í náðinni og friðinum sem er í okkar elskaða frelsara Jesú Krists, við verðum að muna að hann boðar okkur að velta okkur ekki upp úr það sem er heimsins því það er á hraðferð inn í fortíðina sem skiptir engu þegar við skoðum loforð frelsarans um framtíðina og þá von sem við eigum í trú okkar á hann."
Þetta er nákvæmlega það sem ég hugsa þegar ég sé neikvæðar fréttir um fjármál og svoddan, það þjónar engu, tréð mun falla þar sem það fellur en Guð er kletturinn sem við stöndum á og hann er stöðugur í sínum kærleika og visku.
Knús og upprisan og hátíð hennar er handan við hornið, fyrr en varir sjáum við páskaliljur og hækkandi sól, er lífið ekki dásamlegt loforð.
Linda, 28.2.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.