Bloggstraff!

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama Whistling. Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.

Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.

Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr Cool......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili CryingCrying!

Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" Halo.......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.

Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...ShockingInLove), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....PoliceW00tAlien!

Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!

Lof jú gæs Heart!

Sunna Dóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel í bloggfríi Sunna Dóra mín og því sem þú ert að bardúsa í, enginn hætta á að ég hendi þér út mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt bloggfrí, gleðilega páska, gleðilega ritgerðarsmið og hamingjusamt líf! .. ... þangað til þú byrjar að blogga aftur og auðvitað eftir það líka hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.3.2008 kl. 13:51

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel að klára ritgerðina vinkona. Hlakka til að heyra meira frá þér.

Helga Dóra, 4.3.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vertu dugleg og komdu aftur með góðri samvisku.  Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hello  Hello Hello 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér dytti ekki í hug að henda þér út. Komdu bara sem fyrst aftur inn.

Gaman að heyra frá þér. 

Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 23:15

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki ætla ég að henda þér út (veit ekki hvort ég er í einhverju uppáhaldi hjá þér) en gangi þér vel og hlakka til að "sjá" þig aftur

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk allar mína frábæru bloggvinkonur, ég er strax farin að fá blogglöngun á ný..... ég vissi að það er hættulegt að lýsa yfir bloggstoppi.....!

Þið erum allar sannarlega uppáhalds......eins og allir mínir bloggvinir eru, sem ég les eins og oft og ég get! Takk fyrir mig og að skilja eftir ykkur svona hlýjar athugasemdir !

Sunna Dóra Möller, 5.3.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel með ritgerðina skvís.  Svo stutt síðan ég kláraði mína að ég man vel þetta stress og eins áráttuna að fara að gera ehv allt annað en að skrifa og lesa heimildir

Dísa Dóra, 6.3.2008 kl. 09:33

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gangi þér vel í bloggfríinu eða bloggstraffinu   Stundum þurfum við að fara frá þessu, eins og ég er búin að gera, en þá aðallega út af því að flensa gerði mér ekki kleift að sitja fyrir framan tölvuna og skrifa eitthvað af viti

Verðum í bandi þegar þú kemur aftur. Kveðja og knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Linda

Linda, 6.3.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Kolgrima

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvað þú værir að gera! Gott að heyra frá þér. Gangi þér sem allra best með ritgerðina

Kolgrima, 7.3.2008 kl. 00:05

14 identicon

gangi þér vel kæra bloggvinkona. - ég skil þessa ákvörðun vel en hlakka til að sjá þig síðar hér á blogginu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:10

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef sjálf ekki verið í sem bestu ásigkomlagi hvað varðar bloggið - eeen ég sé að fljótt minnkar gestakoman ef ég er ekki síbloggandi og sí og æ að kommentera á aðra! En svona er víst bloggheimur. Knús á þig og gangi þér vel.

Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:12

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert aldeilis stapil í bloggstraffinu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2008 kl. 21:15

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þekki þetta... maður verður bara að kúpla sig út til að koma einhverju í verk. Gangi þér vel með ritgerðina!

Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:41

18 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gangi þér vel með ritgerðina

Treysti því að fá að lesa helling af skemmtilegum færslum frá þér þegar bloggfríinu lýkur. 

Björg K. Sigurðardóttir, 17.3.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband