hmmmm.....

Það er að ákveðnu leyti merkilegt að snúa aftur í bloggheima eftir langt frí. Það er gott að snúa aftur og lesa gömlu góðu bloggvinina, sjá að það hefur lítið breyst þar, enn er bloggað um menn og málefni...settar inn krúttlegar myndir og margt fleira skemmtilegt. Það er einnig gaman að fá skemmtileg og hlý koment og eiga þannig heilbrigð samskipti rétt og eins og maður myndi eiga við fólk ef að ég myndi hitta það á förnum vegi. Mér finnst gott að eiga heilbrigð og góð samskipti við fólk, þá gildir einu hvort að það er í gegnum tölvu, síma eða feis tú feis. Ef að ég á slæm samskipti við fólk, þá líður mér ekki vel og fer öll úr jafnvægi vegna þess að slæm samskipti koma róti á hugann og draga einbeitinguna að þessu sem er slæmt og vont, frá því sem er uppbyggjandi og gott!
 
Ég hef aðeins verið að skoða blogg í morgun og sérstaklega þau sem að snúa að nafnleysinu og virðingu milli fólks í skoðanaskiptum á netinu og ég verð að viðurkenna að ég verð oft hálf hvumsa yfir sumum skoðunum og réttlætingum á því að segja ljóta hluti við fólk og um fólk. 
 
Mér finnst ekki eðlilegt að eiga í samskiptum við fólk á netinu á þann hátt að þú getir látið allt flakka. Það er ekki hægt að flagga málfrelsinu á þann hátt að allt er leyfilegt. Mér finnst einhvern veginn að þegar maður skrifar eitthvað þá eigi maður að sjá það fyrir sér að maður gæti sagt það sem skrifað er við manneskjuna persónulega og staðið þannig með þeirri skoðun sem skrifuð er. 
 
Eflaust eru margir ósammála mér, ég er ekki að mæla með ritskoðun heldur að maður gæti þeirra lífsreglna sem að gilda almennt í samskiptum manna á milli þó að setið sé fyrir framan tölvu þar sem enginn sér mann. Ásókn í slæmar tilfinningar eru bara ekki hluti af því sem að ég kýs að taka þátt í, þess vegna nenni ég ekki lengur að blogga um trúmál t.d. þó að þau eigi hug minn allann á hverjum degi. Það er eflaust fólk þarna úti sem finnst ég framkvæma ofbeldisverk á hverjum degi í barnastarfi kirkjunnar þegar ég fræði börn um trú og segi þeim að Guð sé til...alla vega í mínum huga. Ég gæti tekið það inn á mig og geri það stundum þegar fólk tjáir sig um kirkjuna og presta eins og ofbeldisfólk sé að ræða! Ég hef sé slæmar hliðar á kirkjunni og einnig svo dæmalausa fegurð að ég verð orðlaus. En af hverju að bjóða sig þannig upp til umræðna ef að maður kemst hjá því. Þess vegna tjái ég mig ekki um þetta lengur og tek ekki þátt  í umræðum annars staðar um trúmál.......vegna þess að hvergi annars staðar hef ég séð umræðu verða hatrammari og persónulegri en einmitt þegar rætt er um trú, kirkju og presta.
 
Ég er kannski gunga að demba mér ekki lengur í djúpu laugina og taka þátt í þrætunum, en þegar orðræðan er eins og hún er......þá er betra að einbeita sér að einhverju uppbyggilegra! 
 
Ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt en stundum er gott að rausa aðeins og koma því frá sér sem að fer fram í hausnum Cool!
 
Kannski skrifa ég um trúmál seinna.....þegar ég hef eitthvað krassandi fram að færa...........koma tímar en í dag er það ekki heillandi!
 
Eigiði góðan dag Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta bloggi sem var lokað var ekki undir nafnleysi, plís hættið að gera nafnleysið að blóraböggli fyrir þá sem geta ekki staðið fyrir máli sínu.
Fáránlegt þetta úlfur úlfur endalaust.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Tala ég einhvers staðar um nafnleysi hér í færslunni...ertu nokkuð orðinn eitthvað nojaður kæri DrE! Versta skítkastið og níðið sem að ég hef séð er frá manneskju með nafn og allt ! Enginn úflur á ferð hér

Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, Doktorinn í vörn, kannski ekki skrýtið, hann er orðinn blóraböggull á Stöð 2.

Sammála, sammála, SD.  Sumar trúarbragðasíður forðast ég eins og heitan eldinn.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: halkatla

yndislegt að fá þig aftur í bloggheima

halkatla, 22.4.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þeinkjú....gott að  vera komin aftur !

Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jenný: Það verða svo margir blórabögglar til í svona umræðu, en þegar mar er í þeirri stöðu þá er svo erfitt að líta í eigin barm.........miklu auðveldara að horfa á vonda heimin í kringum sig ! Knús til baka

Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 14:00

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:44

8 Smámynd: Helga Dóra

Ég er ekki hlynnt því að fólk sé að drulla yfir mann og annan á bak við einhver "nikk"    Langar til að vera þannig að ég segi bara það sem ég get sagt beint við manneskjuna.... Takst ekki alltaf þegar maður er svona "saumaklúbbskella" eins og ég.... En batnandi fólki er best að lifa er það ekki??

Gott að fá þig aftur í bloggheiminn 

Helga Dóra, 22.4.2008 kl. 22:49

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Welcome back!  Held að DrE hafi saknað þín mest allra!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Gott að fá þig aftur á bloggið og ég er alveg sammála þér að fólk á ekki að láta sé detta í hug að verja dónaskap með málfrelsi.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.4.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegt að fá þig aftur.

Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband