Ein hressandi færsla um notkun viðtengingarháttar :-)!

Eins og kom fram hér fyrr í vikunni á þessum ritmiðli, þá ætla ég bara að blogga um gáfulega hluti enda spekin ein af mínum mörgu kostum og ekki í kot vísað þegar að mér kemur og gáfum Whistling!

 

Í dag er mér ansi hugleikið að ræða um notkun viðtengingarháttar í skrifuðum texta...ekki vegna þess að mér datt allt í einu í hug út í bláinn að ræða um viðtengingarhátt, heldur vegna þess að ég er að prófarkalesa efni út ritgerðinni minni og allt í einu fannst mér eins og ég hefði ofnotað viðtengingarháttinn þegar ég er að vísa í fræðimenn (ég veit að fólk er að deyja úr spennu núna vegna þess að þetta er svo skemmtileg færsla). 

 

Ég ákvað að kanna málið betur til að ég gerist ekki sek um ofnotkun á þessum tiltekna hætti og ætlaði að leyta uppi setningafræðina gömlu eftir Björn Guðfinnsson sem að ég lærði í hinum lærða skóla, en hún er týnd og kunnáttan í setningafræði með henni (sumir eru við það að æla af spennu vegna þess að nú er skemmtunin að ná hámarki)! 

 

Þannig að nú eru góð ráð dýr og ég gríp til þess örþrifaráða að auglýsa eftir sérfræðingi í notkun viðtengingarháttar til að segja mér nákvæmlega hvenær ég nota viðtengingarhátt og hvenær ekki, má líka henda inn mun á beinni og óbeinni ræðu....þar sem ég segi aldrei neitt óbeint,  þá er það eitthvað á reiki líka! Alltaf best að vera hreinn og beinn í baki, ekkert að bogna neitt og lenda á óbeinu brautinni því það er eitthvað svo lítið hressandi!

En nóg í bili af svona skemmtilegu málefni sem ég veit þið hafið haft gaman af...Cool!

Njótið dagsins...ég ætla alla vega að reyna Heart!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

áts þetta var nú skemmtileg færsla......get ekki beðið eftir næstu vona að hún verði í sama dúr.......hahahahaha

kveðja Hulda Lind

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 23.4.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég veit.....ég er með nóg af svona skemmtilegum hlutum í handraðanum til að fjalla um....er með mótvægisaðgerðir gegn leiðinlegri trúmálaumræðu og ritskoðunarmálum sem fer alltaf úr böndunum á þessu bloggmiðli.....og hvað er best til þess fallið annað en hressandi umræða um íslenskt mál !

Gaman að sjá þig hér annars og ég vona að þú hafi það gott !

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á að drepa mann úr leiðindum svona snemma morguns?  Þú ert krútt, ég veit ekki einu sinni hvert þú ert að fara.

But I love you anyways

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég hef verið (ég er í) í strangri atferlisþjálfun hjá sjálfri mér að nota helst beina þátíð og beina nútíð þar sem því verður við komið. Markmiðið er að samsettir sagnhættir fái ekki að nærast á minni prentsvertu nema hjá því verði ekki komist. En það er eins með mig og þig, fyrrum átti ég falleg gull/nú er ég búin að brjót' og týna, og man ekki lengur hvað er hvað nema það sé bein nútíð eða þátíð. Svo það er kannski skýringin.

Fann hér kennslu um viðtengingarhátt fyrir þig. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:20

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ólöf ! gleði...gleði ! Nú fer ég að stúdera viðtengingarhátt...segið svo að bloggið virki ekki fínt !

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband