23.4.2008 | 09:57
Sjitt
Ég sá mér til skelfingar að kristileg stjórnmálasamtök eru vöknuð til lífsins á ný eftir langan svefn og búa sig nú til baráttu! Um mig fer smá hrollur og spurning um að flýja af hólmi áður en að þeir fara að láta að sér kveða með orðsins brandi hér á blogginu.
Ég vil að þessu tilefni minna á mótvægisaðgerðirnar mínar gegn svona umræðu af því tagi sem að birtist á umræddri síðu og vísa í færslu mína hér fyrr í morgun um notkun viðtengingarháttar !
Góðar stundir!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha hér á íslandi?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:16
Ammm....hér á blogginu (vil þó taka það fram að um mínar skoðanir er að ræða á þessu fyrirbæri og þær þurfa svo sannarlega ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar ) Held að slóðin sé krist.blog.is eða eitthvað svoleiðis!
Sumum finnst þetta án efa þarft framtak...ég set smá spurningarmerki stjórnmálaflokk og kristna trúariðkun undir einum og sama hættinum. Held að Jesús hafi ekki verið að stofna stjórnmálaflokk á sínum tíma...enda friðarins maður! En það er bara mín sérviska. Mér finnst pólitík ekkert mjög friðsamleg !
bkv.
Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 10:21
Vandamálið er hver það eru sem slá sig sjálfa til riddara sem framverði kristinnar trúar. Stjórnmálaflokkur sem hefði kristilegt siðgæði að leiðarljósi (eins og ég og fleiri skiljum það - elska náungann eins og sjálfan sig) væri örugglega ágætur kostur. EN því miður eru svo margar túlkanir á kristilegu siðgæði að það gæti orkað tvímælis að hafa það að grunni að kalla sig kristilega vinsri græna, eða kristilega hægri bláa, eða whatever ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 10:30
Algjörlega sammála Jóhanna, enda er ég fylgjandi kristnu siðgæði í sinni hógværu, fallegu og auðmjúku mynd !
Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 10:34
Fyrirgefið á meðan ég hendi mér í vegg
Nú blótaði ég hressilega, öll þau blótsyrði sem ég kann. Það er heilagleikajöfnun.
Guð forði okkur frá pólitískum trúarnötturum.
Í friði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 10:45
Amen
Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 10:58
pées....þeir munu örugglegs segja okkur að samkynhneigð sé synd og að konur sem fari í fóstureyðinar séu morðingjar (sjáið ég notaði viðtengingarhátt í þessari setningu alveg án þess að hika ) Allt nýjar fréttir, ó já!
Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 11:06
Þú veist að stefna kristinna manna er að minnka notkun á viðtengingarhætti og óbeinni ræðu. Flokkurinn ætlar að leggja sitt af mörkum í að breyta heiminum til hins betra og ég sé ekki annað á kynningu þinni á sjálfri þér að það sé (viðt.h.) einnig þín stefna!
Ertu þá ekki bara hrædd við þá sem eru þér sammála? Eða óttaastu kristið framboð af því að músarhjarta býr í þínum barmi?
baráttukveðja
Snorri í betel
snorri i betel (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:29
Sunna mín! Við verðum að fara að berjast aftur og hrekja þessi samtök í burtu
p.s. Snorri ætti nú lítið að vera að segja um hjarta annarra! Hann vill ekki ÖLLUM vel það er ábyggilegt og þannig maður getur ekki gert neitt fyrir heiminn - AMEN
Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:49
Ég get ekki fallist á það að Kristnin geti eignað sér það siðgæði sem viðhaft er hér á vesturlöndum.
Fær má fyrir því veigamikil rök að kristnin hafi í gegnum tíðina innlimað almennt siðgæði og sett fram sem sitt.
Dæmi:
Boðorðin 10 eiga í raun ekkert skylt við trú, fyrir utan fyrstu 2, heldur eru þau almennar umgengisreglur manna á meðal (siðgæði). Rannsóknir sýna hinsvegar að þau eru afrituð beint upp úr dauðabók Egypta. (um 5000 BC).
Tilgangur trúar í fornöld er augljós þ.e. að koma lögum yfir stóran hóp fólks... hafa stjórn á lýðnum, reyna að útskýra umhverfi okkar og síðast en ekki síst minnka hræðslu við dauðann.
Núna höfum við stjórnmál til að stjórna lýðnum og vísindi til að útskýra fyrir okkur umhverfi okkar. Eru þá trúarbrögð ekki óþörf?.... Nei því miður hræðsla okkar við dauðann er enn til staðar og því munu trúarbrögðin líklega lifa enn um sinn.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:32
Snorri: Ég er með ljónshjarta og óttast ekki fólk sem er mér sammála heldur eru það eðli málsins samkvæmt frábært fólk sem að er sammála mér....hvernig getur annað verið!
Margrét: Það er sannarlega margt að berjast gegn, ég sé það eftir bloggfríið !
Halldór:Takk fyrir þitt innlegg þó að ég sjái ekki alveg hvernig það tengist umræðunni?? En stundum er ég lengi að fatta !
Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 16:14
Sæl Sunna.. var bara að kommentera á þessa setningu hjá þér:
Algjörlega sammála Jóhanna, enda er ég fylgjandi kristnu siðgæði í sinni hógværu, fallegu og auðmjúku mynd !
Gangi þér vel í guðfræðinni og megir þú komast sem næst sannleikanum. Sem næst sannleikanum segi ég vegna þess að alger sannleikur er vart til, frekar en Guðinn þinn Jhw og Jesú.
Lifið heil og láttu vera að breyta heiminum ef þú trúir enn á Guð eftir Guðfræðina
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:22
Það er í góðu lagi að komentera á þetta hjá mér, stundum er ég lengi að fatta eins og ég sagði, málið er að ég myndi aldrei halda kristnu siðgæði fram sem hinu eina rétta og sanna, veit að almennt siðgæði þrífst í fleiri trúarbrögðum og líka án þeirra. Lít á hið kristna sem bara eitt af mörgu og það sem að ég kýs að fara eftir!
Býst við að ég muni reyna að breyta heiminum með guðfræðinni, á þó ekki von á stórum árangri nema kannski ef ég er heppin , að ég nái að hafa áhrif á fólk sem að stendur mér næst! Ég er því miður ekki með stóra messíasarkomplexa þegar kemur að bættum heimi !
kveðjur!
Sunna Dóra Möller, 26.4.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.