25.4.2008 | 15:56
Skrýtinn dagur!
Sumir dagar eru eitthvað svo skrýtnir og dagurinn í dag er einn af þeim. Er eirðarlaus, með athyglisbrest og valkvíða! Mér tókst þó að koma yfirliti saman sem ég þarf að senda vegna embættisgengisins sem ég vil hafa ef að í mér leynist klerkur sem vill komast út í dagsljósið ! Ég finn bara að ég er eitthvað svo uppgefin eftir síðustu vikur, enda búin að upplifa töluvert álag af ýmsum ástæðum og finn að uppsöfnuð þreyta er að koma fram núna og það er óþægilegt vegna þess að ég þarf að gera fullt, skrifa fullt og vinna fullt, svo ég tali nú ekki um þrif á þessu heimili....já ég þarf að skúra ! Æi....þetta er einn af þessum dögum þar sem margt er ómögulegt og allt óyfirstíganlegt!
Vonandi verður morgundagurinn meira hressandi! Góða helgi, kem með ofurkátafærslu á morgun ef Guð lofar, þangar til eitt stórt geisp til ykkar !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða helgi það er ávallt erfitt að missa ástvin
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:10
Ég ætlaði alltaf að vera sú fyrsta sem þú giftir svo að þú verður að láta mig vita..... Gæti prófað þetta "allt er þá er þrennt" er ef þú verður séra Þú ert hetja..... Takk fyrir fögur orð í minn garð. Mér þykir vænt um þig og er þakklát að við fengum að ganga þessi skref saman.....
Helga Dóra, 25.4.2008 kl. 18:04
Vona að morgundagurinn og helgin verði ljúf og gefandi. Gleðilegt sumar og takk fyrir ljúf kynni í vetur einn snúning, það léttir lundina
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 20:44
Knús í nóttina elsku Sunna!
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 21:52
Embættisgengi
Á þessari mynd er embættisgengi
Nei annars, grínlaust, hér er sá hópur djákna- og guðfræðikandídata sem herra biskup Karl Sigurbjörnsson vottaði offísíallt að væru nú embættisgengir í dómkirkjunni í Reykjavík þann 26. júní sl. Á myndinni eru og ýmsir sem stóðu að starfsþjálfun þessa hóps.
Nú geta þeir sem hafa mannaforráð djákna og presta hér í heimi valið sér sauði úr þessari hjörð - ekki fara bara eftir útlitinu, please - þessi þarna í efri röð annar frá vinstri er t.d. ágætur maður og verður vafalaust fyrirmyndar djákni. Það vantar karla í þá stétt.
Ég bara mátti til. Embættisgengi er ekki allt. Það verður að vera eftirspurn eftir manni. Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér síðan ég þjónaði Hólamönnum (með sóma) í fyrra. En gangi þér allt í haginn Sunna!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 04:18
knús á þig Sunna, hef ekki notað embættisgengið mitt ennþá neitt af viti, en aldrei að vita hvað ég geri þegar ég er orðin stór! Gangi þér vel.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.4.2008 kl. 09:26
Takk allar !
Takk Brynjólfur, ég veit að embættisgengið er sannarlega ekki allt og stundum er framboðið meira en eftirspurn þegar kemur að embættum kirkjunnar! Þetta er annars ansi góð mynd af ykkur ! Gangi þér sem allra best og ég held að þú yrðir góður djákni, það er alla vega mitt álit og nauðsynlegt að fjölga karlmönnum í þeirri stétt! Verst að mér finnst einhvern veginn eins og djáknastöður séu aldrei aulýstar......man ekki í svipinn eftir augýsingu eftir djákna til starfa !
Jóhanna: Ég veit ekki heldur hvort að ég noti mitt embættisgengi ef að ég fæ slíkt! Mér finnst svo erfitt að verða stór og taka ákvörðun um þetta allt. Vil samt hafa það ef að ég skyldi þroskast alltí einu og finnast ég tilbúin til að axla þessa ábyrgð.....! Stundum er erfitt að verða stór !
Helga: Ef að þú vilt bíða enn um stund....og kannski lengi hahahahahaha......þá getur allt gerst !
Takk þið öll fyrir innlegg og hlýju og góðan daginn til ykkar allra, sem lýtur út fyrir að vera bara ágætur....alla vega svona í fyrstu sýnSunna Dóra Möller, 26.4.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.