Tími!

tímiMér finnst stundum svo merkilegt hvað tíminn getur verið afstæður. Ég hef yfirleitt frekar mikið að gera og síðustu vikur hafa verið þannig að ég hef haft of mikið að gera, átt erfitt með að forgangsraða og lent í örlitlu stjórnleysi með tímann minn. Það versta sem að ég lendi í er að hafa lítinn tíma og vera á hlaupum. Þá fer blóðþrýstingurinn upp úr öllu og ég verð andstutt með hjartsláttatruflanir W00t! Fyrir svona 10 dögum síðar myndaðist smá rými og ég fékk smá aukatíma. Ég fór að lesa yfir ritgerð og sendi efni meira að segja frá mér, klöppum fyrir því.....aftur Wizard og ég gat farið að blogga á ný. Mér finnst gott að hafa smá rými í lífinu til að gera það sem ég þarf og mér finnst erfitt þegar verkefni sem eru brýn eru farin að sitja á hakanum af því að ég hef tekið að mér of mörg verkefni. Núna finn ég að tíminn er að minnka aftur og ég þarf að fara að setja ákveðið verkefni á hilluna sem að ég var ný farin að líta í á ný vegna þess að ég fékk aukatíma. Ferming einkasonarins er framundan og ég er ekki einu sinni búin að ákveða aðalréttinn GMG....ég á eftir að baka, kaupa serviettur, kerti, dúka, fara í litun og plokkun, klippingu og ég veit ekki hvað og hvað! Kona verður jú að vera glæsileg þegar barnið hennar er fermt. Það er sjálfsagt mannréttindamál Police. Nú er mamma mín á leiðinni og við ætlum að fara yfir það sem þarf að gera, semja strategíu og leggja úr höfn! Næst þegar tíminn verður nógur, þá sný ég mér að verkefninu sem er alltaf síðast í forgangsröðuninni LoL!
 
Tjussss......hevanæsdei Heart!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Megi undirbúningur fermingar renna hjá ljúflega og án þess að þú verðir vör við það.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Helga Dóra

bissí bissí bíbí.......... Vona að undirbúningurinn gangi vel....... Þú verður auðvitað glæsileg eins og alltaf......

Helga Dóra, 29.4.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel með undirbúninginn og betra er nú alltaf að mamma sé einhversstaðar nálæg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er greinilega nóg að gera hjá þér kona! gangi þér vel með undirbúning og fermingu.....................................mikið er ég fegin að vera búin að þessu í ár.

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jenný: Það væri óskastaðan....að ég verði ekki vör við neitt...ég lifi draumi hahahaha

Helga: ég er bissí bý.....ég er alltaf glæsileg...sérstaklega þegar ég vakna á morgnana !

Ásthildur: Það er gott að eiga góða mömmu að og ég er sérstaklega heppin þar !

Huld: Takk.....mikið skil ég þig að vera fegin að vera búin...hef smá magapínu yfir þessi öllu !

Annars er að sjálfsögðu gaman að ferma og eitthvað sem að mér er ljúft og skylt....þó að ég sé pínu stressuð!  

Sunna Dóra Möller, 29.4.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég las góða ábendingu í pistli í tuttugu-og-fjögurra-stunda-morgun-frétta-blaðinu:

Fólki tekst skammlaust að skella í eina útför með litlum fyrirvara og því ættu fermingar að vera lítið mál. Hér er tækifæri fyrir prestsfrúna að brillera í jarðtengingu.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.4.2008 kl. 17:24

7 identicon

Gangi þér vel prestfrúarkrúttið mitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband