Stundum er ég svo mikill smáborgari!!

HómerÉg er ný búin að uppgötva nýju Hagkaupsverslunina í Holtagörðum. Skaust þar inn í fyrsta skipti um daginn til að kaupa sumargjafir handa stelpunum, ekkert fansí, pansí hér á bæ, í kreppunni!! Bara hefðbundnar sumargjafir, fata, skófla og stórar gangstéttakrítar Wizard!
Nú þurfti ég að fara aftur áðan og vitiði að ég elska flottar matarbúðir, ég stóð sjálfa mig að því að ganga í rólegheitum milli matarhillanna og skoða allt matarúrvalið og njóta þess bara að spá og spuklera hvað það væri mikið til af flottum og girnilegum mat! Sumir fara í fatabúðir og skima, ég hef gaman af því að fara í matarbúðir og skima og ég segi hér og skrifa, þessi matarbúð er flottust LoL
 
Ég kíkti í framhaldinu inn í Jóa Fel, bara til að skoða allt flotta brauðið og allar flottu kökurnar sem eru til (semégmáekkiborðamegrunmegrunmegrum) Wink!
 
Þegar ég settist út í bíl, varð mér hugsað að ég væri algjör úthverfahúsmóðir og pínu smáborgari! Hver fer í Hagkaup, bara til að skoða mat.....það skalt tekið fram að ég keypti ekki eins og eina mjólk....ég bara skoðaði Blush!
 
En ég er annars bara góð, helgarfrí framundan á kærleiksheimilinu, enginn sunnudagaskóli, engin messa...bara frí LoL! Það hefur ekki gerst síðan í febrúar, þannig að þetta er kærkomið og við ætlum að njóta þess í botn og vera slök út á kantinn með fullan bíl af tónlist!
 
Sunna kveður!! 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska líka flottar matvöruverslanir, en eitt get ég sagt þér, að það er ekki séns að ég færi inn án þess að kaupa.  Fyrr frysi í helvíti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 13:43

2 identicon

Ég fer aldrei í búðir til þess að skoða, mér leiðist búðarráp óendanlega mikið

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég fer líka sjaldan inn í búð án þess að kaupa og hefði eflaust gert ef að það væri ekki 30. apríl og ég að bíða efitr mán.mótum ! Guð blessi mánaðarmótin !

DrE....ekki einu sinni veiðibúðir, fótboltabúðir eða smíðabúðir

Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið mjög ódýr og sparandi skemmtun Sunna Dóra mín.  Ég hugsa að ég myndi frekar vilja skoða matvæli í búð en fatnað.  Leiðist ógurlega að kaupa föt. 

Njóttu þín í botn elskuleg yfir þessa frídaga

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 17:44

5 Smámynd: halkatla

mér finnst þetta bara kúl - þarsem ég bý núna eru hræðilegar búðir með engu úrvali og fáu sem mig vantar (ég er ótrúlegur gikkur sko), mér líður einsog ég hafi verið að keppa í survivor þegar ég kem í Hagkaup

halkatla, 30.4.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ásthildur !

Anna: Þú þarft að koma reglulega í Reykjavík city og birgja þig upp ...tek að mér leiðsögn um Hagkaup í Holtagörðum !

Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Helga Dóra

Þetta er svaka flott búð... Gleðilegt helgarfrí kærleiksfjölskylda og takk fyrir bloggið á blogginu Ég var alveg að ná þessum boðskap...

Helga Dóra, 30.4.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fór inn í þessa Hagkaupsverslun um daginn, en skoðaði bara dót og barnaföt! .. Keypti líka dót og barnaföt, by the way, fyrir ömmubarnið. Fattaði ekki fyrr en ég var komin útí bíl að það hefði verið matur þarna líka! ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.5.2008 kl. 17:21

9 identicon

Það er gott að vera í fríi eftir vinnutörn.Ég verð væntanlega í helgarfríum meira og minna í sumar og svo byrjar allt á fullu þegar vetrarstarf kirkjunnar fer í gang.Já og mér finnst frábært að rölta um matvörubúðir þangað til ég sé verðið á öllu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:03

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála þér - þetta er flott búð! Bara vonandi að það haldist, mér finnst búðir vera allt of fljótar að drabbast niður, því miður!

Knús á þig og þína, frábært að þú ert byrjuð aftur í bloggheimum!

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband