27.5.2008 | 17:25
Tölvumál komin í lag!!
Það er bróður mínum að þakka að nú sit ég og blogga á mína tölvu og ég get sett kommur á rétta staði! Það er sannarlega gott að þessi mál eru komin í lag og ég get nú einhent mér í verkefni sem hafa setið á hakanum á meðan tölvan var að reyna að gera það upp við sig hvort hún ætti að hrynja eða ekki ! Hún ákvað að sleppa því að hrynja og nú er hún ný straujuð og fín með yfirnóg af vinnsluminni þannig að nú get ég troðfyllt hana af drasli alveg upp á nýtt !
Annars er ég bara nokkuð góð þessa dagana, ég er byrjuð að lesa aftur eftir smá hlé og á borðinu hefur verið þessa síðustu daga mastersritgerð Sr. Bjarna Karlssonar sem heitir "Gæði náinna tengsla. Leit að viðunnandi lágmarksgildum fyrir kristna kynslífssiðfræði" og er alveg hreint stórkostleg lesning! Lestur þessarar ritgerðar fékk mig til að fara að lesa meira í kristinni kynlífssiðfræði og hef ég verið að glugga í greinar um misnotkun kirkjunnar manna á valdi almennt og síðan hef ég verið að skoða grein um hjónabandið þar sem að talað er um það sem valdatæki! Mikið finnst mér gaman að svona lestri og mikið líður mér vel þegar ég er að grúska í svona hlutum, ég finn að ég þarf á þessu að halda að lesa og vera að velta vöngum yfir þessum hlutum! Ég hef svo óendanlega gaman af þessum fræðum innan Guðfræðinnar, sérstaklega sem að lýtur að kynjafræði, siðfræði og svo uppáhaldið mitt Nýja testamentisfræðin en ég er að byrja að grúska í viskuhugmyndum ítengslum við kvenkynsveruna Sófíu og Jesú eins og hún birtist í Jóhannesarguðspjalli! Þannig að þið sjáið að það er stöðugt rokk og ról hjá mér og ég er að komast aftur af stað eftir ansi langt stopp! Hver veit nema ég bloggi svolítið um vald í tengslum við embættismenn kirkjunnar almennt og jafnvel í tengslum við hjónabandið líka ef að vel liggur á mér á næstunni. Hugmyndin og hugtakið "vald" er mér ansi hugleikið þessa dagana eftir lestur ofangreindra rita og má vera að ég setji fram hér smá pistil við gott tækifæri ! Það er gott að ögra sjálfum sér stundum og takast á við hluti sem að fá mann til að hugsa út fyrir rammann !
Ég bið að heilsa í bili mín kæru, sí jú sún!
sunna!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vald-embættismenn-prestar-OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 17:40
Þetta er hressandi blanda.....en þessi grein lýtur líka að þeim sem að taka sér leiðtogahlutverk almennt í söfnuðum og hér getur verið átt við hina frjálsu söfnuði einnig.....og þá er talað um hvernig hugmyndir um vald sem sá einstaklignur hefur sem velst til ábyrgðastöðu innan safnaðar, þá er átt við hugmyndir sem að hann hefur áður en að hann tekur við leiðtogahlutverkinu og geta komið fram í samskiptum hans/hennar við safnaðarmeðlimi síðar meir.....hér var mér hugsað til Guðmundar í byrginu og hvernig hans greinilega brengluðu hugmyndir um vald fóru með honum inn í leiðtogahlutverkið og þaðan út í misnotkun á meðlimum safnaðar sem hann bar ábyrgð á!! Þetta er svo áhugavert að ég hreinlega verð að gera færslu um þessa grein !
Sunna Dóra Möller, 27.5.2008 kl. 17:47
Velkomin aftur á bloggið kæra Sunna, er sjálf á haus í vinnu núna
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 21:21
þín var svo sárt saknað! sérðu allt dramað sem hefur gerst á mínu bloggi meðan þú varst í burtu? úfff
en nú brosi ég af kæti
halkatla, 27.5.2008 kl. 22:25
Til hamingju med afmaelid Sunna, eg vona a dagurinn verdi godur hja ther og fjolskyldunni thinni.
kk. Erna
Erna (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 07:13
Jóhanna: Gangi þér vel í vinnutörninni!
Anna: Gott að þú brosir....það hefur verið hressandi að fylgjast með blogginu þínu !
Erna: Takk
Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.