Leiðsögn í siðferðislegum efnum!!

Mér varð hugsað til þess þegar ég leit svona yfir bloggheima í dag og rakst á enn eina færsluna um hjónabönd samkynhneigðra (endalaust hægt að karpa um það) og þar var talið um eina sanna kristna trú og það að vera sannur kristin og blablabla.....já..en sko þá varð mér hugsað  til þess, hvert við leitum eftir siðferðislegri leiðsögn! Sumir leita inn í nútímann og leita í reynslu þess fólks sem er á lífi og jafnvel þjáist vegna þess að það fær ekki aðgang það þeim veruleika sem að við álítum "normið" í dag! Og þess vegna hefur þetta fólk mikilvægri reynslu og skilaboðum að miðla! Sumir leita í fræðirit og hugmyndir nútíma siðfræðinga, sálfræðinga, trúarleiðtoga osfrv. Allt hefur þetta fólk misjafna hluti fram að færa! Einhverjar verja hefðina með kjafti og klóm, aðrir eru tilbúnir til að horfa út fyrir rammann og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. Mest er þó varið í það að leita inn á við og finna hvernig hjartað slær í takt við allt það fólk sem er samferða okkur í lífinu í dag og upplifa það hvað við erum öll tengd í gegnum sammannlega reynslu, tilfinningar og upplifanir!
 
Mörgum finnst gaman að vísa í hefðina þegar leitað er að siðferðislegum gildum og til eru þeir sem halda hinum stóru spekingum kristinnar kirkju á lofti og segja að það sem þessi "karl"menn settu niður á blað, hreina kenning. Þar koma menn eins og t.d. Ágústínus fyrir og einnig Tómas frá Akvínó og fleiri góðir gæjar!
 
Vegna þess hversu góða leiðsögn þessir menn gáfu í siðferðislegum málum fannst mér tilvalið að vitna hér í grein eftir Ritu Nakashima Brook þar sem hún fjallar um hjónabandsvandræðin og er tilvitnunin einmitt í einn af hinum óskeikulu kristnu siðapostulum sem við eigum að taka mark á þegar kemur að málefnum hjónabandsins:
 
Prostitutes were a necessary evil, according to Thomas Aqiunas, as they were permitted by God to prevent chaotic eruptions of sinful male lust. "Sewers", he notes are necessary to quarantee the wholeness of palaces". In other words, prostitutes protected "good" wives from their husbandsd immoral, lustful demands. Prostitutes supposedly exhibited the sexual licentiousness inherent in all women, wich good women repressed. The most "holy" women, like the most "holy" men, were supposed to follow a celibate vocation. Aquinas´s view was typical, that being married and sexually active was less spiritual than celibacy. In this same period, virulent homophobia also developed".
 
Stundum verð ég svo þakklát að búa í samfélagi þar sem ég hef val um það hvaða siðferðislega afstöðu ég tek og tel mig ekki bundna af skrifum manna sem túlkuðu alveg frjálst eftir sínu höfðu siðferðisleg lögmál fyrir löngu, löngu síðan! Myrkar miðaldir eru liðnar sem betur fer!!
 
Þangað til næst! 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myrkar miðaldir eru ekki endilega liðnar Sunna mín, en þær eru "minna umfangs" en þær voru.

Takk fyrir fróðlegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er rétt hjá þér Jenný, það er eflaust fullmikil alhæfing að halda því fram að myrkar miðaldir séu liðnar, þó að á tímatalinu séum við í nútímanum.....þá eimir eftir af þessum myrku tímum í skúmaskotum sem undarlega erfitt reynist oft að taka til í!

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, "we have come a long way" .. þetta var slagorð fyrir sígaretturnar Virginia Slims..en má nota það líka hér  en líklegast erum við ekki komin alla leið. Flottur pistill!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. p.s. hafðu það gott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband