Blaðr!

Það er svo merkilegt að stundum koma svona dagar þar sem ég hef einhvern veginn ekkert að gera....nenni samt ekki að taka til, vegna þess að það er það sem konur gera þegar þær hafa ekkert að gera, er það ekki...PoliceWhistling! Síðan er maður svona mest megnis að láta tímann líðam, framundan veit maður að það liggur fyrir manni að fara í matarbúð (eins og alltaf, stundum finnst mér ég eiga annað lögheimili í Bónus)! Ég fór þó á hlaupabretti áðan og fór 4.2 km á meðan ég horfði á National Treasure, book of Secrets! Það var mjög menningarlega og andlega hvetjandi! Ég hef einnig afrekað að setja í tvær þvottavélar í dag .....
 
Jams......held að þetta andleysi stafi af því að ég er í óstjórnlegu letikasti. Ég er alltaf að bíða eftir að stóra og ógurlega dugnaðarkastið komi yfir mig og ég geri stórkostlega hluti, finni upp einhvern nýjan hlut, skrifi ólýsanlegt tímamótaverk og verði grönn og sæt (verð að hafa það svona með...endurvekja hinn gamla draum minn um að hafa sléttan maga Cool). Ég veit svo sem ekkert hvort að þetta verði að veruleika...örgla aldrei, alla vega ekki slétti maginn hahahahah....
 
Best að fara að skúra eða eitthvað....fá smá raunveruleika tékk...
 
lots of luv!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka að bíða eftir stóra dugnaðarkastinu.  Er búin að bíða síðan í janúar, það hlýtur að fara að bresta á.  Ég siletteggi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er kannski eitt af því sem okkur er ekki ætlað að skilja og kemur þegar við eigum síst von á því ! Farin að bíða........!

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Brussan

Það er helst ef ég bíð fólki í heimí mat að ég neyðist að rífa mig úr letikastinu og verð að taka til......annars er ég enn að bíða eftir að einhver smiti mig af hreingerningarvírusi  ( kannski erum við svo uppteknar af því vera uppteknar....)

Brussan, 1.6.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er ónæm fyrir hreingerningavírusnum....búin að þróa það ónæmi á lööööngum tíma !

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Brussan

kannski er það málið.....búinn að þróa með mér ónæmi líka.........ohhhhhhhhhh

Brussan, 1.6.2008 kl. 15:41

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.....við getum líka alið börnin okkar upp í þeirri trú að það sé gaman að þrífa.....og látið þau svo sjá um þetta ! Engan þrældóm samt......bara telja þeim trú um að það sé gaman að skúra...!

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband