Elsku býflugnaeigandi!

Elsku býflugnaeigandi/eigendur ég er manneskja sem þjáist af skordýrafóbíu dauðans og á m.a. annars í stöðugu stríði við köngulær á svölunum hjá mér sem helst vilja spinna vef inni í grillinu mínu, utan á því og allt í kringum það. Bara það að vita af 40.000 býflugum á sama stað setur mér hroll.....en ég ber fullkomlega virðingu fyrir ykkur sem eru hrifin af býflugum W00t, en ég vil helst vera langt í burtu. Þess vegna vil ég vita hvar þær verða og ég ætla ekki að koma nálægt þeim stað. Er það ekki bara díll þið sem eigið flugurnar Cool!
 
Ykkar einlæg, Sunna Dóra!
 
Pées....viljiði reyna að láta þær ekki sleppa...það myndi alveg fara með mig að vita af 40.000 býflugum á flugi í átt að höfuðborginni í killer múd! 
 
bkv. sama

mbl.is Býflugur fá leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég persónulega skil ekki af hverju það er verið að gefa leyfi fyrir innflutningi á býflugum. Ég sem er með mikið ofnæmi fyrir bitum og stungum skordýra finnst fáránlegt að flytja inn skordýr!!

Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Ellý

Býflugur eru mikið notaðar í gróðurhúsum og hvort sem þær eru þar inni eða ekki, eru þær rosalega heimakærar. Þær stinga heldur ekki nema vegið sé að þeim, ólíkt fjárans geitungunum!

Allavega, engar áhyggjur. Þær halda sig bara heima og vinna vinna vinna! Nema sé verið að flytja inn killer-bees! En ég efast um það

Ellý, 4.6.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Helga Dóra

Er hræddust við Köngulær og hrossaflugur, sem eru ekkert annað en fljúgandi köngulær hjá mér.... Annars er ég logandi hrædd við þetta allt og get hreinlega lamast af ótta..... Afar óþægilegt. Sérstaklega þegar ég var dagmamma og hljóp frá börnunum viti mínu fjær af ótta við býflugurnar sem voru með bú undir svoölunum mínum. Hefði trúlega misst leyfið ef einhver hefði séð til mín......

Helga Dóra, 4.6.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Býflugur og hunangsflugur stinga aldrei fólk nema þær séu mikið áreittar að fyrrabragði. Þær eru ekki árásargjarnar, enda deyja þær ef þær stinga.
Þetta eru vinnusöm og friðsöm skordýr sem gera mikið gagn við að frjógva blóm.

Ég get ekki talið hve mörgum hunangsflugum ég hef bjargað út af yfirbyggðu svölunum mínum, einfaldlega með því að renna undir þær blaði, setja glas yfir þær og henda  þeim  út  um svalagluggann. 
Mér  finnst  hunangsflugur og  býflugur vera mega mikil krútt og ber mikla virðingu fyrir þeim og þeirra háþróuðu samfélögum.

Svava frá Strandbergi , 4.6.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skil að þetta eru engin rándýr  finnst þær voða dúllulegar á mynd

Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála Jenný hér að ofan!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona færslu er hægt að losna við, ég tala af reynslu. Þú þarft að taka meðvitaða ákvörðun um að þær séu hættulausar og þá lagast þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skoðaði linkinn frá Viðari og svona líður mér núna:

SKO! Vissi það! Það verðu að vísa þessum nýbúum úr landi ekki seinna en núna STRAX!! ´

Ég tala nú ekki um ef að þetta eru þessar.....

Giant honey bees - subgenus Megapis
There is one recognized species which usually builds single or a few exposed combs on high tree limbs, on cliffs, and sometimes on buildings. They can be very fierce. Periodically robbed of their honey by human "honey hunters", colonies are easily capable of stinging a human being to death when provoked. Their origin as a distinct lineage is only slightly more recent than that of the dwarf honey bees.

..nei það getur nú varla verið.....

Sporðdrekinn, 5.6.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég var búin að gleyma Hrossaflugunum....sá eina um daginn þá fyrstu í sumar og fékk hroll niður í tær !

Svo fékk ég annan hroll þegar ég skoðaði linkinn hjá Viðari ..... og klukkan er ekki orðin 10 ennþá! Of margir hrollar á stuttum tíma !

Takk fyrir skemmtilegar umræður

Sunna Dóra Möller, 5.6.2008 kl. 09:41

11 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þetta finnst mér voða fyndið. Þegar ég verð orðin ellilífeyrisþegi ætla ég að eiga heilt býflugnabú út í garði og rækta mitt eigin hunang. (Að því gefnu að ég lifi eiginmann minn, sem er mjög andsnúinn hugmyndinni.) Við erum miklu hræddari við ísbirni en flugur hér nyrðra. Enda eiginlega engar flugur hér og ef svo mikið sem ein sést hringjum við í Gústa meinó sem drepur allt kvikt..

Sigríður Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:02

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kannski ég flytji bara norður ....líst betur á bangsa en bý !

Sunna Dóra Möller, 5.6.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: halkatla

ég er rosalega glöð með þessa býflugnafrétt! býflugur eru bjargvættir jarðar og svölustu dýrin. Sama dag og þessi frétt birtist var ég einmitt að lesa svo mikið um býflugur og hvernig þær eru að hverfa víða og mikið voll í gangi, og þá fór ég að spá "maður heyrir nú aldrei um íslenskar býflugur, hvað ætli þær séu að gera?" og svo um kvöldið kom þessi frétt, ég fagna því að hingað séu að koma 40 þúsund býflugur, hehe, því ekki er ég hrædd við þær. Mér finnst þær svo bollulegar og sætar. En ég skal óska þess heitt með öllum hér að þær fari ekki í morðótt skap og nái að sleppa. Þá eru þær ábyggilega ekki sætar

en hrossaflugurnar, díses kræst, þær eru myrkrahöfðingjar þessarar jarðar, án efa!

bless í bili

halkatla, 7.6.2008 kl. 10:33

14 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:17

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég tek sko alveg undir með þér Sunna   Ég bý rétt hjá Grasagarðinum og það er meira en nóg af flugum hér.

EKKI LÁTA FLUGURNAR SLEPPA!!!!!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband