Ég er komin heim :-D!

Eftir nánast samféllt þriggja vikna flakk um móa og mela er ég heima við! Eiginmaðurinn fór til vinnu í morgun og er fyrri hluti í sumarfríi lokinn hjá honum og seinni hluti verður í September þegar hann mun stíga á afríska grund, nánar í Keníu til að að dvelja þar í tvær vikur!
 
Ég er þó enn í fríi og á eina og hálfa viku eftir en fer að vinna 5. ágúst nk. á ný. Það er smá haustskap í mér, fékk svona tilfinningu í morgun að nú væri best að ganga frá grillinu, fara að elda matarmikla vetrarpottrétti og kaupa skóladót! Ég er einhver veginn svo til í haustið, þó undarlegt megi virðast. Venjulega syrgi ég sumarið fram í október (þegar ég fer að undirbúa jólin Cool) en nú er ég einhvern vegin til í vetur. Þetta ár hefur verið ansi undarlegt fram að þessu og ég er einhvern veginn til í að fleygja hlutunum áfram og setja árið í smá flug-gír! Svona er víst lífið...fullt af öpps end dáns. En ég samt sæl og glöð....bara smá óþol í mér en það er bara mitt að takast á við LoL! Ég er enn að takast á við ritgerðina mína og er að verða svona síðasti bærinn í dalnum í guðfræðideildinni...bráðum verða myndir af mér við hliðin á gömlu vatnslita myndunum hans Magnúsar Jónssonar í V-stofu LoL! Ég hitti fyrir um ári síðan gamlan kennara sem kenndi mér grísku á fyrsta ári í guðfræðinni og hann horfði á mig og spurði í forundran....ert þú ennþá hér?? Ég stamaði bara eitthvað hahahhaa....ég hef verið að fá hamingjuóskir með að ég er útskrifuð og fólk verður aldeilis hlessa þegar það kemst að því að ég er enn að bisast við ritgerðina og er enn ekki útskrifuð. Talandi um alveg feita depression vegna þessa alls ToungeWizard! En ég er samt bara brött og tek lífið pínu lítið bara einn dag í einu, reyni bara að gera mitt besta enda nóg að gera hér heima með grísina þrjá og svo vinnuna mína í Neskirkju. Ég mun klára og þá verð ég sælasta kona í heimi og mun halda alveg ótrúlegt partý og kaupa mér nýtt dress Wink!
 
En nóg af rausi, ég er sem sagt komin heim, er í haustskapi með dass af framtíðarkvíða en ber mig samt alltaf og eilíflega vel Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í dúndur fíling fyrir hausti.  Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...haustið er nebblega bara alveg ágætt...regla, kerti og brjálaðar haustlægðir !

Sunna Dóra Möller, 23.7.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Helga Dóra

Velkomin heim. Takk fyrir rausið....... Njóttu restarinnar af fríin...

Helga Dóra, 23.7.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er bara sátt við hvern dag og hlakka til aðgerðarinnar á föstudaginn, veit að Guð minn rúllar mér í gegn og mér fer að batna, mér er svosem sama um árstíð núna, en fila kertaljósakvöld.  Hafðu það gott dúllan mín og þú klárar þessa ritgerð á réttum tíma, það er eitthvað sem þú ekki veist enn sem á eftir að bætast við hana og svo brillerar þú.  Trúðu mér 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hahaha..þetta er nú allt að koma hjá þér Sunna mín, sælutilfinningin þegar þú klárar mun verða því meiri, þess meira sem þú hefur fyrir að komast yfir ritgerðarþröskuldinn .. ég var í alsælu þegar mín kom úr prentun - víman alveg þess virði að hafa fyrir þessu!  ..  Velkomin heim aftur eftir flakkið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm ég er sammála síðustu setningu þinni í færslunni, ekki laust við kvíðann.

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Helga

Ásdís: Takk og gangi þér vel !

Jóhanna: Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og amma sagði alltaf

Edda:

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: halkatla

ji vandaðu þig bara, það er um að gera að fá eitthvað útúr vinnunni við verkið líka - hlakka samt til þegar þú verður búin og getur farið að blogga meira

halkatla, 2.8.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband