29.8.2008 | 20:28
Asnalegt að kaupa föt í Hagkaup...
Þegar ég var unglingur var ekkert asnalegra en að kaupa föt í Hagkaup, það hreinlega var ekkert hallærislegra í henni veröld. Ég beit þetta í mig og eins og sannur Íslendingur keypti ég mér aldrei föt í Hagkaup (af því að þar var asnalegt) og ef að ég keypti eitthvað þar, þá laug ég og sagðist hafa fengið þau annars staðar .
Í morgun fór ég í Kringluna og markmiðið var að kaupa eitthvað til að vera í. Mig er farið að vanta vinnuföt og nú átti eitthvað að bæta úr því. Fyrsta búðin sem ég fór í var einmitt Hagkaup. Ég gekk á milli fatarekkanna og sá nokkuð af fötum sem mér leist vel á. En þá var hvíslað í eyra mér aftur úr fortíðinni: En Sunna það er asnalegt að kaupa föt í Hagkaup, það kaupir engin kona föt þar.....kíktu í merkjabúðirnar. Það er miklu flottara að segja fólki að þú hafir keypt föt í Gallerí sautján, In Wear eða Oasis. Út arkaði ég og hóf eyðimerkurgöngu í fataverslunum Kringlunnar. Allt sem ég sá, sem mig langaði í kostaði minnst 13.000 og mest 20.000...og við erum að tala um einn bol....ekki fullan fataskáp
.
Til að gera langa sögu stutta, þá endaði ég þar sem ég hóf gönguna...inni í Hagkaup. Þar fann ég fötin sem mér leist svona ansi vel á í upphafi, mátaði þau og ég leit bara svona ansi vel út ! Ég keypti fötin og gekk bara alsæl út með nýju fötin mín. Þannig að ég keypti föt í Hagkaup í dag........jamm og já!! Ég sagði þessari mýtu (sem er örugglega bara til í hausnum á mér) stríð á hendur. Það skiptir ekki máli hvar maður kaupir fötin sín, ef að þau eru fín og fara manni vel. Síðan er ekki verra ef að buddan léttist ekki um of við kaupin, það er eiginlega bara bónus á þessum síðustu og verstu .
Þar hafiði það....ég er ekki fullkomin, eins og þið að sjálfsögðu hélduð ! Heldur fæ ég svona alveg í laumi hressandi hrokaköst og þarf að taka á honum stóra mínum til að vinna bug á honum. Það er þó bót í máli að hrokaköstin snúast um hluti sem eru ekkert svo mikilvægir þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig að ég á mér einhverjar málsbætur hér. Unglingurinn er enn til staðar þegar kemur að fötum og merkjum ! Ætli ég hafi ekki bara þroskast smá í dag....obbolítið hænuskref !
Góða nótt og sæta drauma!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sunna Dóra Möller,,, ég trúi þessu ekki.....
Man nú akkúrat fyrir 12 árum þegar ég kynntist þér og meikið var alsráðandi... Ég var alltaf hissa hvernig þú nenntir þessu...
Þú ert yndi....
Helga Dóra, 29.8.2008 kl. 22:29
Hehe, verð að minnast á brúnkukrem tilraunirnar... Þær voru skemmtilegar...
Vona að ég sé ekki að kjafte einhverju viðkvæmu... Verður bara að eyða þessu þá....
Helga Dóra, 29.8.2008 kl. 22:30
hahahaha....ég er búin að lagast þegar kemur að meikinu , núna þori ég út ómáluð......en stundum missi ég mig í gleðinni og set upp andlit tú dæ for ! Brúnkukremstilraunirnar eru enn til staðar......var að maka á mig síðast í gær, er á leiðinni í brúkaup sko ! Nú nota ég þó sem betur fer betra brunkukrem en í denn....þannig að tilraunin tekst í fleiri tilfellum en hún gerði fyrir 12 árum !
Ekkert viðkvæmt hér.....bara nokkrar sannar sögur úr reynsluheimi fyrrverandi gelgju !
Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 10:41
Ég á fullt af fötum úr Hagkaup, minnir mig, alla vega Dorothy Perkins föt sem Hagkaup selur.. Ódýrustu vinnubuxurnar - og buxurnar fást í short og long og eflaust einhverju milli sem hentar mér vel.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.8.2008 kl. 11:43
Ég hef líka stundum keypt Dorothy Perkins.....
Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 13:24
Ég veit nú ekki annað en að sumt af ríka og fræga fólkinu hérna í Ameríkunni verlsi í Target... sem er systurbúð Hagkaupa hér vestra. Svo að kannski verlsar ríka og fræga fólkið á Íslandi líka stundum í Hagkaupum. Ekkert nema gott um það að segja.
Góð kaup eru alltaf góð kaup, hvar sem þau eru gerð. Haltu bara áfram á beinu brautinni...
kv. Erna
Erna Geirsdottir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.