Mótvægisaðgerðir!

Eins og ég sagði fjálglega frá á færslu í gær að þá keypti ég mér fatnað í Hagkaup í gær og tók þannig á áralöngum fordómum mín gagnvart fatnaði úr þeirri ágætu búð sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í. Í dag þurfti ég að merkjajafna. Við æddum af stað til kaupa íþróttafatnað handa dömum heimilisins sem þurfa nú að fara í íþróttir í skólanum. Pabbanum á heimilinu fannst tilvalið að gefa dætrum sínum (6 og 8 ára) Liverpool búning. Matta sagði strax nei og sagðist vilja stelpuföt, Sigrún varð hálf asnaleg en þorði samt ekki að valda pabba sínum vonbrigðum og sagðist jú alveg vera til í Liverpool búning. Ég benti eiginmanni mínum á að þetta væri alveg upplagt tilefni til að leggja þær í einelti.......þannig að það var bakkað með þetta Cool. Hann þarf bara að eignast son...veit þó ekki alveg hvort að ég bjóði mig fram til verksins Cool!
 
En í Intersport fórum við og keyptum Nike stuttbuxur, bleikar og Puma stuttermaboli, bleika. Þannig að í dag hef ég merkjajafnað og er bara í nokkuð góðu jafnvægi, þó ég segi sjálf frá LoL. Þess má geta að það var stoppað við Liverpool búningana og þeir skoðaðir og dásamaðir. ..... Whistling!
Nú er ég á leið í brúðkaup.....það fjórða í sumar, það er tilefni til að fara í spariföt, setja á sig meik og gloss og jafnvel ef vel liggur á mér þá blæs ég á mér hárið! 
 
Leiter....Heart
 
péess....ég er búin að blogga fjórum sinnum á tveimur dögum.....kannski er stíflan hreinlegast brostin og út flæðir viskubrunnur sem aldrei fyrr LoLWhistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það á að blanda saman ódýru og dýru þá er þetta komið! Annars er hagkaup komin með sérstakt horn af íslenskri hönnun! Góða helgi Sunna mín.

Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Edda, sömuleiðis !

Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært að þú ert komin í bloggstuð og til hamingju með nýja átfittið úr Hagkaup.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.....takk... ég held að ég sé bara pínu pæja...

Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 15:23

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Málið er bara "Áfram Liverpool!!!"

Ganga m.a.s. með Guði, eða a.m.k. þannig get ég kosið að skilja lagið okkar "You'll never walk alone"

Baldvin Jónsson, 30.8.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Helga Dóra

Þykir svo vænt um þig.....

Var ekki hægt að koma syninum í gallann??? Eða er hann of mikill hnakki í þetta?

Vonandi var gaman í brúðkaupinu... Hefur pottþétt verið aðal gellan á svæðinu

Helga Dóra, 30.8.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að sjá þig hér inni á ný mín kæra.  Gott að merkjajafna svona smá. Annars er ég lítil merkjakona nema í úrum helst.  Hafðu það sem best og vertu nú dugleg að blogga, það er engin stífla sjáanleg lengur 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 20:27

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...

Helga: Jakob fer ekki í Liverpool....hann er Man.utd aðdáandi, Bolla til mikillar mæðu !

Ásdís: Takk

Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband