1.9.2008 | 11:58
Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum....
Svona hljómaði hluti af þeim texta sem prestar landsins predikuðu út frá í gær. Þetta hljómar eitthvað svo einfalt....en er í raun svo flókið þegar á reynir. Ég ætla nú ekki að hafa þetta eitthvert bölmóðsblogg....mér finnst ég alltaf eitthvað vera að barma mér hér ! En ég er bara einhvern veginn á stað í lífinu þar sem ég hef bara oft ansi miklar áhyggjur af morgundeginum og framtíðinni. Ég get ekki losað mig við þessa tilfinningu, en trúið mér ég reyni það af öllum mætti, sál og huga. Ég er svona kassakona. Mér finnst agalega gott að lifa í smá boxi. Það er, mér finnst gott að vita hvað ég er að fara að gera og svona sirka hvernig lífið mitt verður næstu mánuðina. Ég hef einhvern tímann sagt hér að einn af mínum stóru kostum er sá að þegar ég les bækur þá les ég alltaf fyrst, fyrsta kaflann og síðann þann síðasta. Ég bara ræð ekki við að lesa heila bók og þurfa að bíða eftir því að vita hvernig bókin endar. Þess vegna, til að slá á spennuna, les ég síðasta kaflann og þá get ég alveg verið róleg og lesið bókina til enda alveg spennulaust. Ég er greinilega ekki mikill spennufíkill og langvarandi spenna og óvissa geta alveg farið með mig .
Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum......látið hverjum degi nægja sína þjáningu ... dag í senn, eitt andartak í einu.....
Sálmur sr. Sigurbjörns heitins, blessuð sé minning hans, í sálmabókinni Dag í senn er einhver sá fallegasti sálmur sem ég veit og ég les hann oft og fer með hann eins og bæn. Það róar og hughreystir og hann hjálpar mér að sjá að það er sumt sem ég get ekki stjórnað, sama hvað ég reyni. Það hlýtur að vera tilgangur með öllu og þó að við sjáum hann ekki í strax, þá verður hann manni ljós á endanum. Ég alla vega reyni að trúa því og á meðan verð ég að lifa í deginum í dag en ekki í fjarlægri framtíð. Verkefni dagsins leysast ekki á meðan ég er stödd í huganum 24. október 2009 .... !
Ég er annars nokkuð góð, ber mig vel og brosi gegnum tárin !
Eigði góða og gleðilega viku framundan.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ber forvitnin mig ofurliði. Hvað ætlar þú að gera 24.október 2009? Er ég að missa af einhverju eða...?
Ninna Sif (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:34
Ég er að berjast við morgundagskvíðann þessa dagana. Langt síðan að þetta náði taki á mér síðast.
Ég verð að líta á þetta tímabil sem æðruleysisæfingu.
Jájá, ekki eins auðvelt og það hljómar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 14:25
Ninna: Þetta var bara fyrsta dagsetningin sem mér datt í hug í fjærlægri framtíð......, ekkert að gerast sem ég veit um....en vonandi verður það góður dagur !
Jenný: Ég hef heldur ekki verið með svona mikinn morgundagskvíða lengi.....er alveg til í að fá rólegri tíð hvað þetta varðar! Æðruleysisæfingar geta verið Pain in the !"#$$...!
Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 16:57
Held það séu til góðar áhyggjur og vondar áhyggjur, ég verð t.d. aðeins að hafa áhyggjur af morgundeginum því ég þarf að plana starfið hér í vinnunni fyrirfram. En ég á ekki að hafa áhyggjur af því hvort það kemur jarðskjálfti á morgun o.svol... hmmm..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 17:06
Ég vildi stundum óska þess að ég gæti hætt að hafa áhyggjur af morgundeginum en það er ansi erfitt þessa dagana, mikið í gangi og mikil óvissa svo að það er vonlaust að komast hjá því.
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:28
Ég er að vona að litli voffinn minn hjálpi mér á morgnana í vetur hún þarf meiri athygli en kisa sem er svo sjálfstæð. Farðu vel með þig og kærleikskveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:32
Þekki þetta allt og meira til með morgunkvíðann!
Ég leita í ljóð og tilvitnanir til að róa hugann. Bókin "Vel mælt" í saman tekt Sigurbjörns Einarssonar er mjög góð, ég fékk hana í úskriftargjöf fyrir nokkrum árum frá góðri vinkonu minni.
Ég hef þar að auki ætíð litið upp til Sigurbjörns frá því ég var telpa, átti heima í sama hverfi og lék mér með strákunum hans á Freyjugöturóló. Í dag er/var hann langilangafi barnabarns míns hennar Magneu og hann skýrði hana fyrir rétt rúmum tveimur árum. Tengdadóttir mín barnabarnabarn hans syrgir hann mikið.
Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:54
Þú tekur daginn mjög hátíðlega - Erfiðisdaginn (Labor Day).
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:00
Elsku Sunna, gangi þér vel í gengum áhyggjudalinn. Svo ég tali spámannlega verður þú örugglega leidd áfram, þér er ætlað eitthvað...
Er stödd þessa vikuna í Vatnaskógi með 52 fermingarbörn. Hef hana Matthildi "litlu" mér til fulltingis (ásamt fleira fólki) en hún er fræðari hjá mér. Hún er algjör perla, stúlkan.
Sigríður Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:44
Takk allar sem hafið skrifað.....mér þykir vænt um að fá svona góðar athugasemdir!
Edda: Samúðarkveðjur til tengdadóttur þinnar og fjölskyldunnar allrar !
Ólöf: Ég er þekkt fyrir að taka allt svona alla leið !
Ásdís:
Huld: Gangi þér vel í því sem þið eruð að takast á við
Jóhanna: Það eru sannarlega til góðar og slæmar áhyggjur......það þarf bara að vera jafnvægi þarna á milli einhvern veginn !
Sigga: Takk fyrir þín orð......stundum finnst manni bara handleiðslan vera svo lengi á leiðinni...! Matta er algjör perla það er alveg rétt !
Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.