Tilvistarkreppublogg

Ég hef verið að blogga um míns eigins tilvistarkreppu upp á síðkastið og svolítið mikið enda þegar maður gengur í gegnum slíka kreppu er alls ekki á allt kosið og allt verður eitthvað svo erfitt, stundum smá gremjulegt og eitthvað svo ófullkomið. Ég ákvað að segja tryggum lesendum mínum frá því að ég er bara held ég örlítið glaðari í dag en í gær... ef þetta heldur áfram verð ég hreinlega eins og syngjandi nunnan í Sound of Music...þvílík verður hamingjan. Ég held að það sé mest um vert fyrir mig að hafa eitthvað fyrir stafni og þegar ég hef nóg fyrir stafni þá er ég ekki ekki að velta hverju skrefi fyrir mér í eigin lífi og hverjum andardrætti sem ég mun taka vonandi næstu áratugina ef Guð lofar. Mér hættir svo til að fá einkenni áráttu- og þráhyggjuhegðunar, þar sem ég bít eitthvað í mig og ég fæ það gjörsamlega á heilann og greini allt um leið niður í frumeindir. Síðan er ég með þetta á heilanum næstu daga, þar til ég er búin að búa til atburðarás í heilanum sem á sér hugsanlega, mögulega enga raunhæfa stoð í raunveruleikanum. Jams...eins og ég sagði um daginn, þá er ég víst ekki fullkomin, heldur alveg hrikalega mannleg og breysk...alla vega þessa dagana en ég bíst við að verða fullkomin seinna LoLTounge!
 
Svo til að minna mig á hvað ég er eitthvað breysk, þá lendi ég í aðstæðum þar sem ég þarf að taka á öllu og allt í einu stara framan í mig aðstæður þar sem ég fyllist pirringi og gremju og öllum pakkanum.....en ég jafna mig. Þetta gerðist áðan Pinch! Það er bara gott að minna sig að lífið er ekki bara sólskin og sleikipinnar og það er gott að vera meðvituð um að það er fullt sem maður þarf að takast á við og ég veit að það er margt í eigin fari sem ég þarf að laga....en stundum finnst manni nóg af því góða og ég er alveg til í að þessum áminningum fari að linna....Þið sem stjórnið þarna uppi á himnum: Ég veit vel að ég er mannleg...LoLCool!
 
Jæja...þetta átti að vera gleðiblogg en hefur endað í einhverri sjálfs-analíseringu.....þannig að þetta er næstum því alveg að koma gleðiblogg með smá tilvistarkreppuívafi.
 
Hafið það gott....passið ykkur á vespunum, það var ein heil slík sem ruggaði veröldinni minni svo um munar í gær að ég ætlaði ekki að getað sofnað því ég sá hana fyrir mér skríða ofan í hálsinn á mér og stinga mig og ég kafna til bana........svo held ég því fram að ég sé í lagi WhistlingWizard
Tjuss...Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skil þig alltof vel... Komdu bara á Mamma-mia-singalong esskan .... og syngdu úr þér kreppuna ..

http://midi.is/bio/7/1534/ 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jemin.....ég myndi deyja á svona mamma mia sing along....er alltof sjálfmeðvituð til að geta sleppt mér....hvað ef einhver sæi mig og fyndist ég asnaleg ...ég er manneskjan sem sit í sætinu og sing með í hljóði ...fannst samt myndin æði og mér leið svo vel eftir hana og fannst ég einhvern veginn geta allt.....ég er stundum svo öfugsnúin !

Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hryllilega hamingjusöm yfir þinni hamingju.  Á að drífa sig á singalongið?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hamingjan er nú bara svona vaxandi....hahahaha....aðeins meiri í dag en í gær ! Annars held ég ekki, það sjá aðrir um að fara á singalongið! Dætur mínar eiga diskinn úr myndinni þannig að á þessu heimili er Mamma Mia sing a long allan daginn....alltaf, alveg fram á kvöld! Honey, honey og I have að dream alveg í Stereo....! Annars er þetta ekki svo slæm hugmynd hjá Jóhönnu....ég ætlaði ekki á myndina, fannst það eitthvað asnalegt en fór svo og var svona alsæl.....kannski það yrði eins með singalongið....mér finnst það pínu asnalegt...en svo yrði ég kannsi bara alsæl....allt til þess vinnandi fyrir nokkrar hamingjustundir...verst að eiginmaðurinn myndi ekki láta sjá sig lifandi með mér á svona uppákomu !

Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 17:01

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta endaði sem gleðiblogg og það er fyrir mestu, hafðu það gott darling Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Allt er gott sem endar vel

Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 21:29

8 identicon

Blessuð Sunna

Ég er líka í smá tilvistarkreppu þar sem starfstéttin mín (ljósmæður) stendur í alveg óendanlegri kjarabaráttu.  Einnig hef ég áhyggjur af morgundeginum (tilvísun í síðasta blogg hjá þér) vegna verkfalls sem hefst á miðnætti á morgun.  Að örðu leiti er allt gott að frétta af okkur.

kv

Hrafnhildur Ólafsd

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Helga Dóra

Hehe, kannast við svona kreppur.... Gerist oft hjá mér þegar álagið er að koma öllu í fastar skorður eftir frí og annað sem ruglar kerfinu.....

Gangi þér vel

Helga Dóra, 3.9.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband