Fóbíur!

Ég er afar dugleg að koma mér upp fóbíum fyrir hinu og þessu. Það er svona pínulítið árstíðabundið fyrir hverju ég hef fóbíu hverju sinni og núna eru það Geitungar Pinch!! Ég er gjörsamlega lömuð úr hræðslu við þessi kvikyndi þessa dagana að ég þori varla út úr húsi W00t. Ég get nefnt nokkur dæmi um hegðun mína síðustu daga!
 
Dagur 1: Var á hlaupabrettinu mínu inn í stofu alsæl að horfa á Supernatural í leiðinni (hjálpar mér að gleyma hvað það er leiðinlegt að hreyfa sig Cool) Flýgur ekki eitt af þessum skrímslum inn um stofugluggann og fer eitthvað að sveima yfir mér, ég stekk fimlega af brettinu (alla vega í minningunni er það fimlega Whistling) og býst til varnar og fylgist með þessu morðóða fyrirbæri fljúga inn í svefnherbergi og ég hleyp til og loka hurðinni, lukkuleg með mig að hafa lokað dýrið inni. Síðan nokkrum tímum seinna þegar unglingurinn var kominn heim átti að koma flugunni fyrir kattarnef og inn fórum við vopnuð hárspreyi og 24 stundum, upprúlluðu. Við bókstaflega snérum öllu við....ekki fannst flugann. Ég fékk alveg í magann og allan daginn leitaðu ég af flugunni. Í svefnherberginu var lítill gluggi opinn með smá rifu og ég sannarlega held að þessi fluga hafi verið svo gáfuð að hún fann þennan litla glugga og náði að skríða út um hann.....jams...þessi skrímsli eru gáfaðri en við höldum og hyggja á heimsyfirráð Police. Ég skal þó segja ykkur að ég sofnaði ekki vært um kvöldið....sá alls kyns óhugnað fyrir mér út af þessari fluguómynd Pinch!
 
Dagur 2: Var að sækja dóttur mína í skólann og á mig réðist ein fluga og sveimaði í kringum mig. Ég rétt náði að komast inn í bíl en hún elti mig og þegar ég var búin að loka og hélt ég væri óhult, þá var hún í glugganum og ég bókstaflega trylltist. Ég öskraði og maðurinn minn sem sat rólegur í bílnum bara hló að mér...ekki mikill stuðningu þar WhistlingÉg opnaði bílinn í snatri og út flaug flugan og ég var óhullt í bili.
 
Dagur 3: Eiginmaðurinn hringdi í gær og spurði hvort ég vildi fá mér bita mér honum í hádeginu, mér fannst það bara gaman og játti því, alsæl að sjálfsögðu. Strax um leið og ég var búin að ákveða að fara, fékk ég í magann og vissi strax að það að borða í almennu, opinberu rými þýðir að það eru geitungar á flugi innandyra sem utan. Viti menn, ég hafði rétt fyrir mér, við vorum varla sest niður þegar ég sá eina risastóra flögrandi í loftinu. Í stað þess að njóta samræðna og samvista við manninn minn þá fór ég í keng, sökk niður í sætinu, borðaði af krafti, svolgraði í mig kaffið og dreif mig út Pinch
 
Mörgum gæti þótt þessi innsýn inn í fóbíu-ástand undirritaðrar aðeins um of.....en það er það ekki. Ég er búin að lesa mér til um þessi skrímsli og þau eru alveg dead hættuleg.....Cool! Ég vill helst ekki vera mikið utandyra, sit inni með alla glugga lokaða og bíð eftir fyrsta næturfrostinu, verst er það að mér sýndist Einar veðurfræðingur eitthvað vera að tala um að þetta haust yrði eitthvað voða heitt núna.....mér finnst alveg nóg komið af hita og sól, og bið um nokkrar frostnætur, það er ekki verið að fara fram á mikið, bara frost og þá verða allir glaðir. Alla vega smásálin ég LoLGrin!
 
Eigiði góðan dag og farið varlega.....geitungarnir eru alls staðar, bíðandi eftir að ná þér W00t!
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil þig systir mín í þjáningunni.  Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 66438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband