Skipting John Kloppenborg á Q í Q1, Q2 og Q3. Tekið úr bókinni Excavating Q frá árinu 2000.

Ég fékk fyrirspurn fyrr í dag hvort hægt væri að finna samantekt yfir ummælin sem tilheyra Q1, sem er elsta lag ræðuheimildarinnar. Ræðuheimildin er tilgáta sem mjög margir fræðimenn telja að sé til og hún liggi að baki öllum samstofna guðspjöllunum þremur (Matteus, Markús og Lúkas). Til eru þeir fræðimenn sem telja að enn fremur skiptist ræðuheimildin í þrennt - Q1, Q2 og Q3. Q1 endurspeglar elsta stig ræðuheimildarinnar og um leið elsta samfélag fólks að baki guðspjöllunum þegar fólk var að byrja að fóta sig og læra lifa eftir boðskap Jesú fljótlega eftir krossinn. Þannig hér segja menn að megi finna elstu ummæli Jesú og í raun að hér komumst við næst hinum sögulega Jesú. Í þessu lagi er meðal annars ekki að finna neinar tilvísanir í Gyðingdóm og margir vilja meina að hér séu ekki heldur beinar tilvísanir í krossinn heldur sé um ummæli að ræða sem séu í ætt við hefð Kýnikea og stóuspeki. Næsta lag, Q2 er svo aðal ritskýringarstig ræðuheimildarinnar en hér kemur fyrst inn hin spámannlega hefð Gyðingdómsins og menn eins og Jóhannes Skírari koma fyrst fyrir. Fólkið að baki Q-heimildinni er ofsótt og leitar til spámmannlegu hefðarinnar til að skýra sínar eigin ofsóknir en spámenn gyðingdóms voru einnig ofsóttir margir hverjur. Lokastig Q er svo algjör samruni við musterið og gyðing-kristindómur varð til en hann lifði fram til ca. 400. Við sjáum dæmigerðan gyðing-kristindóm í Jakobsbréfi og Matteusarguðspjalli en efni í þessum tveimur ritum er um margt keimlíkt. 
 
Sá fræðimaður sem er höfundur þessarar tilgátu er John Kloppenborg en bækur hans "Formation of Q"; "Excavating Q" og "Q-Parallels" taka á þessum málum vel. 
 
Ég set hér inn smá umfjöllun úr Excavating Q, um Q1 og mun setja inn um Q2 og Q3 næstu daga!
 

(ath. Hér fylgja Q ummælin Lúkasarguðspjalli, hægt að fletta upp í því til að lesa ritningarversin).

 

Q1 er gott dæmi um leiðbeiningar bókmenntir. Þetta elsta lag ræðuheimildarinnar gefur góðar leiðbeiningar varðandi ákveðin þemu. Líkt og með leiðbeiningar þá innihedlur Q1 ummæli sem varpa ljósi á ýmis lykil atriði í leiðbeiningarferlinu. Dæmi um þetta er: Samband meistara og nema (Q 6.40, 46-49; 14.26-27); á mikilvægi góðrar leiðsagnar (Q 6.40, 41-42), góðrar ræðu (6. 43-45), og góðs fordæmis (Q 17.1-2).

 

Stórum hluta Q1 er umhugað um staðbundin málefni: Hvernig er tekist á við ágreining (Q 6.27-28, 29; 12. 2-7, 11-12; 17.3-4); lána og fá lánað (6.30), viðhalda nauðsynlegu lífsviðurværi (11:2-4, 9-13; 12.22-31), samstaða og sátt (15.4-7; 8-10; 17.1-2, 3-4), Viðhorf gagnvart auði (12.33-34; 16.13) og framkoma og hegðum “verkamanna” (9.57-62; 10.2-11, 16).

 

Q1 skortir alveg véfréttarstílinn. Rödd Guðs er ekki heyrð og Jesús talar ekki sem spámaður. Ríkjandi rökfærslan í Q1 er sannfæring sem er beitt í gegnum retorískar spurningar, fordæmi og samanburðir eru byggðir á venjulegri reynslu eða úr náttúrunni. Q1 hefur þó fulla trú á guðlegri forsjón, á því að Guð fylgist með í kærleika og á í gegnum þann möguleika að mannleg samsbönd geti umbreyst. En það eru engar tilvísanir í það að þessu sé miðlað gegnum Tóruna, musterið eða stigveldi presta eða þá að þetta sé byggt á véfréttum eða fyrirskipunum.

 

Ef spurt væri hver hefði verið í þeirri stöðu að ramma ummælaguðspjallið inn (Q1) þá væri svarið: Almennir þorpsbúar eða skrifarar.  Sú staðreynd að Q1 sé römmuð inn eins og leiðbeiningarskjal sem er algengt “skrifara” form og endurspeglar hugðarefni hinna skirftlærðu (scribe), þess vegna fer vel á því að Q1 sé afurð þessa þjóðfélagshóps.

 

Varast skal að staðsetja þessa menn of hátt í þjóðfélagsstiganum. Ummælaguðspjallið var upprunalega sett saman til að ávarpa fólk sem bjó við fátækramörk, sem tókst á við landlæg átök í þorpum og bæjum ásamt margs konar annars konar þrýstingi utan úr samfélaginu.

 

Taka skal fram að þessi kenning er alls ekki óumdeild og margir efast um hana og vilja taka Q sem eina heild og ekki búta hana niður í þessi lög. Mér finnst sjálfri þetta skemmtileg kenning og einn hlekkur í því að komast nærri því hvað býr að baki Guðspjöllunum í raun og veru. Þróun Q fylgir algjörlega þróun og sjálfsmótun hinna fyrstu kristnu og samfélags þeirra eftir dauða Jesú. Þetta tvennt er nátengt og verður ekki sundurskilið! Sama gerist að baki Jóhannesarguðspjalli, Raymond Brown hefur einnig greint þrjú stig í þróun þess og samfélagsins að baki fjórða guðspjallinu. Kannski ég skrifi eitthvað um það seinna!

Bless í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Magnað.  Þarf að skoða betur við tækifæri.

Athyglisvert td. að hann vill tengja elsta stigið við hefð Kýnikea.

(En einhverntíman var eg að lesa um heimspeki þeirra og vildu þeir meina að hamingjan fælist m.a. í að lifa í sátt við náttúruna, eiga og nýta aðeins það alnauðsynlegasta til að komast af,  hafna auði og völdum og fleira.   Ef fólk áttaði sig ekki á þessu og færi td. að eltast við auð og eignir o.s.frv... fylgdi því óhjákvæmilega þjáning)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef þú lest til dæmis fjallræðuna og Jakobsbréf...þá sérðu einmitt þetta...fjársjóðurinn býr í hjartanu, safna ekki fjársjóði á jörðu, heldur á himni, hafa ekki áhyggjur af fæði og klæði, líta til fugla himinsins (náttúran), hverjum degi nægir sín þjáning ofl, ofl. Jakobsbréf gagnrýnir mikið einmitt líka hina ríku, enda er talið að sterk tenging sé á milli Jakobsbréfs, fjallræðunnar í Matteusi og Q....! (Jakobsbréf er af mörgum talið miklu eldra en margir hafa haldið. Menn halda að það sé jafnvel sett saman á svipuðum tíma og Q heimildin og alls ekki síðar en dagsetning Matteusar. Venjan hefur verið að setja það á aðra öldina)!

Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Takk fyrir svarið, þetta er mjög áhugavert. 

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 11.9.2008 kl. 08:45

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það var nú lítið , tek þó fram að upptalninginn er alls ekki tæmandi á ummælum sem tilheyra Q1! Þau eru án efa fleiri en þetta eru þau sem Kloppenborg telur upp í Excavating Q!

Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 09:10

5 identicon

Þetta er ágætis samantekt, þó að ég efist stórlega um tilurð eða tilvist Q heimildar. Hvað þá að menn þykjast geta bútað niður og rýnt í eðli þessara ímynduðu heimilda. Þetta eru vísindi á sínum veikasta grunni myndi ég segja.

Jakob (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Á hvaða forsendum byggir þú efasemdir þínar um tilurð Q....þegar flestir (ekki allir án efa, vil ekki alhæfa) fræðimenn fylgja þessari kenningu þó að hún sé ólík hjá morgun þá eru fáir sem efast um tilurð Q í einhverri mynd. Þú segir að þetta séu vísindi á sínum veikasta grunni, geturu rökstutt þá kenningu þína eitthvað frekar??

Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 12:11

7 identicon

Sæl Sunna.

Mér finnst Q algerlega heiðarleg tilraun og að mörgu leyti vel útfærð, en ég tel ekki að það sé nægilega sterkur grunnur til þess að geta afturfært heimildir úr tilbúnum texta án þess að stökkva upp á nef sér í "spekúlasjónum" sem við fáum aldrei staðfestar. Líklegt er að sameiginleg heimild hafi verið í umferð fyrir tíma guðspjallana, en að niðurnjörva slíkar getgátur og pælingar finnst mér standa á aðeins of veikum grunni til að selja sem akademísk vísindi.

 Þetta er engu að síður mjög góð og áhugaverð samantekt á kenningu Kloppenborgs.

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir þetta Jakob, þetta er umdeilanleg kenning eins og ég sagði og ýmsar skoðanir í gangi þegar kemur að Q!

Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband