10.9.2008 | 18:23
Skipting John Kloppenborg á Q í Q1, Q2 og Q3. Tekið úr bókinni Excavating Q frá árinu 2000.
(ath. Hér fylgja Q ummælin Lúkasarguðspjalli, hægt að fletta upp í því til að lesa ritningarversin).
Q1 er gott dæmi um leiðbeiningar bókmenntir. Þetta elsta lag ræðuheimildarinnar gefur góðar leiðbeiningar varðandi ákveðin þemu. Líkt og með leiðbeiningar þá innihedlur Q1 ummæli sem varpa ljósi á ýmis lykil atriði í leiðbeiningarferlinu. Dæmi um þetta er: Samband meistara og nema (Q 6.40, 46-49; 14.26-27); á mikilvægi góðrar leiðsagnar (Q 6.40, 41-42), góðrar ræðu (6. 43-45), og góðs fordæmis (Q 17.1-2).
Stórum hluta Q1 er umhugað um staðbundin málefni: Hvernig er tekist á við ágreining (Q 6.27-28, 29; 12. 2-7, 11-12; 17.3-4); lána og fá lánað (6.30), viðhalda nauðsynlegu lífsviðurværi (11:2-4, 9-13; 12.22-31), samstaða og sátt (15.4-7; 8-10; 17.1-2, 3-4), Viðhorf gagnvart auði (12.33-34; 16.13) og framkoma og hegðum verkamanna (9.57-62; 10.2-11, 16).
Q1 skortir alveg véfréttarstílinn. Rödd Guðs er ekki heyrð og Jesús talar ekki sem spámaður. Ríkjandi rökfærslan í Q1 er sannfæring sem er beitt í gegnum retorískar spurningar, fordæmi og samanburðir eru byggðir á venjulegri reynslu eða úr náttúrunni. Q1 hefur þó fulla trú á guðlegri forsjón, á því að Guð fylgist með í kærleika og á í gegnum þann möguleika að mannleg samsbönd geti umbreyst. En það eru engar tilvísanir í það að þessu sé miðlað gegnum Tóruna, musterið eða stigveldi presta eða þá að þetta sé byggt á véfréttum eða fyrirskipunum.
Ef spurt væri hver hefði verið í þeirri stöðu að ramma ummælaguðspjallið inn (Q1) þá væri svarið: Almennir þorpsbúar eða skrifarar. Sú staðreynd að Q1 sé römmuð inn eins og leiðbeiningarskjal sem er algengt skrifara form og endurspeglar hugðarefni hinna skirftlærðu (scribe), þess vegna fer vel á því að Q1 sé afurð þessa þjóðfélagshóps.
Varast skal að staðsetja þessa menn of hátt í þjóðfélagsstiganum. Ummælaguðspjallið var upprunalega sett saman til að ávarpa fólk sem bjó við fátækramörk, sem tókst á við landlæg átök í þorpum og bæjum ásamt margs konar annars konar þrýstingi utan úr samfélaginu.
Taka skal fram að þessi kenning er alls ekki óumdeild og margir efast um hana og vilja taka Q sem eina heild og ekki búta hana niður í þessi lög. Mér finnst sjálfri þetta skemmtileg kenning og einn hlekkur í því að komast nærri því hvað býr að baki Guðspjöllunum í raun og veru. Þróun Q fylgir algjörlega þróun og sjálfsmótun hinna fyrstu kristnu og samfélags þeirra eftir dauða Jesú. Þetta tvennt er nátengt og verður ekki sundurskilið! Sama gerist að baki Jóhannesarguðspjalli, Raymond Brown hefur einnig greint þrjú stig í þróun þess og samfélagsins að baki fjórða guðspjallinu. Kannski ég skrifi eitthvað um það seinna!
Bless í bili!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnað. Þarf að skoða betur við tækifæri.
Athyglisvert td. að hann vill tengja elsta stigið við hefð Kýnikea.
(En einhverntíman var eg að lesa um heimspeki þeirra og vildu þeir meina að hamingjan fælist m.a. í að lifa í sátt við náttúruna, eiga og nýta aðeins það alnauðsynlegasta til að komast af, hafna auði og völdum og fleira. Ef fólk áttaði sig ekki á þessu og færi td. að eltast við auð og eignir o.s.frv... fylgdi því óhjákvæmilega þjáning)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 19:48
Ef þú lest til dæmis fjallræðuna og Jakobsbréf...þá sérðu einmitt þetta...fjársjóðurinn býr í hjartanu, safna ekki fjársjóði á jörðu, heldur á himni, hafa ekki áhyggjur af fæði og klæði, líta til fugla himinsins (náttúran), hverjum degi nægir sín þjáning ofl, ofl. Jakobsbréf gagnrýnir mikið einmitt líka hina ríku, enda er talið að sterk tenging sé á milli Jakobsbréfs, fjallræðunnar í Matteusi og Q....! (Jakobsbréf er af mörgum talið miklu eldra en margir hafa haldið. Menn halda að það sé jafnvel sett saman á svipuðum tíma og Q heimildin og alls ekki síðar en dagsetning Matteusar. Venjan hefur verið að setja það á aðra öldina)!
Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 19:55
Takk fyrir svarið, þetta er mjög áhugavert.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 11.9.2008 kl. 08:45
Það var nú lítið , tek þó fram að upptalninginn er alls ekki tæmandi á ummælum sem tilheyra Q1! Þau eru án efa fleiri en þetta eru þau sem Kloppenborg telur upp í Excavating Q!
Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 09:10
Þetta er ágætis samantekt, þó að ég efist stórlega um tilurð eða tilvist Q heimildar. Hvað þá að menn þykjast geta bútað niður og rýnt í eðli þessara ímynduðu heimilda. Þetta eru vísindi á sínum veikasta grunni myndi ég segja.
Jakob (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:02
Á hvaða forsendum byggir þú efasemdir þínar um tilurð Q....þegar flestir (ekki allir án efa, vil ekki alhæfa) fræðimenn fylgja þessari kenningu þó að hún sé ólík hjá morgun þá eru fáir sem efast um tilurð Q í einhverri mynd. Þú segir að þetta séu vísindi á sínum veikasta grunni, geturu rökstutt þá kenningu þína eitthvað frekar??
Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 12:11
Sæl Sunna.
Mér finnst Q algerlega heiðarleg tilraun og að mörgu leyti vel útfærð, en ég tel ekki að það sé nægilega sterkur grunnur til þess að geta afturfært heimildir úr tilbúnum texta án þess að stökkva upp á nef sér í "spekúlasjónum" sem við fáum aldrei staðfestar. Líklegt er að sameiginleg heimild hafi verið í umferð fyrir tíma guðspjallana, en að niðurnjörva slíkar getgátur og pælingar finnst mér standa á aðeins of veikum grunni til að selja sem akademísk vísindi.
Þetta er engu að síður mjög góð og áhugaverð samantekt á kenningu Kloppenborgs.
Bestu Kveðjur
Jakob (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:38
Takk fyrir þetta Jakob, þetta er umdeilanleg kenning eins og ég sagði og ýmsar skoðanir í gangi þegar kemur að Q!
Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.