Tóm gleði í morgunsárið...

eða ekki....ég er ekki að drepast úr jákvæðni á þessum morgni, ég er svo kvefuð og það er ekkert sem fer eins illa í skapið á mér og kvef, endalaus tilfinning að ég sé næstum því að fara að hnerra og svo gerist ekkert, hósti sem skilar engu nema hálfgerðum jarðskjálfta í hvert sinn.....þetta er eitthvað svo tilgangslaust, þ.e.a.s. kvef....og eiginlega bara til óþurftar Devil!
 
Annars er að koma yfir mig pínu nennuleysi aftur, mér finnst allt pínu leiðinlegt...en ég vona að það sé "#$%&/ kvefið! Nú kenni ég því um allt, alltaf gott að hafa eittvhað til að skella skuldinni á Whistling!
 
Annars eru 5 dagar þar til Bolli fer til Kenýa. Hann átti að fara í janúar en þá var allt vitlaust þar og ekki talið öruggt að fara. Núna er það víst eins öruggt og Svalbarði, þannig að það verður stormað af stað á mánudaginn kemur í 18 daga ferð. Þeir segja víst sem þekkja til að það sé lítil hætta á ferðum og ferðamönnum stafi mest hætta af ef að þeir lenda í skotlínu þar sem eru ættbálkadeilur en það er víst mikið um það í Vestur-hluta landsins og þá eru menn að rífast um beljur. Þannig að það er gott að vera ekki mikið á ferli ef beljurifrildi er í sjónmáli. Bolli er síðan búin að fara í alls konar sprautur og nú á hann að fara að taka Malaríulyf og síðan tekur hann Asidophilus líka vegna þess að það fá víst allir í magann að einhverju leyti Shocking! Þetta verður án efa hin besta för og lærdómsrík enda ætlunin að skoða kristniboðsstöðvar og starf þeirra og einnig ætla þeir (nokkrir prestar sem eru að fara saman) inn í Úganda. Ég bara ber mig vel og trúi því að Bolli komi heill heim, reynslunni ríkari, með afrískan þjóðarbúning handa frúnni.....haldið að ég yrði ekki flott LoLGrin!
 
Með þeirri ósk um að geðið mitt lagist þegar líður á daginn vona ég að þið eigið góðan dag Heart!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu ekki skap breyta þér í skvap. Muhahahaha.

Æðislegt hjá húsbandi að fá að fara til Afríku.  Væri æst í að fara þangað ef ekki væri fyrir stóru loðnu júnóvott.

Brostu framan í spegilinn og segðu eitthvað fallegt við geðvondu kerlinguna sem þar blasir við þér.

Klikkar ekki.
Loveu,

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hann þarf víst eitthvað að gista í tjaldi.....sé hann alveg fyrir mér vakna með eins loðna stóra soafnid ofan á andlitinu á honum! Það yrðu mín endadægur.... ! Takk fyrir skemmtileg orð....ég er alveg skælbrosandi, forðast þó að líta í spegil strax....er eitthvað svo reitt og ótilhöfð að það er óvíst að skapið myndi nokkuð skána við þá sjón !

Sunna Dóra Möller, 16.9.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þýðing: Eins=eina; soafnid=sofandi !

Sunna Dóra Möller, 16.9.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:54

5 identicon

Sæl mása mín! Kvefið grasserar líka hér í blíðunni fyrir norðan! Gott að sannfæra sig um það að einhvern tíma taki það enda. Talaðu um það við karlinn þinn að hann verði bara sérlega duglegur að æfa sínar söngaríur í Kenýa (engin smáhljóð, það!) Þá hlaupa allir í burtu, bæði menn og kýr!

Hlín Bolladóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:54

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband