17.9.2008 | 08:56
Skólastelpur!
Mattan mín, sem er yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu og verður 6 ára eftir tæpan mánuð var að hefja skólagöngu núna í haust. Systir hennar, Sigrún Hrönn byrjaði um leið í þriðja bekk. Hún skipti m.a. annars um skóla og nú eru þær systur saman í skóla sem er hér rétt hjá. Ég leyfði þeim í fyrsta sinn að ganga sjálfar í skólann í morgun, Sigrún hefur aldrei gengið sjálf enda var gamli skólinn hennar lengra í burtu og Möttulíus var eðli málsins samkvæmt í leikskóla og við foreldrarnir komum henni þangað eldhress í bítið á hverjum morgni . En í morgun fengu þær að ganga fylgdarlaust í skólann í fyrsta sinn. Ég stóð, hálf kvíðin og romsaði stöðugt út mér öllum umferðarreglum sem ég mundi eftir, brýndi fyrir þeirri eldri að leiða þá yngri aftur og aftur og aftur . Þær stóðu bara skælbrosandi, fullar tilhlökkunar að fá loksins að fara sjálfar, enginn beygur í þeim báðum. Síðan fóru þær og ég sat hér hálf óróleg þar til klukkan var 10 mín yfir átta og ég hafði ekki heyrt neitt af þeim, þannig að ég dró þá ályktun að þær hefðu komist klakklaust á leiðarenda. Ekki laust við það að ég hefði andað örlítið léttara !
Eftir þetta fór ég að hugsa hvernig þetta var þegar ég var lítil og ég labbaði allt sjálf og var meira segja farin að taka strætó niður í Laugardalslaug með frænku minni 8 ára gömul........ég veit ekki hvort að það er eitthvað einstaklingsbundið við mig en mér finnst ég einhvern vegin stundum ekki treysta mér til að sleppa af þeim hendinni strax og svo veit ég stundum ekki alveg hvort ég treysti umhverfinu heldur......kannski er hægt að skella skuldinni á breytta tíma, ég var að byrja í skóla ´81 og nú er 2008! Þetta eru alveg 27 ár og það hefur margt breyst. Mér finnst bara svo óþægilegt að vera ekki alltaf til staðar til að passa þær....ætli ég sé ekki ofverndunarsinni þegar kemur að börnunum mínum, það er víst ekkert of gott fyrir þessa eðalbornu grísi hér við hirðina...!
Hér er mynd af tilefnunum á leið skólann :
Þangð til næst...Ha´det !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl elsku mágkona! Mikið lifandis skelfing er þetta sæt mynd! Tvær fegurðardísir, fullar af sjálfstrausti og tilhlökkun. Ég er á þeirri skoðun að ekki sé neitt til sem heitir ofverndun í uppeldi, það heitir UMHYGGJA! Bkv Hlín
Hlín Bolladóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:00
Þær eru sannarlega fullar tilhlökkunar og sjálfstrausts....Matta vekur okkur foreldrana á hverjum morgni löngu fyrir 7 og spyr hvort hún sé nokkuð að verða of sein og hvort við eigum ekki að fara að klæða okkur og smyrja nesti . Hún fylgist vel með öllu og er alveg með á nótunum hvenær það eru íþróttir og svona, minnir okkur á að setja allt rétt í töskuna. Sigrún er líka alsæl, búin að eignast vinkonur hér nálægt og allt einhvern veginn eins og best verður á kosið!
Það er rétt að það er víst ekkert sem heitir ofverndun, þetta er allt sprottið af umhyggju enda eru börnin það dýrmætasta sem maður á ! Bestu kveðjur norður og takk fyrir að kvittva alltaf svona skemmtilega við færslurnar, ég hef alltaf gaman að fá komment frá þeim sem lesa !
Sunna Dóra Möller, 17.9.2008 kl. 10:12
Yndislegar stelpur sem þú átt.
En tímarnir eru breyttir og mun meira hjá mér en þér, ég öllu eldri, múha.
Ég fór um allt 6 ára enda var hálfgerður þorpsbragur á borginni þá. Tók strætó um víðan völl, lengst úr vesturbæ og upp í Sundhöll.
En í dag er aldrei of varlega farið. Ofverndun er nauðsynlegur þáttur í nútími uppeldi. Skrifað og sagt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:13
Verð að byrja á því að hrósa þér fyrir velheppnaðar stúlkur og svo taka undir með hinum kommenterum... er ofverndun ekki bara umhyggja. Mér blöskrar oft hvað maður mátti gera sjálfur á unga aldri og aldrei neinn að fylgjast með. Þó svo að tímarnir hafi breyst talsvert á undanförnum 27 árum leynust hætturnar víða engu að síður þá. Sjálf á ég mjög erfitt með að sleppa höndinni af mínum börnum og er oft fegin búa í landi þar sem það er "ofverndun" er normið og eiginlega ætlast til þess að foreldrarnir fylgist vel með og séu alltaf til staðar. Svo að ég skil þig vel þennan kvíðafulla morgun, en þetta er víst hluti af því að þroskast og vaxa úr grasi, þ.e.a.s. ganga sjálfur í skólann...
Erna Geirsdottir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.