18.9.2008 | 10:56
Hux!
Það er ótrúlegt að sjá umræðu fara gjörsamlega úr böndunum og horfa upp á fullorðið fólk slengja fram marklausum fullyrðingum um heila starfstétt án þess að hafa grænan grun um hvað það er að tala ! Ég býst við að það sé nú eins og endranær ekki þess virði að taka þátt, enda við sem vinnum í kirkjunni eintómir barnaníðingar og böðlar! Stundum vildi ég óska að svona ummæli dæmi sig sjálf, en merkilega eru samt margir til að taka undir svona alveg hikstalaust!
Merkilegt nokk samt að þrátt fyrir allar fullyrðingar um hvað við erum mikið ofbeldisfólk (kirkjan sko), að þá er barnastarf Neskirkju á þessu hausti í miklum vexti og í raun erum við að horfa fram á sprengingu í öllum þáttum vetrarstarfsins hvað varðar skráningu foreldra á börnum sínum í starfið. Ég hef verið að störfum í kirkjunni núna í tvö ár og þetta er þriðji veturinn sem ég vinn í kirkjunni og ég er þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og ég vona að svona verði þetta áfram. Það sem mér finnst merkilegast af öllu er það að það hafa aldrei verið jafn sterkar gagnrýnisraddir á barnastarf kirkjunnar og nú á síðustu misserum, en samt vex starfið með hverju árinu sem líður. Kannski eru þessar öfgafullu raddir um barnaníð og meint ofbeldi starfsmanna kirkjunnar hreinlega ekki að virka, eða virka alla vega í gagnstæða átt. Alla vega erum við sátt við okkar hlut og erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt af foreldrum og fyrir það traust sem ríkir á milli stofnana í vesturbæ 107!
kveðja í bili,
Sunna sem telur sig ekki vera ofbeldismanneskju svona almennt og yfirleitt !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 11:01
Þú ert væntanlega að spá í umræðuna hjá henni Höllu.
Í þeim þræði koma nú samt líka fram nokkuð góð rök, t.d. þegar trúarkennsla/innræting er borin saman við stjórnmál. Eiga börnin taka afstöðu til slíkra mála á unga aldri?
En ef foreldrarnir senda þau er kannski ekkert við því að segja, þau svo sem ráða því hvaða uppeldi þau aðhyllast.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 11:07
En fyrst thad er svona mikid ad gera hjá ykkur, hvers vegna thurfid thid thá ad vera med heimsóknir/kennslu/trúbod í leikskólum og barnaskólum...? Aetti sunnudagaskólinn eda kirkjustarfid ekki ad standa undir sér án thess?
Ég lít ekkert á kristna eda adra trúada sem 'barnanídinga' og 'ofbeldismenn', en stend thó fost í theirri skodun ad thetta eigi ekki heima í grunnskólum. Svo vaeri ágaett ef thú sýndir thá thetta margrómada kristna sidgaedi ykkar í ordum thínum, og haettir ad gera gagnrýnendum ykkar upp skodanir.
Med fyllstu virdingu,
-Jóna.
kiza, 18.9.2008 kl. 11:15
Sæl veriði!
Ég held að ég geti svarað þessu öllu í einu bara: Starfið okkar í Neskirkju fer fram algjörlega á vettvangi hennar. Við erum ekki inni í skólanum. Við erum í samstarfi við frístundaheimili og kirkja er eitt sem er í boði af mörgu. Við látum ekki nægja að foreldrar samþykki starf þjóðkirkjunnar inni á rafrænni rvk heldur sendum við út sérstök skráningarblöð þar sem við segjum foreldrum í hverju starfið felst og þau þurfa að samþykkja í raun tvisvar að börn þeirra taki þátt í starfi kirkjunnar (mörg búin að gera það inni á rafrænni rvk). Starfið fer síðan fram eins og ég sagði inni í kirkjunni, utan skólatíma gegn fullu samþykki foreldra. Það er sannarlega ekki öll börn sem fara í kirkju og þau sem gera það ekki fara bara glöð í það starf sem er í boði í frístundaheimilunum hverju sinni. Ég viðurkenni að við erum afar varkár og ég tek aldrei barn í kirkju sem ég veit ekki með fullu hvort það hafi algjört samþykki foreldris. Með þessari aðferð tel ég að hafi skapast gott traust og foreldrar eru ánægð með þessa tilhögun mála. Þar sem starfið fer fram inni í kirkjunni, þá tel ég okkur í fullum rétti til að syngja, biðja og segja sögur og eru held ég allir vel upplýst um það!
Við Jónu (kizu) vil ég segja að ég tel að þessi aðferð okkar sýni af sér ágætt kristið siðgæði og ég tel mig ekki vera gera neinum upp skoðanir, það eru ekki allir sem hafa stór orð en ég hef séð þau æði mörg og tel mig alveg vera í rétti til að minnast á það. Að vera líkt við barnaníðing (ekki í fyrsta sinn á sem þetta orð er sett fram hér á blogginu yfir kirkjufólk er mjög stórt, ég alla vega lít á barnaníð sem eitthvað það versta sem hægt er að gera barni og menn tala um sálarmorð í þeim tilfellum) og menn verða jú að stundum að spara stóru orðin vegna þess að það er ekki hægt að eiga málefnalega umræðu ef hún lendir alltaf í skotgröfunum.
Ólafur: Það má vel vera að skírn stríi gegn boðun Krists að þínu mati, ég tel þó ekki vera og verðum við sættast á að vera ósammála hér. Þetta er athöfn sem hefur lengi verið við líði í kirkjunni og það er jú sjálfstæð ákvörðun foreldra að láta skíra börnin sín, enginn þrýstingur þar frá kirkjunnar höndum.
Síðan ítreka ég að við erum ekki að storma inn í skólastofur, ég tala þó ekki fyrir hönd annarra kirkna og veit ekki hvernig málum er háttað þar, hef ekki kynnt mér það. En svona er okkar háttur og hann gefst bara vel.
Kristinn: Ég held að enginn sé að ætla börnum að taka afstöðu til þessara mála á unga aldri, enda veit ég um börn sé eru alin upp í kristinni trú og hafa svo tekið afstöðu sjáf um að fermast til dæmis borgaralega eða að fermast ekki! Ég ætla að tala fyrir sjálfa mig og er ekki að alhæfa hér, ég ákveð að ala börnin mín upp í kristinni trú og hef farið með þau í sunnudagaskóla frá unga aldri enda eru þau hálf partinn alin upp í kirkjunni , af fjölskylduástæðum . Þetta er sú lífskoðun sem ég hef valið að fylgja eftir í uppeldi barnanna. En ég veit líka að það kemur að því að þau munu glíma og spyrja spurninga og efast og allt sem því fylgir. Og það er bara sú glíma sem þau munu taka og hver niðurstaðan verður er ekki í mínum höndum. Ef að þau velja trúleysi, efasemdir eða þá að trú verður þeirra niðurstaða að þá vonast ég alla vega til að hafa gefið þeim grunn til að standa á og vona að sá grunnur muni fleyta þeim í gegnum svona ferli eins og trúar/efasemdaferlið er. Ég get svo sem ekki vonað meira en það, en ég svo sem tala bara fyrir mig í þessum efnum og er ekki að alhæfa fyrir annarra hönd!
bkv. Sunna
bkv. Sunna
Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 12:16
Ég persónulega harma það að orð á borð við barnaníðslu hafi verið notað um stéttina í umræðunni hjá henni Höllu.
Ég er þér sammála um að það sé allt of stórt orð og ómálefnalegt.
Vilji fólk senda börnin sín í eitthvað starf í Neskirkju finnst mér það þeirra val (þó ég sé á móti því), en inn í skólana á engin trúarstarfsemi að fara.
Mér sýnist þú hafa mjög ásættanlegt viðhorf til þessara mála, bæði fyrir trúlausa sem trúaða.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 12:33
Ég held að það sé mjög mikilvægt, Sunna, að þú getir séð rök annarra en þeirra, sem ég vona innilega að séu mjög fáir, sem vilja halda fram að allir kirkjunnar starfsmenn séu barnaníðingar. Svoleiðis sleggjudómar eru þrátt fyrir allt ekki svara verðir í raun, ég trúi því allavegana ekki að kirkjunnar starfsmenn séu neitt líklegri en t.d. bankastarfsmenn til að vera barnaníðingar.
Horfðu frekar á hin rökin: að trúboð eigi ekki heima innan leik- og grunnskóla. Ég tek t.d. ekki afsakanlegt ef prestur heimsækir leikskóla og segir börnunum að Guð og Jesú séu til og kennir þeim svo að biðja bænir til þeirra. Leikskólabörn hafa þrátt fyrir allt engan þroska til að gagnrýna þessar hugmyndir heldur trúa þau þessu öllu, alveg eins og að þau trúa því að himinninn sé blár og að kisan segi mjá, enda er fullorðinn maður að segja þeim þetta í skólanum.
Valdís (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:42
Gaman að heyra um þessa aukningu. Gangi ykkur rosalega vel.
kv.
Linda.
Linda, 18.9.2008 kl. 15:43
of löng svör fyrir mig að lesa núna..... Langaði bara að kíkja og kvitta.... Ég er á svæðinu þótt að námið sé að taka tíma frá blogginu
Ég held að það séu svartir sauðir í öllum stéttum.... Nennti ekki að lesa öll svör við bloggi Höllu.......
En Sunna mín er ekki svartur sauður..... Sunna mín er gylltur engill og getur (ef hún er jafn mikið yndi núna og fyrir 12 árum) kennt börnum margt gott.....
Helga Dóra, 18.9.2008 kl. 16:12
Ólafur: ég viðurkenni að ég er ekki vel að mér í Guðfræði skírnarinnar og sögu hennar og þyrfti að lesa mér betur til en tel örugglega að þessi vers séu meðal annars hennar grundvöllur. Reyndar kemur fram í sögunni um Jesús og börnin að Jesús hafi blessað þau ef mig minnir ekki vitlaust. Bíst við líka að barnaskírnin sé orðin löng hefð innan alla vega lútersku og kaþólsku kirkjunnar. En hér verð ég að viðurkenna að ég hef lítið kynnt mér þetta svið guðfræðilega alla vega það lítið að ég kýs að tjá mig ekki um það á þeim nótum fyrr en ég hef lesið mér betur til. Minn áhugi guðfræðilega hefur víst legið á öðrum sviðum fram að þessu . Börnin eru líka ekki skrásett í kirkjuna við skírn heldur við fæðingu og fylgja trúfélagi móður. Hér er að sjálfsögði álitamál hvort að skírn eigi að vera innganga í trúfélag frekar en fæðing og ætla ég ekki að taka afstöðu til þess hér og nú.
Ég biðst afsökunar á "mínu mati" orðalaginu mínu, það var ekki ætlun mín að einskorða þessa skoðun við þig, veit ég vel að það eru margir andsnúnir barnaskírn og eru flestir hinna frjálsu safnaða með fullorðinskírn og barnablessun!
Ég veit vel að skírnin er ekki nafngjafar athöfn og er hún inntaka einstaklings í kristin söfnuð og hefur þannig miklu dýpri merkingu en því sem fylgir einfaldri nafngjöf. Veit ég um presta og held ég að flestir árétti inntak skírnarinnar þegar foreldrar koma í skírnarviðtöl áður en barn er skírt. Það er góð regla að boða foreldra í viðtöl fyrir skírn og held ég að flestir foreldrar séu þannig vel upplýstir í hverju athöfnin felst. Þetta gerir minn maður alla vega alltaf þegar hann er að fara að skíra barn!
Ég vil ekki taka undir þegar þú talar um form á níð varðandi skírn vegna þess að hér taka foreldrar ákvörðun fyrir hönd barna sinna, eitthvað sem við gerum öll og þá gildir einu hvort við segjum þeim að Guð sé til eða hann sé ekki til. Í bæði skipti erum við að móta börnum okkar lífsskoðanir. Flestir foreldrar gera það sem þeim þykir koma börnum sínum best og og vilja veita þeim sem þeim er dýrmætast í lífinu.
Mér þykir mikið til þinnar afstöðu koma þegar kemur að Kristi, hann er minn lærimeistari einnig og ég er sammála þér þegar kemur að því að hann hefur verið illa misnotaður af mörgum. Það er sorglegt!
bkv. Sunna
Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 17:45
Valdís: ég tek fram hér að ofan að séu ekki allir sem halda þessu fram, heldur hafi ég séð þessi orð fala hér á blogginu. Ég horfi á hverjum degi í mínu starfi á hin rökin, enda segi ég hér fyrr að við erum varkár í okkar starfi og tökum ekki börn sem hafa ekki leyfi foreldra inn í starfið okkar. Síðan ítreka ég eins og ég sagði áðan, starfið okkar fer fram utan skólatíma, innan kirkjunnar og hverjum og einum er frjálst að senda börn sín til okkar eða hafna tilboðinu.
Linda: Takk fyrir þín orð !
Helga: Þú ert yndi, gangi þér vel í öllu þínu !
Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 17:49
Frábært að heyra að það sé aukning í starfinu , ég vil einnig bæta því við að þegar ég lenti sem unglingur í óreglu þá var sú fræðsla sem ég fékk í kirkjustarfinu sem barn mér til hjálpar siðferðislega og verndaði mig frá mörgu.
Árni þór, 19.9.2008 kl. 22:56
Það hefur enginn að mér vitandi (þó hef ég fylgst vel með þessu máli) sagst vera á móti barnastarfi kirkjunnar. Fólk hefur verið á móti þvi að kirkjan sé með trúboð og trúaráróður í leik og grunnskólum. Það er munur þarna á sem þú hlýtur að sjá. Hvað trúfélög gera innan sinna vébanda er þeirra mál og kemur engum við nema þeim sjálfum, en um leið og þau fara með starfið sitt inn í opinbera skóla breytist allt. Vissulega á fræðsla um trúarbrögð heima í skólunum en það er munur á fræðslu um trúarbrögð og trúaráróðri.
Ég furða mig á því að umræðan skuli vera á þessu plani. Andstæðingar trúarinnrætingar í skólum hafa aldrei sagst vera á móti barnastarfi kirkunnar. Væri ekki öllum til framdráttar að halda sig við staðreyndir málsins? Halda sig við efnið og eyða ekki púðri í (vísvitandi) rangfærslur? Vantrú og Siðmennt hafa barist fyrir secular skólakerfi og er satt best að segja alveg sama hvað trúfélög gera fyrir börn í söfnuðinum. Að tilsettum fyrirvara um lögbrot og þvíumlíkt, rétt eins og allur almenningur eftirlitsstofnanir hins opinbera.
Ég hef engan heyrt tala um að barnastarf kirkjunnar ætti að banna eða hefði horn í síðu barnastarfs svo fremi sem það er á vettvangi kirkjunnar. Þú mættir gjarnan vísa á slíka orðræðu. Ég hef heldur ekki heyrt né séð starfsfólki kirknanna vera líkt við níðinga. (fyrir utan sorglegt mál sem nú er í deiglunni). Vissulega hafa fallið stór orð í þessu erfiða máli og þau eru í rauninni skiljanleg í ljósi þess að þetta er stórmál í hugum margra. Tilfinningarnar ráða oft orðræðunni. Ég man t.d eftir e-m presti sem fullyrti að Vantrú og Siðmennt væru á móti því að farið væri með bænir inn í kirjunum þegar börn væru þar viðstödd. Svona málflutningur er einungis til þess fallinn að rótbinda umræðuna á lága planinu. Þetta er ósatt og líka óheiðarlegt.
Nú veit ég að þú ert hvorki óheiðarleg eða fylgismaður hins ósanna. Því segir þú þá að fólk sé á móti barnastarfi kirkjunnar? Getur virkilega verið að málið komi okkur svona ólíkt fyrir sjónir? Getum við ekki a.m.k sammælst um hvað sé deilt?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.