Afrek gærdagsins!

Afrek gærdagsins eru þessi:
 
  1. Fór í Bónus (sem er mitt annað lögheimili, hver elskar ekki Bónus Cool
  2. Bakaði Vöfflur LoL (át tvær með hlassi af rjóma og sultu Grin)
  3. Setti í eina þvottavél (Svartan þvott ef einhver var að velta því fyrir sér Whistling)
  4. Horfði á fyrstu fimm þættina af Klovn sem var að koma út með íslenskum texta (Þeir gera líf mitt svo miklu skemmtilegra Wizard)
  5. Bjó til heimatilbúna Pizzu (Var enn svöng þrátt fyrir vöfflur).
  6. Horfði hina fimm þættina af Klovn!
  7. Át með því ítalskan ís Halo.
  8. Sofnaði yfir "Name of the Rose" um 10 leytið Sleeping!
Jamm....át og gláp gera mann alveg dauðuppgefinn, það er algjörlega morgunljóst LoL! Ég veit ekki hvort þessi dagur ber í skauti sér eitthvað stórkostlegt...það verður víst að koma í ljós, ég býst þó við að ég borði aðeins minna. Tjuss...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Úff það er álag á þér kona

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 21.9.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....svona erum við nútímakonur....alltaf að bjástra....mismerkilegt bjástur þó

Sunna Dóra Möller, 21.9.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Skál, ég var líka með heimatilbúna pizzu í gær!

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 21.9.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hefur verið flottur dagur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Helga Dóra

Brjálað að gera sé ég...... Það er lærdómur og tattúleit hér í dag og House maraþon á einhverri útlenskri stöð...... Rólegur og góður dagur.....

Helga Dóra, 21.9.2008 kl. 17:05

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:59

7 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ég bakaði einmitt líka vöfflur í gær. Hef fyrir reglu að fá mér aldrei heila vöfflu í einu. Til að blekkja sjálfa mig fæ ég mér eitt og eitt lauf (með hlassi af rjóma og sultu, nema í gær þá var kláraðist rjóminn og engin sulta var til svo að viðstaddir gúffuðu í sig vöfflum með súkkulaðikremi, banönum og vanilluís). Eitt í einu; aftur og aftur og aftur...

Sigríður Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 22.9.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er nú meira stabílitetið á þér!  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband