Búhú færsla!

Mér finnst einvern veginn kominn tími á eina góða Búhú færslu. Það eru nokkrar ástæður fyrir henni....sko:
 
Húsband flaug til Kenýja í gær, sem er ágætt að öllu leyti, eiginlega bara. Ég hef átt nokkrar stórkostlega dramatískar stundir þegar hann hefur yfirgefið klakann. Hann hefur nú ekki farið oft, en þó nokkrum sinnum. Ég minnist þess helst þegar hann fór fyrir 6 árum síðan til Minneapolis í eina viku. Þá var ég ófrísk af Möttulíusi og átti einhverjar sex vikur eftir þegar hann fór. Ég gat ekki á heilli mér tekið þegar hann fór, veit ekki hvort það voru hormónar vegna langt genginnar óléttu en ég byrjaði að grenja áður en hann fór og ég grenjaði alla vikuna, ég var bara svo viss um að hann myndi ekki koma aftur heim. En hann kom og ég tók gleði mína á ný, eignaðist barnið og tóm gleði bara (þangað til hún fékk magakrampa sem endist í góða þrjá mánuði W00t
 
Núna er ég bara róleg, hef ekki úthellt einu tári og bíst við að ég sé að þroskast enda komin langt á fertugsaldur og stórar stelpur gráta ekki. Þetta er þó lengsti tími sem hann hefur verið í burtu á okkar tíu árum saman og ég er svona pínu dauf í dálkinn og finnst þetta pínu langt enda margt að gera á stóru heimili og ég þarf að hagræða í rekstri Wink til að allt skipulagið smelli saman, en ég ber mig ávallt og iðulega vel og læt ekki bugast fyrr en feita konan hefur sungið!! 
 
Hin ástæða búhúsins er sú að ég verð að minnka bloggveru mína umtalsvert næstu vikurnar. Nú er ég að skrifa og lesa og skrifa og lesa og er búin að setja mig í stórt straff á hinum ýmsustu sviðum sem fela í sér skemmtanagildi. Engin skemmtun fyrir Sunnu, fyrr en hún er komin af stað aftur með ritgerðina!! Og þannig að ég verði farin að sjá árangur. Þetta þýðir ekkert hangs á netinu enda viðurkenni ég að ég er versti bloggfíkill og er stundum klukkutímum saman hangandi á feisbúkk og blogginu. Ég vona að þið séuð ekki núna farin að gráta með mér af því að sorgarstuðull færslunnar er orðin yfirþyrmandi Cool, en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til þess að ég druslist nú til að klára þetta nám. Ég fæ víst ekki háskólagráðu út á blogg! En það er óþarfi að grípa strax til aðgerða eins og að henda mér út af bloggvinalistum, ég mun koma aftur og kíkja hér inn öðru hvoru og jafnvel ef ég les einhverja stórkostlega guðfræðikenningu, þá hendi ég henni hér inn...öðrum til ánægju og yndisauka!
 
Þriðja ástæða búhúsins er ekki prenthæf og tengist skapgerðarbrestum mínum og ég segi að ég er í feitri fýlu út af þessari ástæðu! Jamm og já og fuss og svei Devil
 
Ég vona að þið munið öll hafa það gott og vera góð hvert við annað, annars er mér að mæta...
 
Bestu kveðjur tili ykkar allra
 
Sunnasemeraðreynaaðlosnaviðritgerðarkrísumeðþvíaðgeraeitthvaðíþví LoLHeart!
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búha með þér.Gangi þér velog húsbandinu þínu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Birna

Sunna Dóra Möller, 23.9.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku dúllan, knús á þig og láttu sjá þig annað slagið.  Slepptu bölvaðri feisbúkkinni.

Sakna þín nú þegar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég mun sakna ykkar líka, kíki á ykkur öðru hvoru í pásum !

Sunna Dóra Möller, 23.9.2008 kl. 20:33

5 identicon

Þessa færslu á undirrituð mjög auðvelt með að skilja. Hef svoooo mikið lent í því sjálf að bara verða að stoppa allt bloggrölt til að sinna mínu verkefni. Óska þér alls hins besta - og BTW: Þér verður aldrei hent út af bloggvinalistanum mínum - ekki flóknara en það.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Helga Dóra

Sunna Dóra, þú verður að taka þér sígó pásur og nýta þær bara til að leyfa okkur að fylgjast með hvernig gengur.........

10 ár með Bolla,,, Man vel eftir því þegar ung snót skellti sér í guðfræði nám og fór að skjóta sér í gaur..... Ji, hvað er langt síðan......

Ég vildi að ég væri "bara" að fara að skrifa ritgerð.... Ég er að fara í próf í náttúrufræði og að drepast yfir algebrunni í þessu..... Væri alveg til í að skrifa frekar 4 ritgerðir......

En gangi þér vel og hlakka til að heyra meira frá þér..... 

Helga Dóra, 23.9.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvað er kallinn að gera í Kenýa Sunna Dóra?

Hann hefði örugglega gaman af því að heimsækja starf ABC meðan að hann er þarna ef hann hefur tíma. Á ég ekki að "bjóða" honum í heimsókn?

Baldvin Jónsson, 24.9.2008 kl. 08:44

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Gangi þér vel og vonandi varir búhúið ekki lengi ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 12:49

9 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

 bhaaaaaaa ég er farin að hágráta

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:16

10 Smámynd: Brussan

Skil þig vel Sunna mín,  ég sef varla þegar húsbandið mitt er að heiman, hann vann í burtu frá heimilini báðar meðgöngurnar, var 2 vikur að vinna og 4 daga heima,   þurfti að hringja daginn sem Greta Örk kom í heiminn og segja honum að bruna í bæinn(hann rétt náði).  En stundum þarf að búhúa til að komast áfram, vona að feita fýla minnki eitthvað við búhúuuið ?

Brussan, 25.9.2008 kl. 14:28

11 identicon

Gangi þér vel í grasekkjuhlutverkinu. Sem betur fer líður tíminn hratt þegar maður er svona ótrúlega upptekinn eins og þú verður næstu vikur.

Erna Geirsdottir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:40

12 Smámynd: Halla Rut

Kenýa....ekki beint nálægt...

Takk fyrir bloggvináttu.

Halla Rut , 25.9.2008 kl. 22:14

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll fyrir kveðjurnar!

Anna: ..það er stundum átak að stoppa bloggröltið...mér finnst einhvern eins og maður sé ekki með í samfélagsumnræðum nema að skoða bloggið...það er einhvern veginn svo stórt litróf af öllu sem gerist sem sést á blogginu

Helga: Hætt að reykja...! Nú eru það bloggpásur...eða hlaupapásur ! 10 ár eru sannarlega fljót að líða ...gangi þér vel með lotukerfið !

Baldvin: Bolli er að skoða kristniboðsstöðvar...ég veit ekkert hvernig prógrammið er hjá honum þar sem ég heyri sama sem ekkert frá honum ! En ABC er mjög spennandi og ég er viss um að hann myndi vilja skoða það starf ef hann hefur tíma til !

Jóhanna: Búhúið....er enn smá í gangi...en þetta kemur !

Hulda: Vildu tissjú !

Silla: Fýlan er ekki farin ennþá, er búin að breitast í gremju og pirring aðallega...! Ég bíst við að gott búhú sé stundum bara nauðsynlegt...bara ef maður sér ljósið á ný, þá er allt á réttri leið

Erna: Tíminn nefnilega flýgur og stundum of hratt !

Halla: Takk fyrir samþykktina, ég hef oft mjög gaman að því að lesa það sem þú skrifar! Það er rétt að Kenýja er einhvern vegin alveg í fjarkanistan !

Hafið það gott

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 14:05

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Rosalega er þetta eitthvað brosmillt komment hjá mér..horft úr fjarlægð er hér fullt að gulum brosum, ætli búhúið sé ekki bara á undanhaldi hjá mér, miðað við þessa tómu gleði sem blasir við

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 14:07

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Obbosí, mín bara alveg á bömmer.  Þetta lagast veru viss. Hafðu það gott um helgina og Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:31

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ásdís...bömmmerinn fer minnkandi ! Hafðu það gott sömuleiðis

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 19:35

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég skil þig vel, hef haft mikið að gera sem veldur þreytu og hugmyndaleysi í bloggheimum. Spennandi ferðalag á karli þínum - sjálfsagt skemmtilegra en í suddanum hér hjá okkur. Hafðu það gott ég hugsa þó til þín og hlakka til að lesa þig aftur mín kæra.

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 08:58

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Edda og gangi þér vel og farðu vel með þig í öllum þínum verkefnum !

Sunna Dóra Möller, 28.9.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband