3.10.2008 | 08:44
Hux
Ég hef ekki þolinmæði eða löngun í að lesa fleiri bölmóðsfréttir!! Eftir að hafa hlustað stanslaust í gær á neikvæðar fréttir alveg frá morgni til kvölds og síðan byrjar þetta aftur nú í morgunsárið, að þá er ég á því að ég veri pottþétt farin að bryðja töflur til að létta geðið innan tíðar ef það fer ekki eitthvað að rofa til eða þá að fréttamenn finni eitthvað skemmtilegt að segja frá.
Það er ekki nóg að allt sé á vonarvöl heldur er stefnir í að öll olía í landinu klárist og ofan á allt er komin hálka og ég á sléttum sumardekkjum. Það er sem sagt ekki eitt....það er allt !
Ég er að huxa um að horfa á Disney myndir í allan dag og bíða eftir að það hlýni svo ég komist í matarbúð að kaupa slátur og mér sem finnst slátur vont ! Held að hlutirnir geti ekki verið dapurlegri......farin að horfa á Bangsímon !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl mása mín! Ég var nú orðin svo yfirkomin af öllum þessum hryllingi að ég ákvað að skrúfa fyrir alla fjölmiðla í dag og gera mér það að góðu að SKÚRA!!!! Belief it or not! Á þessari stundu er sól í sveitinni og því tækifæri til að vera bjartsýnn. Mér líst vel á þetta með slátrið, var að hugsa um að demba mér í þetta um helgina! Hægt að nota njóla í jafninginn, hann er víst hollur! Er Kenýafarinn búinn að verða sér úti um marga minjagripi? Kysstu börnin frá mér! Bkv Hlín
Hlín Bolladóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:39
Úff, brosum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 11:45
Ólafur: Ég huxa að það sé alveg hreint ágætt einmitt nú að vera ekki stóreignamanneskja, enda hef ég litlar áhyggjur af verðbréfum og öðru slíku , bara pínu af því að eiga fyrir mat út mánuðinn en tek þetta á það reddast viðhorfinu!
Hlín: Það er best einmitt að hlusta bara ekkert of mikið á fréttir og loka bara fyrir. Ég nenni ekki að skúra..hahahaha...les í staðinn. Það er líka sól í Reykjavík og ég er að íhuga að vekja fjölskyldubílinn af værum blundi og bregða mér í Bónus, nú á maður víst að birgja sig upp þar sem ekki er til peningur til að leysa út erlendan varning ! Kenýjafarinn er búin að kaupa hitt og þetta, ég sagði honum að kaupa bara gull....en það er víst ekki selt á þeim svæðum sem hann er á. Hann er búin að vera hátt uppi í mikilli hæð en á niðurleið í skordýraumhverfi og á von á að hitta köngulær og sporðdreka núna sem aldrei fyrr ! Bestu kveðjur norður yfir heiðar og eigði góða helgi !
Jenný: Þrátt fyrir allt er ég alveg skælbrosandi og hlakka til að kaupa föstudagsnammi og horfa á Singin Bee !
Sunna Dóra Möller, 3.10.2008 kl. 11:53
Lestu þá frekar bloggið mitt og taktu þátt í sælunni.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 3.10.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.