Jólablogg

Nú verð ég hreinlega að fara að jólablogga hugsaði konan með sér og settist við tölvuna. Eftir að hafa verið í eins ójólalegu skapi og hægt er að hugsa sér miðað við aldur og fyrri störf, sá hún sér þann vænstan kostinn að rífa sig upp úr ládeyðunni og kreppuhugsunum og kíkja í geymsluna eftir jóladóti. Fyrst þurfti þó að þrífa, þar sem ekki er hægt að setja jólaljós í skítuga glugga. Konan þreif eins og enginn væri morgundagurinn og að lokum setti hún ljós í alla glugga og skraut hér og þar í íbúðinni. Að loknu þessu verki settist hún niður, virti fyrir sér ljósin og þá rann upp fyrir henni að jólin koma í allri sinni dýrð, þrátt fyrir kreppur og vonleysi. Þau verða eflaust jafn yndisleg og öll önnur jól, þrátt fyrir að ekki verði hægt að kaupa allt og gera allt eins og alltaf. Smærri í sniðum verða jólin eflaust en það rýrir ekki innihald þeirra, vegna þess að innihaldið rýrnar ekki þó að krónan geri það Cool. Innihaldið er kærleikur, samvera fjölskyldu og vina og fagnaðarerindi sem á enn jafn vel við í dag og fyrir 2000 árum síðan. Fagnaðarerindi sem getur fært okkur von inn í vonleysi og ljós inn í myrkur. Megum við öll hafa það í huga þegar jólin nálgast!
 
Konan á hliðarlínunni óskar ykkur öllum gleðilegs jólaundirbúnings Heart! Jóla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka komin í jólaskap, ég er núna að mála og hlusta á Létt 96.7 þar er byrjað að spila jólalög.  Síðan á að fara að þrífa og skreita, verst hvað þessi vinna slítur í sundur daginn

Við verðum svo að fara að hittast

kv

Hrafnhildur Ólafsd

Hrafnhildur Ólafsd (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Helga Dóra

Ég fer ekki í jólaskap... Farin að vera stressuð yfir því að útskýra fyrir 4 kröfuhörðum börnum meira um kreppuna....

Er samt alveg spennt að vita hvort að fólk steypi sér ekki bara í ennþá meiri skít um þessi jól... Hvað er hundrað þúsund kall í mínus í viðbót gírinn...

Kveðja frá Tröllkonunni sem langar að stela jólunum.. Er samt ekki alveg orðin græn, finnst jólaskraut ennþá afar krúttlegt....

Helga Dóra, 24.11.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með jólaskap og jólablogg, vantar enn herslumuninn hjá mér að komast í jólaskapið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með að hafa komist í gírinn.  Er enn á leiðinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 08:52

5 identicon

Ég byrja um helgina.Bakaðar verða smol cokkis í vinnuni um helgina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 26.11.2008 kl. 20:42

7 identicon

Amen fyrir þessu Sunna!

Jólin eiga ekki að snúast um pakkana, matinn eða hversu margar sortir maður hefur bakað. Jólin eru hátið ljóss og friðar og eins og þú sagðir koma þau hvernig sem árar. Það sem skiptir máli er að fólkið manns og að því líði vel. Allt annað eru dauðir hlutir sem, þegar litið er til baka, hafa nánast enga merkingu.

Guð gefi þér og fjölskyldunni þinni góða jólaföstu (sem mér finnst lang jólalegasti tíminn, þegar allir eru fullir tilhlökkunar og eftirvæntingar um það sem koma skal)

kv. frá Seattle, Erna

Erna Geirsdottir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband