Framtíð, nútíð og fortíð....

Þessa dagana á núið ekki upp á pallborðið hjá mér, framtíðin á stóran sess auk þess sem fortíðin treður sér að við og við. Það kostar ótrúlega mikla orku að reyna að rýna sífellt inn í framtíðina og sjá fyrir sér allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Þolinmæði er ekki mín stærsta dyggð og verður seint enda er ég ein af þeim sem get ekki lesið heila bók án þess að skoða endann fyrst. Það hreinlega fer með mig að vita ekki hvernig hlutirnir enda og ég bara þoli ekki langa bið. En núna bíð ég og bið góðan Guð að kenna mér að telja daga mína svo að ég megi öðlast viturt hjarta. Ekki spillir fyrir slatti af auðmýkt, dass af æðruleysi og ögn að hugarró!

Ég hef það þó á tilfinningunni að örlög mín ráðist fyrr en síðar og hver þau örlög verða munu móta næstu ár svo um munar. 

Guð gefi ykkur öllum góð og farsæl, slysalaus áramót og munið að brosa á nýársdag, ég fer alltaf í 24 stunda nýársdagsþunglyndi en reyni þó alltaf að brosa gegnum tárin.

Sunna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þú talar eins og þú bíðir eftir sjúkdómsgreiningu!

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já.....það gæti kannski skilist þannig, en svo er nú ekki sem betur fer

Sunna Dóra Möller, 30.12.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hafðu það gott um áramótin Sunna mín

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Huld, sömuleiðis

Sunna Dóra Möller, 30.12.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband