3.1.2009 | 16:41
Gleðilegt ár, gleðilegt ár.....
Ég verð að viðurkenna að í mér býr viss feginleiki yfir því að árið 2008 er horfið í aldanna rás. Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt ár, þó að margt gott hafi gerst og ég haldið lífi og heilsu ásamt öllum fjölskyldumeðlimum kærleiksheimilisins. Þetta var ár ákveðinna átaka innra með sem utan og án þess að ég ætli mér að vera of bjartsýn fyrir hönd komandi árs, þá er nýtt upphaf alltaf gott og gott að fá tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég get ekki séð fyrir hvað gerist á þessu ári enda engin völva og eflaust verða sigrar jafnt sem ósigrar, þannig er það alltaf í lífinu. Ég vona að hlutirnir verði þó ekki of erfiðir og við náum að sigla þann sjó sem við búum okkur nokkuð örugglega. Ákveðnir póstar verða alltaf á sýnum stað eins og að:
- Vakna á hverjum virkum degi klukkan 7 til að koma börnunum í skólann.
- Ég mun versla reglulega í matinn og taka bensín á bílinn.
- Ég mun mæta í vinnu yfirleitt um hádegi til að hitta börnin í Neskirkju.
- Þess á milli mun ég reyna að skrifa eitthvað í óloknu tímamótaverki.
- Ég mun líklega reiða fram kvöldmat um sex leytið dag hvern, koma börnum í ró um átta og fara sjálf að sofa að loknum 10 fréttum.
- Helgar verða án efa nýttar til vinnu, enda vinnur húsband um helgar, einstaka helgar verða þó fríhelgar þar sem við munum reyna að komast frá borgarljósunum í sveitakyrrð.
- Páskar koma um svipað leyti og venjulega og þá verður löngun í brúnaðar kartöflur og rjómasósur komin á ný eftir jólin.
- Sumarið kemur á eftir vetri og vori og líklega mun haust fylgja í kjölfarið!
- Vetur kemur og síðan jól á ný.
Þetta er það sem hægt er að sjá fyrir með nokkurri vissu, annað er óvænt og ófyrirséð. Eitthvað mun verða til gæfu annað ekki. En nýtt upphaf og nýtt ár felur í sér smá kvíða en einnig felur það í sér vilja til að taka við því með reisn, upprétt og hreinskilin gangvart þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni.
Megi nýtt ár færa okkur gæfu, réttlæti og nýtt þjóðfélag sem við öll getum sætt okkur við eftir áföll liðins árs.
Sunna
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta bara mjög trúverðug áramótaspá. Ætla að bregða mér vestur yfir fjall á morgun og verða viðstödd innsetningarmessu sr. Ursúlu.
Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna, elsku Sunna:-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:59
GLEÐILEG ÁR, MEGI 2009 VERA BESTA ÁR EVER Í ÞÍNU LÍFI!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 22:59
Gleðlilegt ár Sunna Dóra mín og takk fyrir það gamla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.