Færsluflokkur: Bloggar

Þegar þrengir að....

konanHvað gera konur þá.......þær slá öllu upp í kæruleysi og missa sig í gleðinni HómerNei bara grín, fyndin ég.........! Nei þær snúa vörn í sókn og leggja sig alla fram, ó já Wizard!

Nú er svo komið að ég er á algjöru deadline fyrir föstudaginn og þarf að skila af mér innleggi um annan hlutann í ritgerðinni minni. Þannig að nú bretti ég upp ermar, munda pennan (hljómar betur en pikk á lyklaborð, meira gamaldags Whistling) og tekst á við það verkefni eins og best verður á kosið miðað við þann tíma sem ég hef til reiðu.

Þannig að ég verð eins lítið og ég get á blogginu vegna þessa og bið ykkur um vinsamlegast um að skrifa ekki margar færslur og vera ekki skemmtileg fram á föstudag........er það nokkuð frekjulega fram á farið af mér Tounge!

Þannig að nú sný ég mér að alvöru lífsins, ekki í fyrsta sinn W00t og reyni vera dúggleg!

Síjúsúnendbígúd Heart!


Smá jólablogg ásamt ýmsu öðru :-)!

Ég ákvað með sjálfri mér hér við tölvuna að jólablogga þessa færslu en svo að taka pásu fram á næsta sunnudag (fyrsti í aðventu) en þá breytist þetta blogg í jólablogg Sunnu og þá verður massíft bloggað um jólin og undirbúning þeirra hér á bæ! Ekkert verður gefið eftir Whistling!

Annars þjóðfstörtuðum við í sunnudagaskólanum í morgun og sungum "Bráðum koma blessuð jólin" og það var bara gaman, enda held ég að leikskólar séu byrjaðir að syngja jólalög, alla vega hvíslaði ein lítil því að mér í morgun Wink!

En hér hefur verið nóg að gera um helgina, ég fór eins og stormsveipur í gær um helstu verslunarhallir Reykvíkinga (ekkert verið að hætta að kaupa á kauplausa deginum hér á bæ, vissi ekki einu sinni af honum Pinch). Ég fór í Kringluna, Ikea og Garðheima að skoða jólalandið. Þegar heim var komið, þá var farið í stórþrif. Ég get ekki sett upp jólaljós í skítuga glugga, það bara passar ekki Cool! Þannig að það voru dregnar fram hreinsunargræjur (voru lengst inni í skáp, farnar að rykfalla Whistling) og tekið til hendinni. Fullt af ruslapokum var hent, ásamt því að sorterað var í dótakössum og öðrum kössum og útkoman var bara nokkuð fínt heimili þó að ég segi sjálf frá.

Útkoman er nokkurn vegin þessi, en hér á eftir fylgja smá myndir af afrakstri gærdagsins:

Nedó 131Nedó 133Nedó 135

Nedó 137

Þetta eru svona fyrstu myndir af jólaljósum heimilisins...en úti er ekkert voða jólalegt...:

ýmislegt 002Þessi er tekin út um stofugluggann, yfir Rauðavatnið....heldur dimmt Pinch!

En það er hlýtt inni og þar eru þessar tvær:

 ýmislegt 004ýmislegt 005

Eigði góða vinnuviku framundan og farið varlega í hálkunni og rokinu og kuldanum og og og og....W00t!

 

 

 

 


Lítil saga um konu með fullkomnunaráráttu ;-)!

JólÉg gerði aðra tilraun í dag til að kaupa jóladisk þessara jóla og fór núna í tvær búðir frekar en eina og ekki var hann til! Ég er farin að halda að hann sé ekki kominn út og ég sé eitthvað snemma á ferð, ég er að hugsa um að gera aðra tilraun í næstu viku, nær mánaðarmótum!

Ég hef alltaf verið snemma á ferð í jólaundirbúningi, búin að setja upp ljós og smá skraut fyrir mánaðarmótin nóv/des. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef alla mína hunds og kattartíð verið í prófum í desember og þess vegna hef ég alltaf viljað vera búin að setja eitthvað upp áður en álagið hefur brostið á. Núna eftir þessa erindisleysu í dag, ákvað ég bara að skella mér í geymsluna og ná í seríurnar mínar, þó að ég sé ekki að fara í próf, þá liggur ritgerðin á mér og ég ákvað að drífa í að setja  jól2upp ljósin. Ég skundaði niður og hélt á stórum kassa upp, fór að vinna úr flækjum og gekk þetta greiðlega. Síðan kom að því að setja upp herlegheitin. Ég sem kona með fullkomnunaráráttu á háu stigi, fór að telja út í gluggana.......ég get ekki skellt þessu upp svona tilviljanakennt. Ég tel út fjöldann í hverja hlið gluggans, svo set ég þær upp alveg þráðbeinar, með nánast sama bili á milli hvers ljós upp á millimeter. Síðan lími ég þetta alveg blýfast vegna þess að ég þoli ekki seríu sem að hangir hálf niður í glugganum Pinch....mér finnst það svo druslulegt að ég bara krullast upp W00t!

Núna nokkrum tímum seinna eru komnar seríur í þrjá glugga....komst ekki yfir meira, þetta tekur mig svo langan tíma Cool!

Á morgun er plönuð Ikea ferð og Garðheimaferð. Mig vantar eina seríu í einn glugga og svo hef ég aldrei getað átt aðventuljós, vegna þess að á einhvern dularfullan hátt eyðileggjast alltaf þau sem ég á. Núna ætla ég að gera eina tilraun enn...Whistling!

Ég ætla þó ekki að setja á svalirnar strax, bíð fram yfir mánaðarmót með það!

En mikil skelfing eru þessi ljós notaleg InLove!   Þetta er það besta við aðventuna og jólakomuna, það er hlýjan og ljósin!

Verum góð hvort við annað, verið hress, ekkert stress og bless!

Eigið gott föstudagskvöld Heart!

jól4


Ókei....smá blogg...:-)

Þetta blogg verður í símskeytastíl enda um fréttir af mér og mínum að ræða, og hver vill ekki fá fréttir af mér Wizard!

  • Ég var glöð á leiðinni heim í dag úr Neskirkju, vegna þess að umferðin gekk vel og ég var fljót í búðinni. Venjulega stoppa ég við Reykjavíkurflugvöll og fer fetið fram að Kringlu. Það góða við þetta er að ég get hlustað á Reykjavík síðdegis og ég hef afar gaman að þeim þætti.
  • Matarbúðarferðir fara venjulega í taugarnar á mér, vegna þess að mér finnast allir aðrir svo lengi að versla. Ég lendi svo oft á eftir fólki í röðinni sem bíður alltaf með að setja í pokann þar til allt er farið í gegn, síðan borgar það og fer svo að setja í pokana. Þá þarf ég að bíða líka, vegna þess að það er ekki pláss fyrir minn mat og þá fer ég alveg yfir um W00t. Ég set alltaf í pokana á meðan verið er að renna í gegn og er búin þegar komið er að því að borga og get þá gengið beint út og nóg pláss fyrir næsta Wizard! Það var einmitt þannig í dag og ég var alveg of kát! ef einhverjum finnst þetta óþarfa pirringur þá má sá og hinna sami hafa það fyrir sig....þetta er stórmál í mínum huga, þegar ég er á leið heim og vil komast þangað á sem stystum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn Tounge!
  • Ég er ekkert að skrifa í ritgerðinni minni þessa dagana og er komin svoldið langt frá henni og kem mér ekki aftur inn. Nú er þetta hin mesta ógn í mínu lífi og ég vil helst bara fara til Balí og stofna sértrúarsöfnuð Halo!
  • Ég ætlaði að kaupa fyrsta jóladótið í dag, en það var í formi geisladisks (kaupi alltaf einn fyrir hver jól) en hann var ekki til í búðinni sem að ég fór í, það var sorg því ég hafði hlakkað til. Sömuleiðis var pabbi minn á leið frá London í gærkvöldi og ætlaði að kaupa Georg Jensen óróann fyrir mig og ég var svo spennt, því ég elska jólaóróana frá Georg Jensen...en hann var uppseldur Crying! Spurning um að fresta bara jólunum, þvílík er sorg mín Tounge...ef einhver ætlar að segja þetta dekurslegt raus, þá má sá og hinn sami hafa það fyrir sig, því þetta er grafalvarlegt mál Police.
  • Maðurinn minn ætlar í Rjúpnaferð á morgun í Dalina. Það er næst síðasta ferð vetrarins......enda tímabilið brátt á enda!
  • Ég er enn í nammibindindi og gengur vel, komst í buxur í dag sem að ég ætlaði að grenna mig í, keypti þær of litlar sko og setti mér markmið og í dag hafði það nást og ég er alsæl Wizard! Ég veit, ég er á kafi í efnislegum og útlistlegum hlutum...týnd í neysluhyggjunni og útlistsdýrkuninni....ekki segja það við mig beint þá fer ég bara að gráta CryingWhistling!
  • Ég er að verða jólaviðkvæm og finn að ég get tárast við minnsta tilefni ef að eitthvað hreyfir við mér. Að fenginni reynslu mun þetta ágerast og ná hámarki á aðfangadag InLove!
  • Miðjan mín er að læra á píanó og nú hljómar hér "klukknahljóm" og "Bjart er yfir Betlehem" á fimm mínútna fresti.....ég ber mig vel í þágu listarinnar Whistling!
  • Ég vil óska Bandaríkjamönnum til hamingju með þakkargjörðardaginn og vona að Kalkúnninn smakkist vel LoL!
  • Fyrir akkúrat ári síðan var ég á leið til Boston, en þar eyddi ég þremur dögum við verslun og OMG...það var svo gaman, ég var með mömmu og systur minni og við vorum ógisslega skemmtilegar og við gátum sko aldeilis verslað Wizard!
  • Nú eru einmitt foreldrar mínir á leið til Boston í þessum skrifuðu orðum og ég er oggó pínku abbó Blush...hefði alveg verið til í að kíkja aðeins í Galleríuna...Wink...mig vantar alltíeinu svo mikið af einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er Whistling!
  • Ég ætla láta þetta nægja að sinni og vona að allir, ungir sem aldnir, góðir sem baldnir eigi hið besta kvöld!
  • Góða nótt mín kæru flón ToungeSleeping!

Ekkert að segja...

engin orð...Mér dettur ekkert í hug til að blogga um þessa dagana....er hálf þreytt, hálf andlaus, hálf áhugalaus og margt fleira sem er eitthvað að valda þessari hugmyndaþurrð!

Ég mun þó blogga þegar andinn blæs í brjóst, en sem komið er stafalogn og hann blæs ekki neitt!

Þannig að ég bíð eftir storm viðvörun Cool og þegar stormar á ný, þá mun bloggað af krafti.............er það ekki málið að það eru gæðin en ekki magnið.....WizardWhistling (þettasegiégtilaðréttlætabloggleysiogleti SleepingPinch)!

Síjúsún!


Veika stelpan mín!

veika stelpan 003Stelur tölvunni af mömmu sinni, en það er erfitt að standast svona englasvip Halo!

Hún elskar að horfa á Gullu veika stelpan 004Hér situr hún að horfa með enn einn englasvipinn á krúttlega trýninu sínu InLove!

Síðan þegar maður er heima lasin þá fær maður að sjálfsögðu að máta jólaskóna smá. Bara aðeins, smá stund mamma mín eins og hún segir og horfir bænaraugum á móður sína. Þetta eru skórnir í öllu sínu veldi Wizard

veika stelpan 008veika stelpan 007Skóna valdi daman sér sjálf í Steinar Waage um daginn og er ekkert smá glöð enda er hún flottust í þessum skóm.

Við mæðgur biðjum að heilsa og vonum að þið séuð ekki að verða veik þarna úti, það er svo leiðinlegt að hanga heima Wink!


Þetta er ég núna:

Bolli Gústavsson 72 ára 007Þetta er ég núna þegar ég skrifa athugasemdir. Ég er sem sagt búin að skipta um mynd Wizard! Þessi mynd var tekin í einum af gleðsköpum helgarinnar en frúin er að skríða saman núna í þessu eftir þreytudaginn mikla í gær Sleeping!

En nú horfir allt á betri veg, ég átti alveg ótrúlega skemmtilega helgi sama hvar á hana er horft (ef frá er talinn dagurinn í gær Whistling).

Ég fór í svo skemmtilegt sextugs afmæli hjá móðursystur minni að ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Ég á alveg hrikalega skemmtilega fjölskyldu, það er alveg ljóst WizardInLove!

Núna er ég heima með Möttuna mína veika, hún er með augnsýkingu og ljótan hósta. Við tókum okkur bara spólu og keyptum kleinuhring og höfum það gott!

Hafið þið það líka gott og njótið dagsins í þokunni Smile!


Karpað í Korintu - Lokahluti!

imagesJæja, þá er komið að loka hlutanum í þessu litla greinakorni um Korintu. Ég þakka viðbrögðin frá þeim sem að hafa tjáð sig og nú er komið að lokum.

Frelsi: 

Hin upphafna andlega staða og meðvitund hafði þá niðurstöðu, að það að vera fyllt andanum fól í sér fyrir einhverja í söfnuðinum, frelsi. Lykil táknið fyrir þá var nátengt slagorðinu: “Allt er leyfilegt” Það er ekki erfitt að ímynda sér hversu aðlaðandi þetta hefur verið meðal þeirra sem að höfðu eytt ævinni sem lágstéttar leysingjar eða innfluttir verkamenn.  Ólíkir meðlimir samkundunnar í Korintu aftur á móti notuðu frelsi sitt á ýmsan hátt sem virðist endurspegla tvær andstæðar tilhneigingar til heimsins. Eitt af þeim virðist koma fram snemma í kynferðislegu meinlæti en það var síðar ríkjandi þáttur í hinu kristna lífi, sjá t.d . 1.Kor. 7.1.

Einhverjir af meðlimum safnaðarins voru að draga sig út úr kynferðislegum tengslum af andlegum ástæðum. Hugsanlega hafa þetta að mestu verið konur. Retorík jafnréttisins sem að Páll notar í 1. kor. 7.2-6, þegar hann ávarpar konur jafnt sem karlmenn sem að er óvenjulegt í fornum ritum er einungis skiljanleg ef að litið er á það þannig að Páll hafi verið að reyna að sannfæra konur að forðast kynferðisleg tengsl tímabundið.  

Þó að þær væru andlega innblásnar, þá hafði meinlæti þeirra ákveðna pólitíska vídd. Í karlveldi grísk-rómversk samfélags var einkenni konu meira eða minna fast í einkennum karlsins sem að hún var undirgefin. Konur giftust venjulega ungar, áttu mörg börn og voru háðar heimilinu húsbónda síns eða meistara. Konurnar í Korintu söfnuðinum sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru svipaðar öðru  trúarlegu meinlætafólki í hinum forna heimi sem að höfnuðu líkamlegum og veraldlegum munaði til að helga líf sitt hugleiðslu og sýnum á hinu guðlega. Meinlæti hinna korintísku kvenna var flutningur á frelsinu í anda og visku.

Konurnar sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru að brjóta gegn rómversk-grískum menningarlegum venjum þegar kom að kyni. Hin heimsvaldslega regla var byggð á karlveldis fjölskyldunni, með hjónabandstengsl og framleiðslu og var sterklega mælt með af keisurunum sjálfum alveg frá Ágústusi. Þær voru því einnig að ögra hinni heimsvaldslegu reglu sem að gerði lítið úr þeim og reyndi að stjórna hegðun þeirra.  Málið varðandi manninn sem að býr með fyrrverandi konu föður síns virðist hafa verið and-tesan við meinlæti Korintukvennanna, næstum því tjáning á kynlífs leyfi. Á meðan Páll telur þessa hegðun vera ógn við samfélagið, þá bendir ekkert til að meðlimir safnaðarins hafi haft áhyggjur af þessu og sumir jafnvel bara ánægðir með þetta (1. Kor. 5.6).

Þetta gæti einnig hafa verið tjáning á hinu nýfundna frelsi sem að meðlimirnir voru að upplifa.  Sú tjáning á frelsi sem að virðist hafa truflað Pál mest, var átið á fórnarkjötinu. Þetta frelsi átti rætur sínar í því að þeir höfðu viskuna. Þessi gnosis (viska) sem að þeir höfðu átti rætur í heimspekilegri túlkun á biblíuhefð Ísraelsmanna. að það er enginn Guð nema sá eini og að skurðgoð á ekki tilveru í heiminum (8.4).

Á grundvelli þessarar gnosis gerðu þeir ráð fyrir að fyrst að guðirnir sem að voru heiðraðir í fórnarathöfnum voru í raun og veru ekki til, þá var í lagi að borða kjötið sem að var fórnað og taka þátt í hátíðum í musterum.  Slíkar kúltískar máltíðir fólu í sér samfélag við guðina. Páll sá þetta ósamrýmanlegt við samfélag trúaðra sem var deilt í máltíð drottins og sem áhrif, skurðgoðadýrkun.  

Breytt tengsl við Pál! 

Þegar samkundan í Korintu heyrði langt bréf Páls (1. Kor) lesið upphátt fyrir þau, heyrðu þau rök sem að gerðu lítið úr, jafnvel hafnaði hrifningu þeirra á viskunni, andlegri stöðu, gjöfum og frelsi. Fjarri því að sannfærast af rökum hans, urðu að einhverju leyti sumir í samkundunni frekar gagnrýnari á hann en áður.  

Ein persóna sérstaklega virðist hafa tekið leiðtogahlutverkið í að vera gegn Páli (2. Kor. 1.23-2.11). Eftir að hafa fengið fréttir af ástandinu, hugsanlega í gegnum Tímóteus (1. Kor. 16.12), þá kom Páll til Korintu. Seinni heimsókn hans, sem hann kallaði síðar sársaukafulla heimsókn, braust út í ágreiningi milli postulans og samkundunnar (2. Kor. 2.1-3, 12.21; 13.2). Á einhverjum tíma eftir það fékk samfélagið í Korintu annað bréf frá Páli, kalla bréf táranna (2. Kor. 2.4; 9; 7.8; 12). En það var örvæntingarfull vörn hans fyrir hlutverki sínu sem postuli, bréf sem að fræðimenn álíta að sé í 2. Kor. 10-13.   

Sumir Korintubúar höfnuðu jafnvel kennivaldi Páls vegna keppinauta sem að pössuðu betur inn í hugmyndir þeirra um það hvernig postuli ætti að vera. Ef við metum út frá vörn Páls á eigin hlutverki, virðist sem að aðrir postular hafi komið til Korintu eftir sársaukafulla heimsókn hans (2. Kor. 11.22-23). Skilaboð þeirra og prógramm var ólíkt því sem að Páll var með, þannig að hann gat ásakað þá um að hafa komið með annan Jesús, annan anda, annað guðspjall (11.4-5; 4.2). Þeir áttu heldur ekki í vandræðum með að þiggja fjárhagslegan stuðning frá Korintubúum.  

Gegnum þennan langa ágreining Páls, þá hafði samkundan í Korintu fengið heimsókn frá samverkamönnum Páls, fyrst Tímóteusi og síðar Títusi. Gegn miðlun Títusar, virðist sem að samkundan hafi á endanum sæst við Pál sem var fyrsti trúboðinn í Korintu og hafði barist við að ná velþóknun þeirra. Páll talar um að með eftirsjá og sorg hafi þeir iðrast og hann fyrirgefið þeim. Hann hvetur þá einnig til að útvíkka fyrirgefninguna til þess sem að olli vandræðunum, en þeir voru að refsa honum.  

Eftir Pál! 

Við missum af því sem að gerist í Korintu í tvær kynslóðir sem að á eftir fylgja þeim árum sem að ókyrrðin ríkti! Á einhverjum tímapunkti á þeim tíma, þá var bréfum Páls safnað í safn og hringsólaði það á samkundum í Grikklandi og litlu Asíu, jafnvel víðar. Áhrifin hafa verið að þrýsta kennivaldi hans inni í almennt líf samfélaganna, þar með talið samfélagið í Korintu. Lærisveinar Páls skrifuðu einnig bréfin til Kolossómanna og til Efesus manna og enn síðar Hirðisbréfin og 1 og 2 Tím og Títusarbréf.  

Þessi bréf gefa til kynna íhaldsama tilhneigingu til að móta félagsleg tengsl innan samkundunnar á því munstri sem að mótaði grunninn að hinni rómversku heimsvaldsreglu. Þau krefjast þess að hin karlveldis þrælaeigandi fjölskylda sé nú grunnurinn að samkundum Krists um leið og hin stigveldislega regla. Konur eiga að hlýða eiginmönnum sínum og þrælar eigendum sínum. Konur eins og þær í Korintu geta vel verið þær sem að hin detuero pálínska hefð er að reyna að ná stjórn á. Það er staðreynd að á þessum tíma voru karlmenn að koma konum úr flestum leiðtogastöðum innan samkundnanna.  

Það er einnig til minna íhaldsöm lína í þróuninni frá Páli. En  það er að finna í hinum ókanónísku bókmenntum eins og í sögu Páls og Theklu. Thekla er persóna sem að ögrar hefðbundnu hlutverki kvenna og heldur áfram hlutverki kvenna eins og Prisku og Föbe og annarra korintískra kvenna.  Við fáum innsýn í annan ágreining í ekklesíunni í Korintu við enda fyrstu aldarinnar gegnum bréf sem að heitir 1. Klemensarbréf. Þar er talað um öldunga sem eru ekki aðeins höfuð heimilis síns heldur prestar samkundunnar sem að hafa verið leystir frá embættum sínum.

Samkundan hafði verið leidd af óformlegum karismatískum leiðtogum postula, spámanna og kennara, en hafði nú þróast í formlegri embætti þeirra sem að fylgdust með og presta. Sá skilningur var uppi að þeir höfði fengið vald sitt frá Kristi með ábendingu frá postulunum.  Embættismennirnir í Róm sendu bréf til að vara samkunduna í Korintu við að þau voru að skapa hættu fyrir þau sjálf svo lengi sem að fréttir um uppreisn þeirra myndu ná til þeirra sem voru fyrir utan og til þeirra sem að voru í öðrum samkundum Krists.  

Í bréfinu er krafist undirgefni við hina heimsvaldslegu reglu og að beðið sé fyrir hlýðni gagnvart þeim sem að ríkja og stjórna.  Ásamt því að hlýða hinni heimsvaldslegu reglu, þá þrýsti þetta bréf Rómverjanna til Korintu á að setja samfélagið þeirra og fjölskyldu líf undir ríkjandi félagslega reglu. Þetta inngrip rómversku kirkjunnar í málefni Korintu er grundvallað á aðgerðum rómverska þingsins og keisarans. Bréfið talar fyrir hlýðni gagnvart embættismönnum samkundunnar og undirgefni gagnvart félagslega ríkjandi stigveldi ríkis og samfélags. Friður og samlyndi þýddi undirgefni á móti því sem að Páll hafði talað um einingu í fjölbreytileika. Undirgefni kvenna var sett fram sem hið fullkomna án gagnkvæmra skyldna eiginmanna og feðra eins og við sjáum í deutero-pálínsku hefðinni. 

Við höfum enga hugmynd, nákvæmlega hvernig Korintubúarnir brugðust við þessu bréfi embættismanna rómversku kirkjunnar. 70 árum síðar skrifaði Dionysus í Korintu bréf til rómversku kirkjunnar að bréfið þeirra (1. Klemens) væri lesið upphátt á samkomum reglulega til að fá leiðbeiningar. Undir slíkum þrýstingi þá voru Korintubúarnir að aðlaga stöðu sína að hinni rómverski heimsvaldsreglu.  

En við vitum það ekki fyrir víst. Þrátt fyrir allt, þá áttu Korintubúarnir arf um sjálfstæðan anda og ögrun gagnvart utanaðkomandi valdapersónum. Það er vegna þess að fólk hlýðir ekki alltaf þeim sem fara með völdin, að valdapersónurnar skrifa bréf til að kalla eftir hlýðni!!

Nú ætla ég að reyna að fara bloggrúnt, þegar maður dettur út af bloggi einn dag, þá er margt að vinna upp.....þið eruð of dugleg að blogga gott fólk CoolWizard!

blessíbili!

   

 


Karpað í Korintu V. hluti!

imagesÞað er búið að vera svo mikið að gera í samfélagslífinu hjá minni að ég bara hef ekki haft tíma til að sinna þessu bloggi sem skildi Pinch!

Ég var á útgáfuhófi í gær vegna útkomu predikunarsafns tengdaföður mín sr. Bolla Gústavssonar (sjá fyrri færslu) og síðan var haldið á grillið á Hótel Sögu og þar voru öll systkini mannsins míns, Bolla Péturs ásamt móður hans og mökum. Við borðuðum mat sem að var listaverk og höfðum það afskaplega gott!

Í morgun var svo brunch í tilefni afmælis tengdaföður míns en hann er 72 ára í dag og voru þar allir saman komnir og mikið borðað, hlegið og spjallað.

Í kvöld er svo sextugs afmæli móðursystur minnar og verður það án efa mikið fjör ef ég þekki móður fjölskyldu mína rétt Wizard!

En ég skil ekki við ykkur án þess að kíkja aðeins áfram inn í Korintu. Við skulum sjá hvað verið er að bralla þar!

Viska, andlegar gjafir og andlegt fólk. 

Sá ágreiningur sem að tekist er á við í 1. Kor. 1.10-4.21 er beint tengdur því að sumir Korintubúanna tengdust beint ákveðnum postulum, sérstaklega Appóllosi og Páli sjálfum. Þessi mál voru einnig nátengd hrifningu um dulspekilega visku (sophia), ef að dæmt er frá harðri árás Páls í 1. Kor. 1.17-25. Byggt á þessari visku þá sögðust sumir Korintubúanna að þeir hefðu ekki aðeins mælskusnilld heldur einnig upphafna stöðu sem “vitrir” og “valdamiklir”, “konungbornir”, “ríkir”, “heiðraðir”, “sterkir” og “konunglegir” (1.26; 4.8.-10.) 

Sem áframhaldandi óvirtir leysingjar í hinu ytra samfélagi, þá hefur þetta fólk mjög líklega verið langeygt eftir virðingarstöðu innan síns félagslega ramma. Hver sem staða þeirra var fyrir utan samfélagið, þá höfðu þau núna háa andlega stöðu gegnum viskuna sem að kennd var í samfélaginu.  

 Þessi korintíska upphafna andlega staða var einnig tengd reynslu þeirra af andanum. Krafa Páls um að hina sönnu visku sé að finna í krossi Krists (1.Kor. 1.24-25) virðist vera tilraun til að svara því hve Korintubúarnir voru uppteknir af að “túlka” andlega hluti til þeirra sem eru “andlegir” (1. Kor. 2.13.). 

 Í því trúboði sem að var leitt af Páli og öðrum, þá var andinn alltaf skilinn sem andlegur kraftur sem var móttekinn hjá einstaklingum sem að létu skírast en það var innvígsluathöfn inn í samfélagið. Hinir andlegu Korintubúar virðast hafa upplifað skírnina meira sem persónulega gáfu með valdi og visku, ef við dæmum út frá skyndilegri vörn Páls yfir að hafa skírt einhverja af Korintubúunum (1. Kor. 12.4.13).  

Svo virðist sem að spámennska og tungutal hafi verið þær tvær gjafir sem að voru eftirsóttastar í Korintu. Sú hin vinsælasta virðist hafa verið að tala tungum en það var óskiljanlegt ræða. Það að tala tungum má hafa verið lík opinberunar spádómum í hellenistískum trúarbrögðum og jafnvel líkt því sem að Philon lýsir sem ekstatískum spádómum.  

Í þeim texta sem að valin er til þýðingar í flestum útgáfum Nt, þá lýsir Páll því yfir afdráttarlaust að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum, það er, þær eiga ekki yfir höfuð að spá (1. Kor. 14.34-5). Það er  skekkja í grískum handritum á þessu versi og frekari efasemdir um að Páll hafi í raun skrifað þessi vers og frekari efasemdir um að Páll hafi líka skrifað versin í 1. Kor. 11.3-16, sem að fjalla um konur sem spá. Ef að Páll skrifaði þessi orð í raun og veru, þá gefa þau til kynna að konur voru sérstaklega virkar meðal Korintubúanna sem voru hrifnir af hinum andlegu gjöfum spámennsku og tungutals.  Þetta á vel við texta frá hinum forna miðjarðarhafsheimi almennt sem að sýnir konur oftar en karlmenn, frá sér numdar (ecstatics). 

Fyrir konur í ekklesíunni, jafnt sem þræla og aðra sem höfðu jaðar félagslega stöðu, þá hafði sú viska og það vald sem kom með því að vera fyllt andanum þau áhrif að það leyfði þeim að umbreyta hefðbundnum kynferðislegum og trúarlegum gildum sem voru tæki stjórnunar í hinum heimsvaldlega samfélagi.  Í gegnum andlega handanveru sem kom í gegnum skírnina, upplifði fólkið umbreytingu frá stöðu vanvirðingar og niðurlægingar yfir í upphafna andlega stöðu.  

Hafið það gott í kvöld og ekki skemmta ykkur betur en ég, þá fer ég í fýlu fram að jólum Tounge.


Lífið sækir fram!

BollieldriÍ dag kemur út safn predikana Sr. Bolla Gústavsonar fyrrverandi vígslubiskups á Hólum. Bókin er til heiðurs Sr. Bolla sjötugum og er afrakstur samheldinna barna Sr. Bolla og Matthildar Jónsdóttur.

Bók þess geymir safn predikana og ljóða eftir Sr. Bolla Gústavsson. Myndskreytingar eru eftir hann og Gústav Geir Bollason myndlistarmann og son höfundar. Sr. Bolli Pétur Bollason, sonur höfundar einnig, ritstýrir bókinni.

Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur í Hrísey 1963-1966 og í Laufási við Eyjafjörð frá árinu 1966 til 1991 er hann varð víglsubiskup að Hólum í Hjaltadal.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar inngang og Hjörtur Pálsson norrænufræðingur og guðfræðingur ritar grein um manninn og rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.

Ég læt hér fylgja með ljóð sem að sr. Bolli flutti í tilefni heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur til Hóla árið 1991. Þá samdi hann fyrstu hugleiðingu sína sem vígslubiskup á Hólastað, en í henni birtist ljóðið.

Láréttir geislar

yfir alhvítu landi

bræða frerann seint.

 

Þó logar hjartað

er dauðinn þokast nær

þá brennur hjartað

 

Lífið sækir fram

gagnstæð skaut mætast

fljúga neistar í milli

 

Leiftrandi neistaflug kveikir

í þurru tundri hjartans

og það slær.

 

Við staðnæmumst hjá gröfunum

finnum þanþol lífsins

vaxa í dauðanum

líkt og vorhiminn eilífðar

yfir hvítu landi.

Sr. Bolli Gústavsson, 1991.

Það er mér mikil ánægja að skrifa um þessa bók og sjá hana útkomna. Ég hef fengið að gægjast yfir öxlina á þeim sem að unnu að þessari bók og ég get með sanni sagt að hún er út komin í miklum kærleika og alúð við ævistarf þessa mæta manns sem að var dyggur þjónn kirkjunnar, góður faðir og eiginmaður!

Kveðja, Sunna!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband