Færsluflokkur: Bloggar

Er ekki í bloggfríi....

Heldur er ég að kljást við bilaða tölvu sem að ákvað á fimmtudaginn var að hætta að tengjast internetinu alveg upp á eigin spýtur Devil!!

Ég er sem sagt í lánstölvu núna til að láta ykkur vita, sem eru orðin viti ykkar fjær af áhyggjum af mér  Cool að ég er heil á húfi og full gremju út af tölvunni minni sem er ekki að virka og sýnir enga viðleitni í þá átt að gera það DevilDevil.

Á meðan hími ég netlaus úti í kulda og trekki og kemst ekki inn í hlýjuna hér á blogginu Crying!

Þangað til að tölvan lagast....Heart

Bless í bilinu!


:-)!

Ég er bara ansi kát skal ég segja ykkur....en þið LoL!


Stundum er ég svo mikill smáborgari!!

HómerÉg er ný búin að uppgötva nýju Hagkaupsverslunina í Holtagörðum. Skaust þar inn í fyrsta skipti um daginn til að kaupa sumargjafir handa stelpunum, ekkert fansí, pansí hér á bæ, í kreppunni!! Bara hefðbundnar sumargjafir, fata, skófla og stórar gangstéttakrítar Wizard!
Nú þurfti ég að fara aftur áðan og vitiði að ég elska flottar matarbúðir, ég stóð sjálfa mig að því að ganga í rólegheitum milli matarhillanna og skoða allt matarúrvalið og njóta þess bara að spá og spuklera hvað það væri mikið til af flottum og girnilegum mat! Sumir fara í fatabúðir og skima, ég hef gaman af því að fara í matarbúðir og skima og ég segi hér og skrifa, þessi matarbúð er flottust LoL
 
Ég kíkti í framhaldinu inn í Jóa Fel, bara til að skoða allt flotta brauðið og allar flottu kökurnar sem eru til (semégmáekkiborðamegrunmegrunmegrum) Wink!
 
Þegar ég settist út í bíl, varð mér hugsað að ég væri algjör úthverfahúsmóðir og pínu smáborgari! Hver fer í Hagkaup, bara til að skoða mat.....það skalt tekið fram að ég keypti ekki eins og eina mjólk....ég bara skoðaði Blush!
 
En ég er annars bara góð, helgarfrí framundan á kærleiksheimilinu, enginn sunnudagaskóli, engin messa...bara frí LoL! Það hefur ekki gerst síðan í febrúar, þannig að þetta er kærkomið og við ætlum að njóta þess í botn og vera slök út á kantinn með fullan bíl af tónlist!
 
Sunna kveður!! 
 
 

Tími!

tímiMér finnst stundum svo merkilegt hvað tíminn getur verið afstæður. Ég hef yfirleitt frekar mikið að gera og síðustu vikur hafa verið þannig að ég hef haft of mikið að gera, átt erfitt með að forgangsraða og lent í örlitlu stjórnleysi með tímann minn. Það versta sem að ég lendi í er að hafa lítinn tíma og vera á hlaupum. Þá fer blóðþrýstingurinn upp úr öllu og ég verð andstutt með hjartsláttatruflanir W00t! Fyrir svona 10 dögum síðar myndaðist smá rými og ég fékk smá aukatíma. Ég fór að lesa yfir ritgerð og sendi efni meira að segja frá mér, klöppum fyrir því.....aftur Wizard og ég gat farið að blogga á ný. Mér finnst gott að hafa smá rými í lífinu til að gera það sem ég þarf og mér finnst erfitt þegar verkefni sem eru brýn eru farin að sitja á hakanum af því að ég hef tekið að mér of mörg verkefni. Núna finn ég að tíminn er að minnka aftur og ég þarf að fara að setja ákveðið verkefni á hilluna sem að ég var ný farin að líta í á ný vegna þess að ég fékk aukatíma. Ferming einkasonarins er framundan og ég er ekki einu sinni búin að ákveða aðalréttinn GMG....ég á eftir að baka, kaupa serviettur, kerti, dúka, fara í litun og plokkun, klippingu og ég veit ekki hvað og hvað! Kona verður jú að vera glæsileg þegar barnið hennar er fermt. Það er sjálfsagt mannréttindamál Police. Nú er mamma mín á leiðinni og við ætlum að fara yfir það sem þarf að gera, semja strategíu og leggja úr höfn! Næst þegar tíminn verður nógur, þá sný ég mér að verkefninu sem er alltaf síðast í forgangsröðuninni LoL!
 
Tjussss......hevanæsdei Heart!

Morgungleði???

fíllStundum kemur fyrir, alveg einstaka sinnum að ég dotta í stutta stund eftir að krakkarnir eru farnir í skólann. Það eru kannski ekki nema ca. 10-20 mín og ég vakna alveg eins og nýsleginn túskildingur tilbúin að takast á við lífið Wizard !
 
Í morgun sofnaði ég í 10 mínútur og mér leið eins og stór fíll hefði sest á mig þegar ég vaknaði, ætlaði ekki að hafa það af að heilsa nýjum degi Whistling !
Ég er annars að verða góð og fíllinn er tekinn að hörfa W00t !! 

Fullkomnunarárátta...eða vandvirkni???

Ég var að klára að lesa fyrsta hlutann í ritgerðinni yfir í 57 skipti. Þegar ég komst að því að ég hafði ofnotað viðtengingarhátt (sjá fyrri færslu sem lýsir því skemmtilega vandamáli) þá hóf ég að lesa aftur! Nú er því verki lokið og ég sit og velti fyrir mér vandlega hvort að komið sé að því að sleppa og senda á ný til leiðbeinanda. Að ákveðnu leyti get ég ekki sleppt en á hinn bóginn er ég komið með svo mikið ógeð á þessum kafla að ég er græn í framan með ælu upp í koki (ekki fyrir viðkvæma Sick)!
 
Býst þó við að kjarkur komi í kellu og hún sendi áður en sól sest og nótt tekur við af degi Wizard! Hugrekki er dyggð en hugleysi hinn versti löstur og reyni ég nú af alefli að berjast gegn þeim slæma sið sem hugleysið er Bandit! Býst ég sterklega við að hafa sigur af hólmi enda ekki við ofurefli að etja Halo!
 
Ég er annars bara góð, pínu glöð og ofsa kát W00t (ofsakáti parturinn í færslunni er hér Whistling)!
 
Njótið kvöldsins og vorhretsins óvænta Cool sem nú herjar á okkur af sinni alkunnu snilld! Bless í bili, yfir og út Heart!
 
Uppdeit: Klukkan 17:48, búin að senda efnið. Hugrekkið sigraði hugleysið.....ótrúlegir hluti geta gerst....fyrst ég get það.....þá getið þið það líka mín kæru Cool! Lengi lifi baráttan gegn hugleysi og valkvíða, eirðaleysi og athyglisbresti WizardWhistlingPolice! síjúleitieralligeiter! 

Skrýtinn dagur!

leiðSumir dagar eru eitthvað svo skrýtnir og dagurinn í dag er einn af þeim. Er eirðarlaus, með athyglisbrest og valkvíða! Mér tókst þó að koma yfirliti saman sem ég þarf að senda vegna embættisgengisins sem ég vil hafa ef að í mér leynist klerkur sem vill komast út í dagsljósið Halo! Ég finn bara að ég er eitthvað svo uppgefin eftir síðustu vikur, enda búin að upplifa töluvert álag af ýmsum ástæðum og finn að uppsöfnuð þreyta er að koma fram núna og það er óþægilegt vegna þess að ég þarf að gera fullt, skrifa fullt og vinna fullt, svo ég tali nú ekki um þrif á þessu heimili....já ég þarf að skúra Devil! Æi....þetta er einn af þessum dögum þar sem margt er ómögulegt og allt óyfirstíganlegt!
 
Vonandi verður morgundagurinn meira hressandi! Góða helgi, kem með ofurkátafærslu á morgun ef Guð lofar, þangar til eitt stórt geisp til ykkar SleepingHeart!
 
 

Manísk á sumardaginn fyrsta!!

Ég er tiltölulega róleg manneskja að eðlisfari, finnst gott að vera heima, hanga í tölvunni eða horfa á mynd eða bara eitthvað sem að krefst ekki gríðarlegra tjáskipta Cool!
 
Á móti hef ég einnig gríðarlega þörf fyrir dagskrá og eitthvert prógramm svona til að láta tímann líða, þannig að í mér eru svona tiltölulega saklausar andstæður sem togast oft á!
 
Dagurinn í dag er búinn að vera svona dæmigerður dagskrárdagur!! Ég hef hvorki meira né minna en, sótt þrjár hverfishátíðir heim Cool! Þetta byrjaði allt í morgun þar sem að ég vann með Neskirkju á bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug. Þar fór ég með eins og eitt bænavers og tók þátt í dagskránni þar til klukkan 12. Eftir þetta lá leiðin upp í Seljahverfi þar sem ég marseraði með skátunum, lúðrasveit og öllu tilheyrandi niður í Seljakirkju, þar sem tók við bænastund og tónlistarflutningur! Eftir þetta lá leiðin í mitt heimahverfi og þar kíktum við á hátíð sem að var fyrir framan Árbæjarskóla!
 
Þannig ég hef í dag náð þremur hátíðum í ólíkum hverfum og tel það nokkuð vel af sér vikið.....ef ekki frekar manískt W00t!
 
Nú er tekin við hvíldarstund á kærleiksheimilinu, þar sem ég er pínu úfin og tætt Pinch, Síðan er afmæli í kvöld Wizard
 
Gleðilegt sumar þið sæta og klára fólk sem að les síðuna mína Heart
 
Sunna kveður að sinni! 

Ég er til!

sólÉg er búin að taka fram stuttermabolina, stuttbuxurnar, sólarvörnina, sólgleraugun, diskana mína með Skítamóral, vegahandbókina, brúnkukremin, sandalana, bikiníin, grillið, garðstólana, strandmotturnar, piparúðann...úbbs sorrí smá mistök það er bara löggan sem notar hann Police, flugubanann, flugueitrið, og mýfluguvarann (til að setja á hausinn). Ég er til fröken sumar...nú máttu koma með pompi og pragt! Á miðnætti hefst gleðin, sumarið kemur með sól í sinni og ég er reddí Cool, alla vega fram að vorhretinu og sumarsnjónum og júlírigningunni og ofsaveðrinu um verslunarmannahelgina og snemmbúnu hausti W00t!

Ó já!!! Ég er til!!! Gleðilegt sumar Heart!

 


Sjitt

Ég sá mér til skelfingar að kristileg stjórnmálasamtök eru vöknuð til lífsins á ný eftir langan svefn og búa sig nú til baráttu! Um mig fer smá hrollur og spurning um að flýja af hólmi áður en að þeir fara að láta að sér kveða með orðsins brandi hér á blogginu.
 
Ég vil að þessu tilefni minna á mótvægisaðgerðirnar mínar gegn svona umræðu  af því tagi sem að birtist á umræddri síðu og vísa í færslu mína hér fyrr í morgun um notkun viðtengingarháttar Cool!
 
Góðar stundir! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband