Færsluflokkur: Bloggar

Ein hressandi færsla um notkun viðtengingarháttar :-)!

Eins og kom fram hér fyrr í vikunni á þessum ritmiðli, þá ætla ég bara að blogga um gáfulega hluti enda spekin ein af mínum mörgu kostum og ekki í kot vísað þegar að mér kemur og gáfum Whistling!

 

Í dag er mér ansi hugleikið að ræða um notkun viðtengingarháttar í skrifuðum texta...ekki vegna þess að mér datt allt í einu í hug út í bláinn að ræða um viðtengingarhátt, heldur vegna þess að ég er að prófarkalesa efni út ritgerðinni minni og allt í einu fannst mér eins og ég hefði ofnotað viðtengingarháttinn þegar ég er að vísa í fræðimenn (ég veit að fólk er að deyja úr spennu núna vegna þess að þetta er svo skemmtileg færsla). 

 

Ég ákvað að kanna málið betur til að ég gerist ekki sek um ofnotkun á þessum tiltekna hætti og ætlaði að leyta uppi setningafræðina gömlu eftir Björn Guðfinnsson sem að ég lærði í hinum lærða skóla, en hún er týnd og kunnáttan í setningafræði með henni (sumir eru við það að æla af spennu vegna þess að nú er skemmtunin að ná hámarki)! 

 

Þannig að nú eru góð ráð dýr og ég gríp til þess örþrifaráða að auglýsa eftir sérfræðingi í notkun viðtengingarháttar til að segja mér nákvæmlega hvenær ég nota viðtengingarhátt og hvenær ekki, má líka henda inn mun á beinni og óbeinni ræðu....þar sem ég segi aldrei neitt óbeint,  þá er það eitthvað á reiki líka! Alltaf best að vera hreinn og beinn í baki, ekkert að bogna neitt og lenda á óbeinu brautinni því það er eitthvað svo lítið hressandi!

En nóg í bili af svona skemmtilegu málefni sem ég veit þið hafið haft gaman af...Cool!

Njótið dagsins...ég ætla alla vega að reyna Heart!

 

 


hmmmm.....

Það er að ákveðnu leyti merkilegt að snúa aftur í bloggheima eftir langt frí. Það er gott að snúa aftur og lesa gömlu góðu bloggvinina, sjá að það hefur lítið breyst þar, enn er bloggað um menn og málefni...settar inn krúttlegar myndir og margt fleira skemmtilegt. Það er einnig gaman að fá skemmtileg og hlý koment og eiga þannig heilbrigð samskipti rétt og eins og maður myndi eiga við fólk ef að ég myndi hitta það á förnum vegi. Mér finnst gott að eiga heilbrigð og góð samskipti við fólk, þá gildir einu hvort að það er í gegnum tölvu, síma eða feis tú feis. Ef að ég á slæm samskipti við fólk, þá líður mér ekki vel og fer öll úr jafnvægi vegna þess að slæm samskipti koma róti á hugann og draga einbeitinguna að þessu sem er slæmt og vont, frá því sem er uppbyggjandi og gott!
 
Ég hef aðeins verið að skoða blogg í morgun og sérstaklega þau sem að snúa að nafnleysinu og virðingu milli fólks í skoðanaskiptum á netinu og ég verð að viðurkenna að ég verð oft hálf hvumsa yfir sumum skoðunum og réttlætingum á því að segja ljóta hluti við fólk og um fólk. 
 
Mér finnst ekki eðlilegt að eiga í samskiptum við fólk á netinu á þann hátt að þú getir látið allt flakka. Það er ekki hægt að flagga málfrelsinu á þann hátt að allt er leyfilegt. Mér finnst einhvern veginn að þegar maður skrifar eitthvað þá eigi maður að sjá það fyrir sér að maður gæti sagt það sem skrifað er við manneskjuna persónulega og staðið þannig með þeirri skoðun sem skrifuð er. 
 
Eflaust eru margir ósammála mér, ég er ekki að mæla með ritskoðun heldur að maður gæti þeirra lífsreglna sem að gilda almennt í samskiptum manna á milli þó að setið sé fyrir framan tölvu þar sem enginn sér mann. Ásókn í slæmar tilfinningar eru bara ekki hluti af því sem að ég kýs að taka þátt í, þess vegna nenni ég ekki lengur að blogga um trúmál t.d. þó að þau eigi hug minn allann á hverjum degi. Það er eflaust fólk þarna úti sem finnst ég framkvæma ofbeldisverk á hverjum degi í barnastarfi kirkjunnar þegar ég fræði börn um trú og segi þeim að Guð sé til...alla vega í mínum huga. Ég gæti tekið það inn á mig og geri það stundum þegar fólk tjáir sig um kirkjuna og presta eins og ofbeldisfólk sé að ræða! Ég hef sé slæmar hliðar á kirkjunni og einnig svo dæmalausa fegurð að ég verð orðlaus. En af hverju að bjóða sig þannig upp til umræðna ef að maður kemst hjá því. Þess vegna tjái ég mig ekki um þetta lengur og tek ekki þátt  í umræðum annars staðar um trúmál.......vegna þess að hvergi annars staðar hef ég séð umræðu verða hatrammari og persónulegri en einmitt þegar rætt er um trú, kirkju og presta.
 
Ég er kannski gunga að demba mér ekki lengur í djúpu laugina og taka þátt í þrætunum, en þegar orðræðan er eins og hún er......þá er betra að einbeita sér að einhverju uppbyggilegra! 
 
Ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt en stundum er gott að rausa aðeins og koma því frá sér sem að fer fram í hausnum Cool!
 
Kannski skrifa ég um trúmál seinna.....þegar ég hef eitthvað krassandi fram að færa...........koma tímar en í dag er það ekki heillandi!
 
Eigiði góðan dag Heart

Vorboðinn ljúfi....

Ja hérna hér....mig langar hreinlega að fara að blogga á ný Whistling!

Máské það sé eitthvað í loftinu en ég hef núna farið út í tvo daga í röð á peysunni og mér hefur ekki orðið kalt eða það farið að leka úr nefinu á mér Wizard.... ..klöppum fyrir því!

 

Kannski er það vegna þess að verkefnapakki síðustu vikna sem að lífið færði mér að gjöf, er svona nokkurn veginn að baki (vonandi) og sá pakki var ekki lokaritgerðin ógurlegu ShockingCool! Hún er fallin í gleymskunnar dá  W00t!

 

Kannski er það vegna þess að ég hef svo ótrúlega mikið að segja og það er allt merkilegt! Ó já...enginn vitleysa í gangi hér á bæ, allt sagt af viti og mikilli speki sem hreinlega verður að flæða út um flóðgáttir lyklaborðisins þannig að engin takmörk verði á!

 

Kannski langar mig að blogga hreinlega vegna þess að ég sakna ykkar allra....ætli það sé ekki líklegasta skýringin Heart, dæmigerð ég að vera alltaf að flækja hlutina Police!

 

Ég kveð í bili  með hefðbundnu tjussi og sjáumst fljótt á ný!

 

Knús í krús!  

 


Lífsmark....

Ég fékk svo krúttlega gestabókafærslu núna um daginn að ég varð aðeins að láta vita af mér! Ég hef það nokkuð fínt......hef staðið í mörgu síðustu vikur sem að of langt mál er að fara í, kannski blogga ég um það allt í framhaldssöguformi þegar tími gefst til, innihaldið myndi fela í sér m.a. baráttu við myglusvepp og fleira Whistling!

Vildi bara segja hæ og bæ og vona að þið séuð stillt og prúð og hafið ekki of miklar áhyggjur af kreppunni og fallandi gengi krónunnar, það er jú að koma vor og vori fylgir alltaf smá dass af von og gleði yfir lífinu sjálfu, er það ekki bara LoLCool!

Sjáumst,

Sunnatunna!


Bloggstraff!

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama Whistling. Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.

Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.

Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr Cool......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili CryingCrying!

Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" Halo.......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.

Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...ShockingInLove), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....PoliceW00tAlien!

Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!

Lof jú gæs Heart!

Sunna Dóra


Raus!

Ég er svolítið þreytt þessa dagana, veit ekki hvað veldur??? Hugsanlega hef ég um of mikið að hugsa og það að hugsa of mikið og framkvæma minna af því sem að hugsað er um er álag ofan á allt annað W00t!

Kannski er þetta dæmigert febrúar framkvæmdaleysi en ég er orðin svolítið þreytt á þessum vetri og er orðin langeyg eftir vori, vorið er minn besti tími og ég elska upprisustefin sem að blasa við manni út um allt þegar vorar og grænkar. Mig langar í svona tíma núna en ég veit að mér verður ekki alveg að ósk minni ... það er víst ekki hægt að fá allt sem maður vill, á sumum bæjum væru of miklar kröfur, kallaðar hreinræktuð íslensk frekja Grin.

Annars held ég að þreytan mín stafi af því að ég er alltaf að hugsa um og reyna að stjórna hlutum sem að ég hef enga stjórn á. Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég áhyggjukast yfir því að loftsteinn myndi lenda á jörðinni og ég man ég svaf ekki af áhyggjum....Blush! Ég hef fengið sams konar áhyggjur af fuglaflensunni sem að hefur verið viðloðandi fréttir frá því 2004 og ég man að ég var líka farin að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun og fannst það hróplegt óréttlæti að þetta myndi skella á heimsbyggðina á mínu æviskeiði LoL. Ennþá hef ég ekki hafið matarsöfnun en verð samt áhyggjufull öðru hvoru, án þess að geta nokkuð gert eða stjórnað þessu Shocking.

Núna hef ég áhyggjur af fjármálamarkaði og íslensku bönkunum.......vegna stöðugra frétta af versnandi ástandi og jafnvel gjaldþroti segja einhverjir erlendir spekingar Police..... en ég sem hef aldrei haft áhuga á markaði, er farin að fylgjast með kauphöllinni og lesa viðskipta fréttir alveg markvisst og af miklum áhuga. Þetta er alveg nýtt í mínu lífi og gæti einmitt talist til þessara áhyggja sem að ég bý mér til en hef enga möguleika á að breyta eða bæta því ástandi sem að haft er áhyggjur af Whistling.

Gæti verið að ég búi mér til áhyggjur af einhverju sem er svo fjarlægt að ég get engan veginn haft áhrif á þær og um leið tekst mér að bægja huganum frá því sem að raunverulega er innan seilingar og ég get breytt. Eins og til dæmis að klára ritgerðina mína, fara til tannlæknis, fara með Möttuna mína minnstu í kirtlatöku sem að mér hefur tekist fram að þessu að bægja frá mér en á nú að skella á með fullum þunga og mér finnst það óþægilegt. Af því að mér finnst þetta allt óþægilegt þá hef ég frekar feitar áhyggjur að loftsteinum, fuglaflensu og fjármálamarkaði af því að það er utan seilingar og enginn raunhæfur möguleiki á því að ég muni leika stórt hlutverk þegar kemur að þessu þáttum.

Það er alltaf sagt að það eigi að byrja í túninu heima og ég sat í bænastund í Digraneskirkju í gær með unglingum og þá allt í einu uppgötvaði ég hvað er að stoppa mig í að geta hugsað fram á við og það var merkileg lífsreynsla að fá það allt í einu upp í hugann hvað amar að en um leið óþægilegt líka Halo.

Nú þarf ég að spýta í lófana, ég hef sagt það oft áður en núna verð ég. Það eru alla vega ákveðnir hlutir sem að ég get haft áhrif á og þeir eru allir innan seilingar. Málið er bara að byrja og hætta að hugsa fram í tímann statt og stöðugt og einbeita sér að deginum í dag.

Ég þurfti aðeins að rausa í dag, sumir dagar og vikur eru þannig að ég er alveg eins og haugur og þessi er einmitt þannig. Ég er viss um að brátt kemur betri tíð með blóm í haga, málið er bara að hugsa ekki lengra en nefið á sér nær. Ég bíst við að það sé vænlegra til árangurs en að vera alltaf að hugsa langt út í geim og alla leið til baka.......það er ansi þreytandi til lengdar að fara alltaf í það langa ferðalag!

Góða nótt og ekki hugsa of mikið LoLHeart!


Hux

öskudagur 010Við Matta erum heima í dag, fengum tölvupóst í gær að það væri streptókokkafaraldur á leikskólanum og hann væri einkennalaus. Þannig að það var brunað á læknavaktina og tekið strok og kom í ljós að hún er með streptókokka og Guð einn veit hvað hún hefur haft þetta lengi vegna þess að hún hefur ekki fundið til í hálsinum og verið hin hressasta. Nú er hún hins vegar komin á lyf en má ekki fara á leikskólann fyrr en á morgun, þá er hún víst hætt að smita.

Þannig að við mæðgur erum bara í rólegheitum og höfum það barasta ágætt! Ég hef verið að lesa smá, halda mér í ritgerðarformi LoL og læt hér fylgja með ljóð sem ég fann í bók sem heitir "But She Said. Feminist Practices Of Biblical Interpretation" eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu, hún er pínu uppáhald þessa dagana Wink!

Contact Lenses.

Lacking what they want to see

makes my eyes hungry

and eyes can feel

only pain

Once I lived behind thick walls

of glass

and my eyes belonged to a different ethic

timidly rubbing the edges

of whatever turned them on.

Seeing usually

was a matter of what was

in front of my eyes

matching what was

behind my brain.

Now my eyes have become

a part of me exposed

quick risky and open

to all the same dangers.

I see much

better now

and my eyes hurt.

Audre Lorde, the black unicorn: Poems.

Eigði góðan dag Heart


Martröð!

kaffi2 

Ég vaknaði í morgun og uppgötvaði mér til skelfingar að það er ekki til neitt kaffi og búðin opnar ekki fyrr en eftir 36 mínútur W00t!

Veit ekki hvort ég hef þetta af, það  mun koma í ljós annars verð ég svona í dag:

sofandi

Þetta er það versta í heimi að vakna og eiga ekki kaffi Crying, en ég brosi í gegnun tárin og verð mætt fyrir utan Nóatún fyrst af öllum Wizard!

Eigið góðan mánudag og vonandi verður hann ekki til mæðu, hann verður það samt hjá mér ef ég fæ ekki KAFFI bráðum Grin!

Innskot: Klukkan 09.41 búin með tvo bolla og lífið brosir við LoLGrin!


Guðfræðiblogg - Hlutverk kvenna í Jóhannesarguðspjalli!

Ég er að skoða núna hugmyndir Raymond E. Brown en hann skrifaði áhugaverða bók árið 1979 sem að heitir The Community of the Beloved Disciple. The Life, Loves, and Hates of an Individual Church in New Testament Times. Það sem að skiptir mig máli varðandi þessa bók er að í henni birtist viðauki sem að heitir "Roles of Women in the Fourth Gospel". Þessi grein birtist upphaflega sem grein og var tilgangur hennar sá að vera innlegg í umræðuna um prestsvígslu kvenna innan rómversk kaþólsku kirkjunnr.

Brown er sagður hafa með þessari grein lagt línurnar í frekari umræðu næstu árin um túlkunarsögu kvenna í Jóhannesarguðspjalli. Fiorenza tók upp umfjöllun hans og saman settu þau fram ofurjákvæða mynd af hlutverkum kvennanna eins og þau birtast í Jóhannesi.

Margir fræðimenn í dag vilja meina að myndin sé í raun dekkri og hafa beitt aðferðafræði lesendarýni til dæmis til að afhjúpa karlveldis hugmyndir sem að umvefja þessar sögur af konum og sem að um leið sýnir að staða þeirra hefur ekki verið á þessum jafnréttisgrundvelli innan Jóhannesarsamfélagsins eins og Brown og Fiorenza héldu fram á þessum tíma fyrir 30 árum síðan.

Ég læt hér fylgja með smá af umfjöllun Brown þar sem að hann talar almennt um aðferðafræði sína og svo um söguna af samversku konunni. Hafa skal í huga að sú jákvæða afstaða sem að hann tekur á þessum tíma er gagnrýnd í dag en um leið lagði hún algjörlega línurnar svona ca. næstu 20 árin eftir að grein hans birtist!

Í bók eftir Raymond Brown “The Community of the Beloved Disciple. The Life, Loves, and hates of an Individual Church in New Testament Times”  skrifar hann viðauka sem að hann nefnir “Roles Of Women In The Fourth Gospel”. Þessi viðauki birtist upprunalega sem grein í “Theological Studies 36 (1975)” . [1] Tilgangur þessarar greinar var upprunalega sá að vera innlegg í umræðuna um prestsvígslu kvenna kaþólsku kirkjunni í dag.[2] Brown segir að viðhorf Jóhannesar til kvenna hafi verið ólíkt því sem að hefur sýnt sig innan annarra kristinna kirkna á fyrstu öldinni.[3] Hin einstaka staða sem að konum er gefin í fjórða guðspjallinu endurspeglar söguna og gildi Jóhannesar samfélagsins.[4]            

Sú nálgun sem að Brown beitir felur sér að hann skoðar hina almennu mynd af konum í nýja testamentinu, í fjórða guðspjallinu og einu samfélagi nýja testamentisins eða Jóhannesarsamfélaginu.[5] Brown segist hafa valið fjórða guðspjallið vegna hinna skarpskyggnu leiðréttinga sem að guðspjallahöfundurinn kemur fram með, á einhverjum af þeim kirkjulegu viðorfum sem að voru við lýði á hans tíma. Rödd hans á að vera rödd sem að heyrist og hún á að vera rödd sem að vitnað er til þegar verið er að ræða ný hlutverk kvenna innan kirkjunnar í dag.[6]            

Brown segir að það séu ekki miklar upplýsingar um kirkjuleg embætti í fjórða guðspjallinu og það sem mikilvægara er, það eru ekki miklar upplýsingar um konur í kirkjulegum embættum. Eini textinn sem að vitnar hugsanlega beint um þetta er Jh. 12.2, þar sem að okkur er sagt að Marta hafi þjónað til borðs (diakonein).[7] Hann segir að í sögulegu samhengi starfs Jesú þá virðist þetta ekki mjög mikilvægt. En guðspjallshöfundurinn er að skrifa í kringum árið 90 e. kr. þegar embættið “djákni” var nú þegar til síð-pálínskum kirkjum (sjá Hirðisbréfin) og þegar verkefnið að þjóna til borðs hafði sérstaka virkni og leiðtogar samfélagsins eða samfélagið sjálft útnefndi einstaklinga til þessa verkefnis með því að leggja yfir þá hendur.[8] Brown segir að í Jóhannesarsamfélaginu er konu hugsanlega lýst hafandi virkni sem að í öðrum kirkjum var virkni vígðrar persónu.[9]            

Brown skoðar eftir þetta frásögur af konum í guðspjallinu og segir um söguna af samversku konunni að þorpsbúar trúi vegna orða konunnar. Þessi framsetning er mikilvæg vegna þess að hún á sér stað aftur í hinni “prestlegu” bæn Jesú fyrir lærisveinum sínum í Jh. 17.20.[10] Brown segir að með öðrum orðum, þá geti guðspjallshöfundurinn lýst bæði konu og (trúlega karlkyns) lærisveinum við síðustu kvöldmáltíðina sem bera Jesú vitni gegnum predikun og þannig fá þau fólk til að trúa á hann í gegnum styrkleika þeirra eigin orða.[11] Hann segir að það sé hægt að andmæla því að í fjórða kaflanum öðlist samversku þorpsbúarnir trú byggða á eigin orðum Jesús sjálfs og eru þess vegna ekki háðir orðum konunnar. Þetta er tæplega vegna óæðri stöðu hennar sem að hún hefur sem kona. Þetta er frekar vegna óæðri stöðu sérhvers mannlegs vitnis í samanburði við það að mæta Jesú sjálfum.[12]  Brown segir að í sögunni um samversku konuna megi segja að konan hafi sáð og þess vegna undirbúið fyrir postullega uppskeru. Þó er hægt að færa rök fyrir því að aðeins karlkyns lærisveinar hafi verið sendir til uppskerunnar, en hlutverk konunnar er mikilvægur þáttur í heildar sendiförinni. Að einhverju leyti þjónar hún til að þrengja að þeirri kenningu að karlkyns lærisveinar hafi verið einu mikilvægu persónurnar í stofnun kirkjunnar.[13]              


[1] Raymond Brown, The Community of the Beloved Disciple. The Life, Loves, and Hates of an Individual Church in New Testament Times 1979, bls. 183.
[2] Sama, bls. 183.
[3] Sama, bls. 183.
[4] Sama, bls. 183.
[5] Sama, bls. 185.
[6] Sama, bls. 186.
[7] Sama, bls. 186-7.
[8] Sama, bls. 187.
[9] Sama, bls. 187.
[10] Sama, bls. 187.
[11] Sama, bls. 187-8.
[12] Sama, bls. 188.
[13] Sama, bls. 188-9.

Brown segir hér að ofan að það sé ekki vegna óæðri stöðu samversku konunnar sem konu að þorpsbúarnir taka frekar trú vegna orða Jesú en ekki hennar fyrstu boða. Heldur sé vegna almennt óæðri stöðu þeirra sem að mæta Jesú og þá óháð kyni. Þetta er einmitt punktur sem að m.a. er gagnrýni verður. Hér er það einmitt staða hennar sem  konu sem að skiptir öllu máli og í lok sögunnar er gert lítið út hennar hlutverki og að lokum hverfur hún alveg úr sögunni og kemur ekki fram aftur.

En nóg í bili af þessum vangaveltum og takk þau sem að nenntu að lesa alla leið......þið eruð best og eigið góða helgi LoLHeart!


Lost!

týnd

Ég hef verið alveg týnd síðustu daga,

ég hef það þó á tilfinningunni að ég sé að rata aftur heim Wizard!

Ég spái því betri bloggframmistöðu með hækkandi sól og þá er best að setja upp sólgleraugun Cool!

Þangað til næst og ekki fyrr en síðar!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband