Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 21:51
Smá kvartblogg!
Ég hef yfirleitt alveg nóg að gera, ég er heppin að vera í vinnu sem að gefur mér hellings reynslu, ég er að reyna nýja hluti á hverjum degi og um leið tekst ég á við sjálfa mig sem þjáist af óframfærni og feimni sem að þó fer minnkandi með árunum. Jams sum epli eru seinni að þroskast en önnur og ég er frekar sein í þessum efnum !
Ok..nú er ég búin að tala um það jákvæða...þá kemur kvartið (þrátt fyrir óendanlegt þakklæti fyrir hvað ég er heppin (alltaf gott að slá svona varnagla þegar mar kvartar ))! Ég hef verið á hlaupum í allan dag, frá því fyrir hádegi og kom ekki endanlega heim fyrr en hálf sjö. Ég á tvo heila daga í viku sem að ég á að nýta í ritgerðina mína. En einhverra hluta vegna þá skerðast þessir dagar alltaf, því ég er alltaf á hlaupum. Ég finn að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, vegna þess að ég verð að fara að skrifa og einbeita mér að þessu verkefni, því annars útskrifast ég aldrei og það er ekki smart . Öll þessi hlaup eru nauðsynleg, eða alla vega flest og tengjast vinnunni, börnunum mínum ofl. Ég er ekki að telja það eftir mér, annars væri ég ekki að standa í þessu en núna er ég með smá kvíðahnút í maganum og finn að ég verð að fara að snúa mér að ritgerðinni með heilum hug og engu hálfkáki!
Þannig að í augnablikinu er það sem ég þrái nokkrir óskiptir heilir dagar til að koma mér aftur af stað, þá veit ég að ég verð rólegri! Mig langar að fara að vinna að þessu og klára. Ég er komin með þessa bestaðfaraaðkláratilfinningu og ég verð eiginlega pirruð þegar að ég kemst ekki af stað.
En svona er lífið, nú er að forgangsraða og búa sér til tíma, það gerir það enginn fyrir mig !
Ég varð aðeins að kvarta hahahaha.....það er bara hressandi!
Stefni á að skrifa ofur jákvæða og glaða færslu næst....eða þar næst....alla vega einhvern tímann !
Annars er ég bara góð.....í sömu of stóru bláu flíspeysunni og í gær !
tjussss
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2008 | 21:54
Afrek!
Ég tók fram skólabók í morgun, nánar klukkan 10.20 að staðartíma. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég lít þessar bækur augum í heilan mánuð og ég las nákvæmlega í 25 mínútur eða til 10.50 þegar hungrið bar mig ofurliði og ég skrönglaðist inni í eldhús til að fá mér flatköku. Eftir það var kominn tími á sturtu og vinnu þannig að ekki vannst meiri tími til að lesa, en það var lesið ! Það er afrek dagsins í dag og ég mátti til með að deila því með ykkur!
Annars er ég nokkuð góð, er grasekkja. Bolli fór reyndar ekki til Kenýja í morgun eins og ætlað var, þar er víst ekki gott að vera þessa dagana og ég er afar fegin. Hann lagði hins vegar á fjallið í morgun (Hellisheiðina) og keyrði sem leið lá í Skálholt (Mattan mín sem er fimm ára, kallaði það Kattholt áðan. Sagði að pabbi sinn væri í Kattholti ). Bolli er sem sagt á endurmenntunar námskeiði presta og þangað er kominn úglendingur að nafni Gordin Lathrop til að fræða menn og konur um predikunarfræði. Bolli verður þarna fram á föstudag!
Þannig að hér sit ég, í blárri allt of stórri flíspeysu með alla glugga lokaða og að kafna úr hita og er virkilega að hugsa um að fara bara að lesa.....eða sofa....eða lesa blogg...sé til. Það er alla vega tómlegt þegar vantar hinn helminginn !
Læt þetta duga af fréttum hér af kærleiksheimilunu og bíð lesendum til sjávar og sveita góða nótt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.1.2008 | 15:57
Laugardagur: Þriðji í afmæli!
Sigrún Hrönn Bolladóttir miðjan okkar, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn eins og komið hefur fram áður hér á blogginu. Hún fékk að halda lítið fjölskylduboð, síðan fékk hún að bjóða bekkjarvinkonum heim og í dag var frænkuafmæli, en þá bauð hún uppáhaldsfrænku sinni að koma í smá eftirá afmæli.
Við fjölskyldan glöddumst mikið yfir smá snjóföl þegar við vöknuðum og við ákváðum að drífa afmælisgestinn og börnin okkar upp í Bláfjöll og reyna sleðana sem að stelpurnar fengu í jólagjöf. Við dúðuðum okkur upp og héldum af stað og þetta var satt að segja alveg ægilega gaman. Ég meira segja renndi mér sjálf á snjóþotu. hef ekki gert það í mörg ár.....og ég er enn á lífi !
Hér eru nokkrar myndir af okkur í snjónum :
Hér er annars ósköp hefðbundinn sunnudagur í gangi. Sunnudagaskólinn hófst í morgun og við fengum fulla Bessastaðakirkju og það var góð stund sem við áttum í morgun. Bolli hefur líka verið að vinna í dag, sunnudagaskóli, messa og skírn. Þannig eins og ég segi að nú er einhvern veginn allt komið í samt horf eftir jólin, búið að taka smá tíma að komast í þann gír en hann er alveg ágætur, hversdagsgírinn . Framundan vinnuvika og fríhelgi næstu helgi, þannig alltaf nóg að hlakka til er það ekki !Eigiði gott kvöld og góða viku !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 21:26
The Secret of my success!
Ég er búin að fattaða...ó já! Núna veit ég hvernig ég kemst í heita pottinn hér á blogginu, jams...tók mig tæpt ár en það hafðist! Einfaldir hlutir geta vafist fyrir miklum hugsuðum...!
Sko....hlustið nú vel, svona á að gera:
Annað hvort að blogga um kynhegðun karlmanna í Rómarveldi, færsla sem að skilaði 125 ath.semdum og fór í heita pottinn (persónulegt met )
Eða að blogga gremjulegt dylgjublogg!
Jams....ðats ðatt! Ég hef þó ekki reynt alveg allt ennþá, á eftir að blogga karlhaturslegt feminstablogg....það kemur !
Þá hef ég deilt þessum leyndardómi með ykkur, það er ekki annað hægt vegna þess að öll ölum við þann draum í brjósti að komast alla vega tvisvar á ári í heita pottinn....ekki reyna að segja að svo sé ekki, ég mun ekki trúa því!! Við erum jú mannleg og viljum athygli, annars værum við ekki að blogga........hrmpf!
Nóg í bili...netið mitt er svo hægt núna að það mæti halda að það væri handsnúið...
Góða nótt og góða helgi!
Þettaeralvörublogg!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.1.2008 | 22:06
Merkilegt gremjublogg!
Mér finnst það merkilegt hvað það eru margir sjálfskipaðir guðfræðingar til á blogginu án þess að hafa lært staf í guðfræði og eru einnig um leið vel að sér í túlkunarfræði Nt og Gt! Það er bara eins og ég myndi fara að útlista hér læknisfræði og greina sjúkdóma bara af því sem að ég hef lesið á netinu! Það virðist bara vera þannig að þegar trúmál sem tengjast vandamálum í sambandi við ritninguna ber á góma að þá verða allir guðfræðingar...það er svo skemmtilegt eitthvað.....ég veit ekki hvort að það er gengistfelling á náminu sem slíku (kúrsarnir í Nt fræðum eru einhverjir þeir þyngstu sem finnast í akademísku námi ), en ég bíð mig ekki fram til að leggja pípulagnir í hús.....þó að ég gæti lesið mér til um það!!
En höldum áfram að þrátta.....það er svo gaman...og aftur og aftur um sömu hlutina! Þá fæst líklega örugglega niðurstaða....hin trúlausu taka trú og hin trúuðu missa hana...eða eitthvað!
Lengi lfi tímalaust trúarkarp!!
Góða nótt!
Þettaerhrokafullagremjubloggdagsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
8.1.2008 | 13:01
Hux
Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi aðeins, hef ekki stundað þá iðju mikið yfir jólin enda verið með bækur og sjónvarp til að hugsa fyrir mig yfir hátíðina !
Hversdagurinn krefst þess að maður taki upp þá iðju að hugsa á ný og nú er ekki umflúið og ég er byrjuð að þjálfa heilann !
Ég og Bolli vorum í morgun á fundi með talþjálfanum hennar Möttu. Hún er komin upp í eðlilegt meðaltal miðað við sinn aldur og hefur í raun náð þeim árangri á nokkrum mánuðum. Við foreldrarnir erum að sjálfsögðu himinlifandi og hún þarf ekki meiri talþjálfun í bili og verður endurmetin í vor. Nú þurfum við hér á heimilinu að halda þessum árangri og þjálfa hana áfram. Talþjálfinn sagði okkur að Tryggingastofnun hefði einhliða sagt upp öllum beiðnum hjá þeim sem að þurfa á þessari þjálfun að halda og þessi uppsögn hefði ekki verið tilkynnt neinum, hvorki talþjálfum né foreldrum með bréfi. Heldur hefur fólk verið að komast að þessu smátt og smátt þegar sækja á um endurgreiðslu á gjaldi. Þá er ekki heldur endurgreitt vegna þess að beiðnirnar eru ekki í gildi og sækja þarf um nýjar en þær gilda heldur ekki til endurgreiðslu. Þannig að það sem að kom fram í nýrri reglugerð heilbr.ráðherra að endurgreiða ætti eitthvað aftur í tímann stendur ekki vegna þessarar aðgerðar trygg.stofnunar að segja upp öllum beiðnum. Stofnunin ber fyrir sig samningsleysi milli talþjálfa og trygg.stofnunar. Alveg ótrúlegt mál og ég heiðarlega botna ekki í þessu frá upphafi til enda. Þessi reglugerð heilbrigðisráðherra er því meira í orði en borði þar sem enginn fær endurgreitt....ætli þetta hafi ekki bara átt að róa fólk með loforði um endurgreiðslu og svo er beitt einhverjum neðanmálsgreinum til að snúa út úr eins og alltaf !
------
Annað sem að ég hef verið að velta fyrir þessa dagana er sú undarlega tilhneiging hjá fólki til að flokka sig og aðra í ákveðin box. Hér á blogginu eru nokkur svona flokkunarbox en það eru til dæmis þau sem eru flokkuð "kristin", "feministarnir" og "trúleysingjar" svo að eitthvað sé nefnt. Ætli það láti mann líða betur ef að maður fellur í einhvern flokk, að geta skilgreint sig í einhverju boxi og þá í samfélagi með fólki af sömu tegund. Ég skilgreini mig kristna þó að margir hafi reynt að koma með mótbárur og sagt að svo sé ekki. Ég tel mig líka vera feminista og svo er ég móðir og eiginkona osfrv. Í hvaða boxi á ég að vera, skv. einhverjum kemst ég ekki í kristna boxið og ekki í trúleysis boxið . Ekki er ég stjórnmálamaður eða virk í þannig umræðu af því að mér leiðast stjórnmál....sorrí það er bara þannig . Er til dæmis hægt að vera kristin án þess að vera bundin dogmatík og reglugerðum sem að fylgja trúarkerfum. Þarf ég að vera bókstafstrúar til að flokkast sem kristin, sitja þannig á kantinum í stjörfum ótta við komandi heimsendi og þora þannig ekki að víkja í einu eða neinu frá bókstaf lögmálsins. Er ég kristin ef að ég fylgi ekki lögmálsstafnum en kýs að taka mér stöðu með fólki sama hvaðan það kemur og vinna að réttindum þeirra, jafnvel þó að ég viti að sumt af því sem að ég geri samræmist þannig ekki bókstaf heilagrar ritningar. Á ég þá von á að brenna í víti vegna þess að ég hef leyft mér að víkja frá bókstafnum, gerir það mig minna kristna? Í mínum huga er það að vera kristin að fara í götu krossins og fylgja Jesú Kristi. Ég viðurkenni að ég hef ekki gaman að mörgu sem að Páll segir og hef lítið lagt mig fram við að fara eftir því sem að hann segir. Í mínum huga er hann maður, hann hitti aldrei Jesú sjálfan og var í trúboði sínu að skálda upp leikreglur fyrir söfnuði sína jafnóðum og hann stofnaði þá. Hann á marga góða punkta og marga skelfilega. Gerir það mig minna kristna að segja þetta og hugsa svona.....ég veit það ekki og eflaust er einhver til í að skjóta mig í kaf fyrir að segja þetta. Mér finnst það bara ekki alveg klippt og skorið, hvað það er að vera kristinn. Í mínum huga er veröldin ekki alveg svart-hvít, heldur full af gráum svæðum. Mér finnst líka þessi tilhneiging til að flokka fólk og setja það í ákveðin box gremjuleg og vil alls ekki sett í eitthvað box sjálf!
Nóg af hugsi í bili...þetta er nú alveg feikinóg til að byrja með !
tjussss.....ekki hugsa of mikið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.1.2008 | 16:24
Jól: In memoriam!
Ég hef hér kerti til að minnast jólanna sem nú eru liðin og eru gengin til liðs við minningar liðinna jóla. Spurning um að hafa kertafleytingar á Rauðavatninu í kvöld og jafnvel að safna saman öllum trjánum sem nú ligga þvers og kruss um Árbæinn og bíða þess að verða safnað saman af borgarstarsmönnum í komandi viku .
Ég er búin að taka jólatréð mitt og henda því, það var smá sorglegt....líka smá gleðilegt vegna þess að því leið ekki vel eftir 14 dagana hér inni á heimilinu og var orðið þurrt og farið að hengja greinar. Ég varð smá döpur en mun bera mig vel þegar frá líður og fara að huga að hversdagslegri málum skammdegisins .
Ég er líka búin að taka niður seríur og jólaskraut.....Georg Jensen er enn hangandi en hann mun fara í kassa líka og bíða þolinmóður eftir næstu jólum þegar hann fær að skína á ný öllum til ánægju og yndisauka.
Hvað boðar nýárs blessuð sól......í augnablikunu veit ég það ekki og er stundum að hugsa of mikið um það og stundum ekki neitt. En það er allt í lagi að vita ekki hvað nýtt ár felur í sér, það að vita of mikið getur bara verið kvíðavaldandi og aukið álagið svo um munar . Þannig að í dag er ég bara nokkuð sæl og ánægð. Bolli veit enn ekki hvernig staðan er með Kenýu ferðina og kemur það í ljós á næstu dögum, á meðan bíðum við bara róleg og vonum að fólki þar úti takist að leysa málin á farsælan hátt án þess að saklaust fólk þurfi að þjást.
Bestu kveðjur og óskir um góða viku framundan !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2008 | 20:54
Langar að blogga en hef svo afskaplega lítið að segja :-)!
Það er ansi hreint mikið álag að langa til að blogga en hafa lítið að segja, það er alveg bara óþolandi og ég bara skil ekki þetta vesen hjá mér .
En ég get sagt frá því að eiginmaðurinn er að fara til Kenía eftir 10 daga. Hann er að fara með hópi presta og er ætlunin að skoða Pokot og að fara inn í Úganda líka. Hann flýgur til Nairobi og ég vona að mönnum takist að stilla til friðar áður en að þeir fara, því það yrði bæði gremjulegt að þurfa að fresta þessari ferð því að hún hefur verið í undirbúningi í á annað ár og líka erfitt að þurfa að fara út í einhverja óvissu og hættuástand. Þá yrði ég alla vega ekki róleg. En hann verður 17 daga í burtu og ef að allt fer vel þá verður þetta án efa ótrúlega spennandi og áhugaverð ferð.
---
Í augnablikinu stendur yfir afmæli fermingarbarnsins og er hann með fimm stráka hjá sér í Pizzu og DVD. Af hamaganginum að ráða gæti maður haldið að hér væru 6 fílar á ferð... en þetta fylgir bara afmælum og ég er bara róleg eins og alltaf og brosi gegnum tárin !
Annars er ég nú bara að blogga svona til að sýna lífsmark...stefni á tímamótablogg sem mun komast í heitar umræður (án efa...hver vill ekki komast í heitar umræður...duhh...) innan tíðar........þannig bíðið spennt en ekki of spennt því þá verður biðin svo löng !
Ég sendi ykkur síðan mínar bestu kveðjur um góða helgi og passið ykkur á því að fjúka ekki í rokinu !
Sunnatunna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.1.2008 | 13:01
Afmælibarn dagsins :-)
Er Sigrún Hrönn Bolladóttir. Hún fæddist 2. janúar árið 2000 og hefur kennitöluna 020100 og hefur verið kölluð m.a. niðurtalningin og tímasprengjan ! Hún er frábær stelpa og er í dag orðin átta ára gömul !
Hér er afmælisbarnið á nýjum sleða sem að hún fékk í jólagjöf frá foreldrum sínum en vegna flensu hefur ekki mikið verið hægt að nota hann, við vonum bara að það snjói bara og snjói áfram !
Hér eru öll barnabörn mömmu og pabba saman komin á gamlárskvöld. Afmælisbarnið er þarna mitt á meðal í jólakjólnum sæl og glöð!
Litla systir fær að hjálpa til við að opna pakkann og það er um að gera að vera góð við stóru systur svo að hún fái að leika líka með nýja dótið !
Til hamingju með afmælið sætust, þú ert líf okkar og yndi og við erum endalaust stolt af þér mín kæra !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.12.2007 | 15:23
Það eru áramót!!
Eins og marfalt hefur komið fram að þá elska ég jólin út af lífinu og allt sem þeim fylgir! Mér finnst tíminn milli jóla og nýárs líka fínn, svona eiginlega biðtími eftir næstu stórskotahríð sem eru blessuð áramótin! Ég hef svona blendnar tilfinningar í garð þeirrar hátíðar og hef haft lengi! Mamma eldar besta mat í heimi á þeim degi, sem erKalkúnn með bestu fyllingu sem að er búin til á Íslandi í dag og ég er ekki að grínast !
Við erum sem sagt hjá foreldrum mínum um áramótin, pabbi kaupir sprengjur og krakkarnir taka þátt í því með honum og finnst það ekki leiðinlegt ! Þegar áramótin sjálf bresta á, þá sit ég yfirleitt fyrir framan RUV og horfi á árið hverfa og nýtt birtast. Þá verð ég oft svo undarlega döpur. Mér finnst einhvern veginn sorglegt að horfa á tímann hverfa svona og nýjan koma fram. Nýtt ár er svo óráðið og óskrifað og mér finnst alltaf pínu erfitt að vita ekki endinn, enda les ég alltaf endann á bókum fyrst og hef gert það síðan að ég varð læs !
Nýársdagur er í mínum huga líka oft eitthvað svo grár og ég hef einu sinni farið í messu á þeim degi hjá Bolla og þá var spilað á selló alveg undurfögur tónlist og maður sá tár á mörgum hvörmum í messunni þann dag. Kannski erum við öll að einhverju leyti hugsi á þessum degi! Höfum átt gott eða slæmt liðið ár og við kvíðum að einhverju leyti því ókomna! Alla vega í þessari messu komst ég að því að ég var ekki ein um að vera viðkvæm á þessum degi og það var bara góð tilfinning.
Mér finnst árið sem að er að bresta á einhvern veginn meira óráðið en oft áður og ég veit stundum ekkert hvað gerist eða hvernig það fer. Ég þarf að gefa í með ritgerðina mína, vegna þess að ég þarf jú að útskrifast ! Síðan veit ég ekkert hvað tekur við eftir það. Mig langar að læra meira og fara í framhaldsnám, en það er líka álag á stórri sjölskyldu að vera alltaf að læra. Mér finnst einnig gaman að starfinu mínu í Neskirkju og mér gengur sífellt betur að fóta mig í barna og æskulýðsstarfinu og fæ sífellt meiri reynslu þar, þannig að mig langar líka til að drífa mig og klára starfsþjálfunina og fá embættisgengi en svo finnst mér ég líka langt i frá tilbúin til þess . Svona ruglingslegar hugsanir sækja á um áramót og það er kannski bara eðlilegt þegar ákveðin tímamót eru framundan á svo margan hátt á þessum bæ. Það þarf bara að pússla rétt saman, þá næst yfirleitt ásættanleg niðurstaða.
Ég vona að árið verði farsælt á svo margan hátt, það er aldrei hægt að komast í gegnum heilt ár án þess að verða fyrir einhverjum vonbrigðum, upplifa líka gleði og hamingju og allar þær tilfinningar sem að fylgja því að vera til og lifa og elska.
Ég alla vega ætla að gera mitt besta á þessu ári, ef að mér mistekst eða ég hrasa, þá stend ég bara upp aftur og held áfram. Restina læt ég í hendur Guðs og ég veit að trúin mín kemur mér langt, hún hefur gert það hingað til. Trúin er það sem ég á þegar á móti blæs og hún er það sem ég þegar mér líður vel, því þá þakka ég fyrir það sem að ég á og það sem að mér hefur verið gefið. Það er ekki lítið að eiga falleg og heilbrigð börn, eiginmann sem að er það besta í heiminum og stóra fjölskyldu sem að er alltaf til staðar!
Ég er því þakklát við þessi áramót og reyni að horfa hugdjörf fram á veginn, hlutirnir hafa jú oft tilhneigingu til að fara á þann veg sem að þeim er ætlað og mín von er sú að svo verði áfram!
Blessíbilinu !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar