Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2007 | 17:32
Það verður hóstað út öll jólin....
Jams...hér hafa verið sannkölluð flensujól! Mattan mín veiktist á laugardaginn var (22. des) og í dag er fyrsti dagurinn síðan þá, sem að hún mælist hitalaus að morgni! Sigrún Hrönn lagðist svo á jóladag og ég sjálf er búin að vera stútfull af kvefi! Af þessum sökum hafa þetta verið örlítið undarleg jól, samt ekkert verri en önnur þar sem að við höfum haft það hreint ágætt hér innandyra, eðlilega ekki farið mikið út úr húsi. Vonandi er þetta nú í rénun og við verðum í betra formi um áramót!
Ég set hér inn nokkrar jólamyndir og óska ykkur um leið góðra og slysalausra áramóta og farið ekki í fýlu yfir auglýsingahléinu í skaupinu, gott að nota til að skjótast á klósettið eða til að fylla á glas sem er orðið tómt til dæmis ...þetta er bara spurning um björtu hliðarnar! Sjáumst í betra bloggformi á nýju ári og takk fyrir liðin blogg !
blessíbili!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2007 | 13:25
Jólabæn!
Ég fann þessa fallegu bæn í bænabókinni sem að kom út fyrir síðustu jól og er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup. Mér fannst við hæfi að setja hana inn hér í dag, þegar tveir dagar eru til jóla .
Minnstu Drottinn kirkju þinnar sem að nú heldur heilög jól. Lát jólaengil þinn vitja barna þinna allra með gleðiboðin um frelsarann sem fæddur er. Lát frið hans og birtu gagntaka hverja sál og ríkja í hverjum ranni. Drottinn Guð, englar þínir sungu um frið á jörðu. Blessa þau sem nú eiga jól í skugga átaka og ógna, fordóma og kúgunar. Gef frið meðal þjóða. Leið alla menn á veg réttlætis og sáttagjörðar. Vak yfir þeim sem halda jól í myrkri sorgar og harma, hugga þau og tendra hjá þeim ljósið þitt. Líkna þeim sem þjást, veit von þeim sem örvænta. Minnstu þeirra sem eru í fjötrum og í fangelsi. Ver hjá þeim sem bundnir eru við skyldustörf í nótt svo að við getum fagnað helgri hátíð í öryggi og friði.
Helga gleði allra þeirra sem fagna og blessa barnsins glaða jólahug. Amen. (Karl Sigurbjörnsson)
Það er mín ósk að þið eigið öll sem eitt góða og gleðilega jólahátíð.
Bestu kveðjur, Sunna Dóra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.12.2007 | 21:36
Hæ!
Ég er búin að öllu, ég er ekki að ljúga ! Ég er búin að pakka inn gjöfum og koma þeim út, ég er búin að skúra og þrífa, ég er búin að setja upp jólatré, búin að taka Rjúpurnar út úr frystinum, búin að versla í matinn...það tók á að hugsa viku fram í tímann í þeim efnum og mér finnst eitthvað svo hversdagslegt að hugsa um matinn næstu tvo dagana að ég gat ekki séð það fyrir mér, þannig að hér verður ekki borðaður kvöldmatur fyrr en á mánudag! Ég er nefnilega í hátíðarskapi og get ekki hugsað á hversdagslegum nótum aftur fyrr en í fyrsta lagi 6. janúar !
Annars er ég bara góð og mér líður vel og veðrið er gott og sól fer brátt hækkandi á himni og það er hlaupár framundan þannig að það er ekki hægt að vera annað en bjartsýn. Það hefur sko ekki komið 29. febrúar í fjögur ár.....hvað er það skemmtilegt mín kæru !
Ég vona að þið eigið gott kvöld og hagið ykkur vel því að Gáttaþefur er á faraldsfæti og maður veit aldrei hverju hann tekur upp á!
Segið bara síííííís...og brosið...þið vitið aldrei nema það sé verið að taka af ykkur mynd !
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2007 | 09:29
Afmælisbarn dagsins er:
Jakob Þór!! Hann fæddist á þessum degi á því herrans ári 1994! Hann er sem sagt formlega orðin táningur eða 13 ára!
Jakob er einstaklega ljúfur og góður drengur og hann er foreldrum sínum til sóma ! Til hamingju með daginn minn kæri !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.12.2007 | 22:01
Hux
Ætli þetta sé ekki bara huxblogg, ég er eitthvað svo yfirveguð og róleg núna, aldrei þessu vant að ég nenni eiginlega ekki neinu. Ég er búin að vera líka að gera helling síðan í morgun. Beið tvisvar í röð til dæmis á pósthúsi, það var gefandi ! Síðan skellti ég mér aðeins í Kringluna með mömmunni minni og kláraði nánast að kaupa jólagjafir, bara smátterí eftir!
----
Ég var með Möttuna mína í talþjálfun í morgun, þar var meiri bið en venjulega og ég sat á biðstofunni með nefið ofan í Séð og heyrt, á kafi í menningunni eins og venjulega . Með mér á biðstofunni voru tvær konur og umræða hófst um samningsleysið milli talþjálfa og Tryggingastofnunar. Núna er komin einhver ný reglugerð frá heilbrigðisráðherra en hún er svo flókin að enginn skilur hana, ekki einu sinni starfsfólk Trygg.st. Ein konan sem að sat þarna sagðist vera einstæð og ekki ráða við að borga mikið lengur 4530 krónur fyrir skiptið. En hvað er annað hægt þegar velferð barnsins er í húfi. Áður en að samningar slitnuðu vorum við að borga 783 fyrir tímann, þannig að þetta er ansi mikil hækkun. Ég hugsa að á tveimur mánuðum séum við búin að borga hátt í 50.000 fyrir þessa þjónustu sem að átti í upphafi að vera niðurgreidd að mestu leyti.
Önnur kona sat á biðstofunni og hún sagði okkur það að hún og maður hennar með fjögur börn fluttu heim til Íslands eftir dvöl í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Nú í dag er hún ekki enn komin með heimilislækni og börnin hennar eru ekki inni í eftirlitskerfinu sem snýr að barnavernd eins og varðandi sprautur ofl. Hún er á biðlista en ekkert gerist og á meðan þarf hún að sjá til þess að börnin hennar fái þessa grundvallarþjónustu sem snýr að ungbarnaeftirliti þar sem að þau eru ekki til í kerfinu.
Mér finnst þetta svo skrýtið, eins og með þessa þjónustu sem að snýr að talþjálfun barna. Maður á jú ekki annarra kosta völ en að fara með barnið í þjálfun. Framtíð Möttunnar minnar veltur á því að hún nái því upp sem að hana vantar. Námserfiðleikar ofl tengist málþroskavandamálum þannig að það er nauðsynlegt að byrgja brunninn strax. Svona þjónusta við börn á ekki að vera í ólestri og ekki þannig að foreldrar hafi ekki efni á að sjá til þess að börnin þeirra njóti þeirra úrræða sem eru í boði.
Mér finnst einhvern veginn eins og alls staðar sé verið að skera niður í þeim málaflokkum sem að snúa að heilbriðisþjónustu. Það er skorið niður á spítölum, hjá SÁÁ, í heilsugæslunni og um daginn heyrði ég að það ætti að loka einni deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun til skammar.
Talþjálfinn hennar Möttu sagði að ég gæti reynt að fara með allar nóturnar niður á Trygg.st. og látið reyna á endurgreiðslu. Við höfum gert það áður en þá gekk það ekki eftir. Ég er viss um að þau finna eitthvert form á þessari nýju reglugerð sem að verður til þess að við fáum ekki endurgreitt. Reglugerðin hljómar held ég upp á helmingsstyrk á móti fullri greiðslu, þannig að við myndum borga um 2500...það munar þó um það.
Æi...ég er eitthvað þreytt á þessu kerfi, en nú ætla ég að hugsa um eitthvað annað, alla vega fram yfir jól. Ég alla vega hætti ekki að fara með barnið mitt í þessa þjálfun vegna þess að ég vil henni allt það besta en það svíður að heyra sögu einstæðs foreldris sem er ekki að ráða við þetta en vill allt gera til að geta sinnt barninu sínu. Stundum er kerfið svo óréttlátt og ómanneskjulegt.
----
Þetta er nú innsýn á lífið á biðstofum í Reykjavík í dag!
Nú ætla ég að horfa á Kompás og mega kenningar um musterisriddara og Ísland !
Góða nótt mín kæru og látið ekki svefnpöddurnar bíta ykkur í rassinn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.12.2007 | 15:55
Að búa í fjölbýlishúsi...
Ég bý í fjölbýlishúsi og við hjónin höfum gert það síðan að við byrjuðum að búa saman. Það er bara allt gott um það að segja og mér finnst það að ákveðnu leyti bara fínt. Það er til dæmis gott að vita af fólki í kringum sig og sérstaklega ef að það er aðsteðjandi hætta eins og ef að brjálaður axarmorðingi er að ráðast á okkur, þá get ég gólað af öllum lífs og sálarkröftum á hjálp og hún vonandi berst sem fyrst, alla vega ef að ég á góða granna ! Nú í morgun var ég vöknuð bræt and örlý til að fara að baka, alveg kominn í gírinn að baka skinkuhorn og hlusta á jólalög. Ég ákvað að vera enn duglegri og setja í þvottavél, þar sem bunkarnir frá liðinni viku bara stækka vegna þess að ég hef ekki haft mikinn tíma til að þvo.
Allt í einu er hringt á dyrabjölluna og ég fer fram og opna. Þar stendur ungur maður, sem er nýfluttur inn. Hann kynnir sig og segir mér í framhaldi að það sé mikill hávaði í þvottavélinni minn og truflandi. Ég sem er nú ekki stanslaust að þvo, geri það í svokölluðum skorpum eins og svo margir, verð alveg yfir mig hissa og missi andlitið niður í forstofugólf ! Hann heldur áfram og spyr hvort að ég geti eitthvað gert í þessu. Ég sem var í svona ljómandi jólaskapi að baka og allt, verð svona snögg pirruð og skelli framan í drenginn að ég geti nú ekki hætt að þvo ! Ég held áfram á sömu braut og segi að þetta sé nú bara svona í fjölbýlishúsum að það heyrist oft á milli hæða, ég til dæmis heyri þegar konan fyrir ofan mig er að þvo og kippi mér ekki mikið upp við það enda er ég dagfarsprúð og seinþreytt til vandræða (innskot frá moi) ! Svo er ég nú ekki að þvo á nóttinni, yfirleitt fyrri part dags og eiginlega aldrei á kvöldin þannig að ég segi bara fruss og svei....það væri nú annað ef að ég væri að bora lon og don eins og svo margir hafa gert hér undanfarin ár í þessum stigagangi !
Drengurinn verður vandræðalegur, en að lokum segi ég að ég skuli sjá hvað ég geti gert (bíst samt við að halda bara áfram ótrauð að þvo, því ekki getum við verið í skítugum fötum, það er svo vandræðalegt út á við) !
Þegar þessu var lokið, gekk ég fram hjá speglinum í forstofunni og mér varð litið á myndina sem að þar blasti við: Þar stóð kona með svartan klút í hárinu (til að hár fari ekki í baksturinn sko), í svörtum íþróttabuxum og toppi...öll í hveiti frá toppi til táar og síðast en ekki síst með hveiti í andlitinu. Mér varð þá hugsi....Hver tekur mark á pirraðri konu með hveiti út um allt hahahaha....og ég sem var svo ákveðin og ánægð með að ég ætlaði sko ekki að láta vaða yfir mig....ó nei, mína þvotta átti að verja með ráðum og dáð.............næst reyni ég að vera í sparidressinu þegar einhver kemur og kvartar yfir mér......það er svona smartara út á við !
Svona er lífið í fjölbýlishúsum í uppsveitum Reykjavíkur í dag....kostir og gallar...en oftar samt kostir !
Gleðileg jól !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.12.2007 | 19:19
Smá blogg :-)
Ég er búin að vera svo bissí þessa helgi að bloggið liggur bara í vanrækslu. Ég er hreinlega bara að jólast út !
Eyddi deginum í gær að versla jólagjafir og er nánast búin og svo var fertugs afmæli í gærkvöldi hjá systur hans Bolla. Í morgun var síðasti sunnudagaskólinn fyrir jól og eftir hádegi hófst bakstur dauðans ! Ég er búin að baka bollur úr fimm kílóum af hveiti og hátt í 200 bollur þekja nú eldhúsborðið mitt !
Meiri bakstur er planaður á morgun en svo fer þessu nú að ljúka. Ég ætla að gera smá ís og fjölskyldukökuna sem er skylda að hafa á aðfangadagskvöld. Þegar öllu þessu er lokið hellast átta eggjarauður.....neinei ......ég ætla þá að setjast niður og njóta þess að jólin eru að koma. Það hentar mér vel að taka þetta svona á handahlaupum og eiga svo rólegan tíma þegar allt er tilbúið, enda á ég ekki mikið eftir.
Ég ætla að pakka inn gjöfum á eftir og svo kannski ég kíki á eina hryllingsmynd af því að það er svo jólalegt !
Eigiði gott kvöld, góða nótt og góða viku framundan...og munið það er ofur smart að jólast yfir sig !
tjusss...
péess...þetta er blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2007 | 19:40
Að halda sig við það sem að maður gerir vel :-)!
Í dag er dagur eitt í fríi og ég ætlaði að vera ofur dugleg, sumt gerði ég annað ekki. Til dæmis tók ég til í fataskáp stelpnanna , talaði í símann, þvoði þvott og las blogg!
Hér á bær var heldur tómlegt í búi og varð ég að fara í búð, ef að ég hefði gert eins og ég sagði í fyrri færslu og beðið eftir Boeing í Kef þá væri ég enn ekki farin og allir svangir. Þannig að ég og Mattan mín brutum odd af oflæti okkar og fukum í Bónus og aftur heim. Ferðin gekk stórslysalaust og ískápurinn fylltist og það sem ekki var verra húsmóðirin keypti í bakstur ! Ég hafði lofað stelpunum að baka í dag, alltaf að taka allt með stæl á fyrsta degi ! Þegar ég var í Bónus sáum við Matta piparkökuhús sem að hægt er bara að setja saman, allt tilbúið. Þetta fannst okkur alveg stórsniðugt og var jú alveg viss um að þetta myndi ég gera án þess að blása úr nös!
Við gengum í verkið þegar við komum heim og árangurinn er eftir atvikum góður ! Maður er svo heppin að fá margt gott í vöggugjöf, sumt fær maður ekki og bara sættir sig við. Þolinmæðisverk eru ekki mér í blóð borin og lítið af listrænum genum eru í mér. Ég er frekar mikil subba og hef aldrei getað dundað mér við hárfín nákvæmnisverk, það er bara ekki ég að listrænast eitthvað mikið.
Ég hef því sætt mig við að vera bara ekki með þetta í mér að gera flott piparkökuhús og mun halda mig við það sem að ég geri vel í framtíðinni. Ekki vera að sprengja öryggiskúluna með of háum hvelli !
Hér eru svo myndir af afrakstrinum, ekki gera of mikið grín af þessu ef mögulega verður hjá því komist !
Bless í bili og góða nótt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.12.2007 | 08:55
Ég fór jólafrí í gær!
Klukkan fjögur núll núll í gær komst ég í jólafrí eftir ansi strembna en frábæra viku í kirkjunni. Við erum búin að taka á móti 500 börnum og starfsfólki þessa vikuna, hafa helgistund og gefa öllum piparkökur og kakó !
Ég var einmitt að hugsa það í gær á leiðinni heim hvað ég hef verið heppin að fá að vinna þessa vinnu með börnunum í kirkjunni. Það að horfa á þessi kríli labba inn í kirkjuna, með hátíðlegan svip og finna um leið að þau upplifa þessa heimsókn sem merkilegan hlut. Það komu 9 leikskólar til okkar, einn grunnskóli (hinir eftir að koma), eitt frístundaheimili og svo okkar hefðbundna barnastarf sem er að skóla loknum í kirkjunni í hverri viku. Allt starfsfólk kirkjunnar tók þátt í þessu og lögðust allir á eitt að gera þetta sem best úr garði enda gekk þetta allt upp eins og í sögu án þess að eitthvað út af brigði.
Allt þetta fólk tók þá ákvörðun að koma í kirkjuna og þiggja þessa þjónustu sem að er í boði fyrir hver jól og allir fóru glaðir og ánægðir heim! það er sannarlega gott veganesti að sjá og heyra að fólk var sátt við kirkjuna sína og það sem að hún hefur upp á að bjóða !
Á Þriðjudagskvöldið fórum við svo með unglinga í Mæðrasyrksnefnd þar sem að við vorum í tvo tíma að flokka mat í poka eftir stærð fjölskyldu. Þarna inni átti ég frekar erfitt og það að fá neyðina svona blákalt framan í sig var erfitt og ég er ákveðin í að kaupa gjöf og setja undir tréð í kringlunni og ég vona að það gleðji eitthvert barn sem á lítið. Það á enginn að þurfa að fara í röð og bíða eftir að vera úthlutað mat. Það á enginn að þurfa að horfa á stoltið og sjálfmynd sína fjara svona út og þurfa í hverri viku að stíga þessi þungu skref og fá úthlutað mat í poka. Ég var gráti nærri þarna inni en um leið vissi ég að við sem þarna vorum, vorum líka að gera góða hluti og unglingarnir sem voru með okkur voru svo dugleg og þau vissu að þau voru að leggja góðu málefni lið. Ég er svo heppin að fá að kynnast og vinna með jafn fábæru ungu fólki og þau sem að sækja æskulýðsfélagið í Nes- og Dómkirkju. Maður komst ekki hjá því að fyllast von innan um allt vonleysið sem að blasti við mér þarna, svo undarlegt sem að það kann nú að hljóma.
Svo ég tali nú áfram í austur og vestur að þegar ég var komin í jólafrí í gær, þá fórum við fjölskyldan niður á Landakotstún og keyptum jólatré og fórum síðan og fengum okkur súpu saman að loknum kaupunum. Núna er ég lafhrædd um að það fjúki og stari á það út um gluggann. Ef að það hefur sig á loft þá mun ég taka á stökk og reyna að grípa það ! Síðan eftir að við komum heim, fór ég að pakka inn jólagjöfum og manninn mín að skrifa jólakort og allt varð svo ægilega jólalegt eitthvað .
Núna var planað að fara í bónus og kaupa í baksturinn ógurlega en veðrið er eitthvað gremjulegt þannig að ég fer ekki fet fyrr en lægir! Ég get svo sem þrifið á meðan !
Nú læt ég þetta nægja að sinni og bið ykkur að fara varlega í óveðrinu, þegar Icelandair frestar flugi vegna veðurs þá er best að vera bara heima við á síns eigins heimili og fara ekki fet. Þeir þarna sem stjórna fluginu vita sko hvað klukkan slær í þessum efnum, fyrst að Boeing fer ekki í loftið, þá fer ég ekki í Bónus !
Píslofendtenderness!
péess...veit einhver hvar ég fæ pressuger í bænum annars !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 20:50
Var að hugsa um að blogga.....
En ég held ég sleppi því í dag , er bæði kjaftstopp og orðlaus enda stormur úti og glugginn minn í stofunni hreyfist fram og til baka! Inni er samt notalegt og úti er ónotalegt, þannig að ég vel að vera inni núna, það eru mín mannréttindi !
Ég verð að vinna allan daginn á morgun alveg fram á kvöld enda fullt af fólki sem er að koma í jólaheimsóknir í kirkjuna, ó já og svo mun ég enda í Mæðrastyrksnefnd annað kvöld með unglinga í æskulýðsfélaginu NeDó til að aðstoða við undirbúning jólaúthlutunar!
En nú segi ég góða nótt og sofiði rótt í vonda veðrinu !
Einsogþiðsjáiðþáerþettaekkiblogg !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar