Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott mál!

Ég verð nú að viðurkenna að ég gladdist núna í morgunsárið við að sjá þessa frétt. Ég vona að nýjum meiri hluta  í borginni takist að gera eitthvað í þessum málum og mér finnst það jákvætt að Dagur skuli gera það eitt af sínum fyrstu verkum að tala við yfirmenn leikskólanna og fara yfir vandann.

Ég á eina á leikskóla, sem býr við skertan vistunartíma núna þessa dagana og það er heil deild lokuð á hennar leikskóla og er búin að vera það síðan snemma í haust. Þetta er alveg skelfilegt og mér finnst að við eigum að sýna börnunum okkar þá virðingu að búa vel að þeim á þeirra vinnustað þar sem þau eyða deginum sínum alla vikuna. Við eigum einnig að búa vel að því fólki sem að sinnir börnunum okkar á meðan við sækjum vinnu, vegna þess að ef að starfsfólki leikskólanna líður vel, þá líður börnunum okkar vel.

Þannig að ég er ánægð með þetta útspil Dags og vona að núna verði framkvæmt af krafti í þessum málum!


mbl.is Borgarstjóri fundar um leikskólamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókei....

Mig langar ekki að blogga um borgarmálin, ég er of upptekin við að skrifa ritgerð, nema þetta: Mér finnst Bingi vera of mikið fórnarlamb aðstæðna í fréttatímum kvöldsins. Hann er bara miður sín og ber sig aumlega yfir þessu öllu saman. Spurning um að setja saman áfallateymi fyrir hann svo hann komist yfir sambandslitin á sem skemmstum tíma. Það er nauðsynlegt að borgarfulltrúarnir okkar séu ekki með óuppgerða hluti á bakinu þegar stjórna á borginni af heilum og sönnum huga. Við sem þekkjum til vitum hvað það er erfitt að hætta í langtímasamböndum og það getur tekið verulega á andlega að pússla sér saman á ný.

Meira hef ég ekki að segja um þetta mál að sinni nema það að mér finnst Svandís Svavarsdóttir flott kona og ég hefði vilja sjá hana sem borgarstjóra fyrst að svona fór!

En áfram veginn og lengi lifi lýðræðið W00t!


Unga Ísland!!

Eins og fram hefur komið í fyrri færslum að þá eigum við hjónin dóttur. Hún er alveg að verða fimm......eftir 13 daga Wizard  og hún er byrjuð í skólahóp, alveg ótrúlega montin og ánægð með sig enda alveg ástæða til þegar um er að ræða fallegustu stelpu í heimi Heart!

Hún hefur þó átt við, það að vera með málþroskahömlun. Hún greindist með það í janúar 2005, hún var síðan um haustið send á Heilsuverndarstöðina í greiningarteymi og í framhaldi af því vísað í Talþjálfun Reykjavíkur. Hún átti sem betur fer beiðni afturvirka frá því að hún var send á Heyrna- og tal í jan 2005 og þess vegna sáum við fram á styttri bið en margir foreldrar eru að horfa fram á í dag.

Það voru því gleðitíðindi þegar við fengum þær fréttir í maí síðastliðinn að hún væri komin inn í Talþjálfun Reykjavíkur. Kostnaðurinn átti ekki að vera mikill þar sem Tryggingastofnun samþykkti að greiða niður 50 tíma fyrir hana og þá var tíminn á tæplega 800 krónur. ´

Hún fór í nokkra tíma.....síðan kom sumarleyfi og nú er kominn október og hún er búin að fara í tvo tíma eftir leyfi. Hún þarf á þessari aðstoð að halda vegna þess að ef ekki er tekið á þessu getur hún átt erfitt með að læra að lesa og átt við frekari námserfiðleika að stríða þegar hún er komin í skóla en það er nú bara næsta haust sem það skellur á.

En nú virðist allt vera í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingarstofnunarinnar og samningar ekki lengur í gildi að mér skilst. Við þurfum því að greiða núna tæplega 5000 krónur fyrir skiptið og svo getum við "látið á reyna" hvort að Tryggingarstofnun endurgreiðir sinn hlut, það er þó ekki víst. Nú má ekki misskilja mig að ég sjái eftir þessum peningum í dóttur mína, alls ekki. En þegar maður er farin að borga 20-25.000 á mánuði þá er það heilmikið og efnalítið fólk hefur ekki efni á að borga svona mikið og þá er farið að skapa aðgreiningu þegar kemur að börnum og aðstoð þeim til handa innan kerfisins.

Ég á eiginlega ekki til orð í dag vegna þess að mér finnst einhvern veginn alls staðar þar sem að gripið er niður gagnvart börnum í samfélaginu að þá er pottur brotinn. Svona mál þegar kemur að sértækum úrræðum fyrir börn eiga ekki að fara í uppnám og það á að vinna að því hörðum höndum að barnanna velferð sé í fyrirrúmi.

Það er svo merkilegt að um leið og við fengum þessar upplýsingar að samningar væru í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingastofnunar, var mér tilkynnt um skerðingu á leikskólatíma þessarar sömu dóttur minnar.

Þannig að við horfum fram á skerðingu í tveimur málaflokkum þegar kemur að yngstu dóttur okkar í dag.

Gott að vita að framtak í málaefnum barna og þeirra velferð er á sterkri siglingu í dag hjá þeim sem að stjórna ríki og borg Crying!


« Fyrri síða

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband